Vikan


Vikan - 22.04.1964, Blaðsíða 48

Vikan - 22.04.1964, Blaðsíða 48
Framleiðsla Mátsteinsins hófst fyrst hérlendis fyr- ir rúmum þrem árum en er þegar orðið eitt eftir- sóttasta útveggjaefnið á marðaðnum. Mátsteinninn er framleiddur úr hinni viðurkenndu Seyðishólarauðamöl úr hráefnanámum framleið- anda í Grímsnesi um 70 km vegalengd frá Reyk|a- vík — en ekki er horft í hinn mikla flutningskostn- að á hráefninu, þar sem það er tvímælalaust hið bezta fáanlega hérlendis af svokölluðum giallefn- um. enda algjörlega hrein rauðamöl og tiltölulega létt en samt með einn mesta styrkleika hérlendra gjallefna auk þensluþols. Mátsteinninn er mjög þéttur og efnismikill með þrem 8x8 cm holrúmum og lokast hólfin í nokkuð þykk- um botni — að þýzkum sið — og fyrirbyggir það rakaflökt í veggjunum. En rakaflökt er aðalorsök til skemmda í hleðsluveggjum að áliti viðurkenndra byggingarefnafræðinga. — Eldri gerðir hleðslu- steina hafa verið opnir með stórum holrúmum og þunnum veggjum, þ.e. efnislitlir og brotþolslitlir. Vegna mikillar framleiðni er verðið á Mátsteinin- um ótrúlega lágt — t.d. kostar Mátsteinn ca.: 100 m2 byggingu kr. 17.000,00 120 m2 byggingu kr. 22.000,00 135 m2 byggingu kr. 25.000,00 160 m2 byggingu kr. 29.000,00 200 m2 byggingu kr. 35.000,00 Ath.: Lauslega áætlað og fer eftir stærðum glugga og dyra. Sendið teikninguna — þér fáið kostnað- aráætlun um hæl. Eitt viðurkenndasta útveggjaefnið á markaðnum í dag — framleiddur eftir verkfræðilegum útreikn- ingum og fyrirsögnum — teiknaður af einum MÁTSTEINN þekktasta og viðurkenndasta byggingarefnafræð- ingi landsins — framleiddur í fullkomnustu gerð amerískra hrististeypuvélasamstæða á markaðnum — gufuhertur í sérstökum herzluklefum: „Mátsteinn". Mátsteinninn hefur þeg- ar verið notaður í tugi I íbúðarhúsa og annarra : bygginga um allt land : með góðum árangri. j Spyrjið þá sem byggt j hafa úr Mátsteininum og þér munið sannfær- ast um kostina. ------------------------ Flutningur á Mátsteininum, hvert á land sem er, er tiltölulega nokkuð hagstæður, t.d. vegur Mát- l steinn úr Seyðishólarauðamölinni í ca.: 100 m2 byggingu um 14 tonn 120 m2 byggingu um 18 tonn 135' m2 byggingu um 20 tonn 160 m2 byggingu um 24 tonn 200 m2 byggingu um 30 tonn Ath.: Lauslega áætlað. Gefum tilboð í flutning hvert á land sem er. Flytjum Mátsteininn á byggingarstað eftir ósk- um yðar með hagstæðu akstursgjaldi í Reykja- vík og nágrenni. Gefum yður hagstæð tilboð um flutning á Mátstein- um með flutningabifreiðum vorum til flestra ak- færra staða á Suðurlandi, Vesturlandi og Norður- landi miðað við kaup á Mátsteini og öðru bygg- ingarefni í byggingu yðar. Leitið tilboða með sem mestum fyrirvara. Flytjum plasteinangrunina með Mátsteininum án aukakostnaðar í flestum tilfellum. Sendið fyrirspurn yðar sem fyrst fyrir sumarið. Mátsteinninn fæst afgreiddur i Reykjavík, Hafnar- firði, Keflavík og í Þorlákshöfn um borð í síldar- og fiskibáta eftir samkomulagi fyrir þá aðila víðs- vegar um allt land er geta þannig flutt Mátsteininn og annað byggingarefni að vertíðarlokum er bát- arnir halda til heimahafnar. Vinsamlega pantið slíka afgreiðslu með nokkurra daga fyrirfara. Mátsteinninn er það sterkur, að hann þol- ir yfirleitt hverskonar hnjask í flutningum og því flytjanlegur með skipum t.d. til Austur- : lands, en þangað er 1 skipafragt hagstæðust þ.e. ódýrust. Með notkun Mátsteinsins sparið þér allan mótaupp- slátt og timpurkaup ásamt frásláttarvinnu með meiru. I kostnaðarsamanburði hlaðins húss úr Mát- steini við uppsteypt hús má reikna með að Mát- steinninn kosti álíka og hrá steypa í mótin. Miðað við hagstæða hleðslu getur sparnaður þannig orðið allt að 40—50% og í mörgum tilfellum meiri eftir aðstæðum. Stærð: L: 39,5 cm, H: 19,5 cm, þykkt: 20 cm. Stöðluð stærð í vegg: 40x20x20 cm. Magn í hvern veggfermeter: 12 stk. Þyngd: 15 kg/stk. úr Seyðis- MÁTSTEINN hólarauðamöl. Þyngd: 22 kg/stk. úr steypusandi. Staðlaður við tilkomandi Mátkerfi. Æskilegt að öll múrmál bygginga úr Mátsteininum séu margfeldi af 20. Vönduð hleðsla tryggir vandað hús — sé öðrum reglum einnig fylgt um frágang húsa hlöðnum úr Mátsteininum. Þar sem með öllu er útilokað að hafa eftirlit með öllum hinum mörgu bygginga hlöðnum úr Mátsteininum er jafnframt útilokað að taka ábyrgð á endingu slíkra húsa — en sé frágangur góður og Mátsteinninn þurr — er slikt hús eigi síður váranlegt en uppsteypt hús og álíka verðmikið: Há endursala. Sparið tíma, fé og fyrir- höfn og hlaðið húsið á stuttum tíma úr hinum viðurkennda Mátsteini. Kostnaður við hleðslu húss úr Mátsteininum getur orðið tiltölulega mjög hagstæður ef vanur maður þ.e. múrari hleður: Hver sem er getur einnig hlað- ið sjálfur undir eftirliti múrara: — Frágangur við hleðslu verður að vera vandaður svo að kostir Mát- steinsins fái að njóta sín og byggingin verði varan- leg. Biðjið um helztu hleðslureglurnar er þér pant- ið Mátsteininn. Allar brúnir og stærðir Mátsteinanna eru réttar og hleðsla mjög auðveld: Þér getið hlaðið húsið sjálfir úr Mátsteininum ef múrar fást ekki á staðnum. Leit- ið þó ávallt aðstoðar múrarameistara ef til næst. Biðjið um prentaðar leiðbeiningar um hleðslu og frágang húsa hlöðnum úr Mátsteininum. Vanur múr- ari hleður ca. 100 m2 íbúðarhús á aðeins ca. tveim dögum með aðstoð handlangara. Mátsteinarnir spara mik- inn hleðslukostnað þar sem hvergi þarf að höggva steina og þar sem líming er ávallt lögð á sléttan flöt. Máthellur með múrstærð 40x20x10 cm eru fram- leiddar sem hálf þykkt af Mátsteininum. Máthellur má nota í hleðsluveggi er steinamynstrið á að njóta sín en einnig þekkist að nota Máthellur til hleðslu á „kápum" utan yfir Mátsteininn og er þá kápan eigi múrhúðuð. Slík tvöföld vegghleðsla tryggir að innri steinninn sé jafnan þurr. Einnig notaðar í burðarveggi í stað uppsteyptra burðarveggja. Framleiddur úr beztu fáanlegum hráefnum hér- lendis: Seyðishólarauðamál og/eða hreinum steypu- sandi. Framleiddur úr öðrum efnum eftir pöntun- um. Eftirsóttastur úr Seyðishólarauðamölinni. MÁTSTEINN Meðaltalsburðarþol: Ur Seyðishólarauðamöl, pr. fer- sentimeter: 50 kg/cm2. Einangrunarþörf miðað við íbúðarhús: Seyðishólarauðamöl: 1" Frauðplast. Steypusandur: 2" Frauðplast. Samkvæmt hinum nýju kröfum um varmaleiðslu og einangrun íbúðarhúsa nægir að einangra Mátstein- inn úr Seyðishólarauðamölinni með 1" (tommu) Frauðplasti. Ráðleggjum samt sem áður notkun 1 V2" Frauðplasts innan á Mátsteininn. Mátstein úr steypusandi þarf að einangra með 2" (tveggja tommu) Frauðplasti. Þér fáið Frauðplast til einangr- unar á sama stað og Mátsteininn ásamt mörgum öðrum byggingarefnum er þér þurfið á að halda til að koma húsinu upp fokheldu. Milliveggja-Mátsteinar eru framleiddir úr Seyð- ishólarauðamöl 40x20x 9,5 cm að múrmáli og notaðir í hverskonar milliveggi í hverskonar hleðslumynstur. Notkun Mátsteinsins í hverskonar byggingar hér- lendis eykst hröðum skrefum og auk íbúðarhúsa hafa verið reistar úr Mátsteininum: Fiskvinnslustöðv- ar, verkstæðisbyggingar, verksmiðjubyggingar, geymsluhús, skólabyggingar, gripahús, raðhús, iðn- aðarhús, bílskúrar o.s.frv.. Einnig hefur Mátsteinn mikið verið notaður í veggi strengjasteypuhúsa á milli súlna. I Reykjavík er leyfð hleðsla tveggja hæða húsa úr Mátsteininum úr Seyðishólarauðamölinni, enda full- nægir Mátsteinninn byggingarsamþykktum hverj- um sem eru. Einnig má járnbinda útveggi hlaðna úr Mátsteininum ef vill til að ná fyllsta burðarþoli. Mátsteinninn er algjörlega eldtraustur og ófor- gengilegur og því mikið notaður einnig í eldvarn- arveggi milli húsa og íbúða, í ketilhúsum o.s.frv. Auk venjulegra Mát- steina eru framleiddir heilir og hálfir glugga- steinar með rauf fyrir gluggajárn (sama verð). ; Ekki er þörf á- sérstök- um hornsteinum þar sem Mátsteinninn er enda- sléttur. Miðað við efnismagn hvers Mátsteins, 'brotþol, ein- angrunargildi, traustleika, hagkvæmni í hleðslu auk annarra kosta er Mátsteinninn úr Seyðishóla- rauðamölinni ódýrasta útveggjaefnið á markaðnum. MÁTSTEINN Allar nánari upplýsingar og áætlanir veittar um hæl. Greiðsluskilmál. eftir samkoumlagi miðað við magn. JÓN LOFTSSON HF. — Hringbraut 121 — Sími 10600. Húsbyggjendur á Austurlandi athugið: Vegna mikill- ar notkunar nú þegar og áframhaldandi eftirspurn- ar eftir Mátsteini hefur Mikael Jónsson, múrari, Seyðisfirði, tekið að sér að fara tvær eftirlitsferðir um Austurland og byggðir næstar Seyðisfirði sum- arið 1964 og mun taka að sér múrvinnu eftir sam- komulagi. Vinsamlegast hafið samband við Mikael .hið fyrsta ef þér eruð ( byggingarhugleiðingum.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.