Vikan


Vikan - 22.04.1964, Blaðsíða 33

Vikan - 22.04.1964, Blaðsíða 33
stofuþerna, neðan við 90 stig að gáfum, tæki sér fyrir hendur að rannsaka mismun á gáfnafari há- skólanemenda. Þegar bilið á milli hinna ólíhy gáfnaflokka er nægilega breitt, geta þeir hver um sig unnið að lausn viðfangsefna, þjónað hver öðrum og notið þjónustu hvers annars, viðurkennt hver annan og dáð hver annan. Það þarf allskonar hæfni og gáfnastig til að viðhalda menningunni. En gagnkvæm þörf okkar má ekki gera okkur blind á mismuninn. Munrinn á gáfnafari manns eins og Pasteurs gamla og þess, sem lægstur er að gáfnastigum, en getur þó talizt með fullu viti, er ekki minni en á milli hins meðalgefna manns og sjimpansa. Önnur staðreynd er það, sem við verðum líka að horfast í augu við, að þeir hafa aldrei verið margir, sem komizt hafa í efsta flokk að gáfnastigum — einu mennirnir, sem telja má nokk- urnveginn víst að náð hefðu 190 stigum, eru þeir Leonardo da Vinci, Archimedes, Newton og Gauss, eða einn á hverjum 500 árum, sem til greina kemur. Gera má ráð fyrir að þeim fari fjölg- andi á næstunni, bæði vegna þess hve mannkyninu fjölgar ört og einnig þeim, sem fást við vís- indaleg störf — 90% allra þeirra, sem við vísindi hafa fengizt, eru á lífi og okkar á meðal. Af þeim, sem telja má víst að náð hefðu VERZLUNIN Bankastræti 3 Dior Innoxa Orlane Sans Soucis Max Factor Reolon VERZLUNIN Bankastræti 3 180 gáfnastigum, má nefna Dar- wín, F^eud, Shaw, Berntrand Russel, Percy Bridgeman, Linus Pauling og ýmsa aðra. Hvað þjóðfélagslegt gildi hafa svo slíkar niðurstöður? Þær hafa áreiðanlega mikið gildi — þær sýna okkur hvers við megum vænta af þingmönnum, skóla- kennurum og nemendum, há- skólastúdentum og mörgum öðr- um hópum. Það gefur auga leið, að við höfum alltaf þörf fyrir fleiri afburða gáfumenn. Því verður að gera allt til að upp- götva þá þegar á unga aldri, fá þeim hina hæfustu kennara og auðvelda þeim ekki einungis að vinna Nóbelsverðlaunin, heldur og að finna örugg læknisráð við krabbameini og geðklofa, gera hinar fulkomnustu geimflaugar og radartæki. En hvað um kennarana? Rann- sóknir, sem framkvæmdar hafa verið í Bandaríkjunum sýna, að ef gera ætti kröfur til þess að hver kennari næði 130 gáfnastig- um, hefði það í för með sér skort á kennurum; þess vegna verða þeir að sætta sig við það vest- ur þar, að kennararnir, að minnsta kosti mikill meirihluti þeirra, nái ekki nema 120 gáfna- stigum, Þetta setur skorður við menntun þeirra og hæfni, þannig að skólanemendur, sem ná 130 —140 stigum, skara brátt fram úr kennurunum. Við því er ekki nema eitt ráð — að reyna að velja þeim nemendum, sem framúr skara, hæfustu kennar- ana, sem völ er á. Manni gæti virzt sem eitthvað væri hæft í því, sem segir í máltækinu gamla, að hvað elski sér líkt. Þeir vitgrönnu velja sér vitgranna maka, það kemur að sjálfu sér, á sama hátt og hvítlauksætur veþast saman, því að annars fyndist þeim aðilan- um, sem ekki æti laukinn, þef- urinn af hinum óbærilegur. Sennilega má gáfnamunurinn ekki nema meir en 20 stigum, ef hjónabandið á að verða far- sælt. Mikilvægast er það, ef hjónabönd nemenda við æðri skóla gætu orðið til þess að auka „framleiðsluna" á gáfuðum börn- um. Ekki er fyllilega vitað hvort gáfur ganga að erfðum, eða hvort fyrstu áhrifin sem börn verða fyrir, eiga sinn þátt í því. Sál- fræðingar eru farnir að hallast að því síðarnefnda. En hver svo sem skýringin er þá er svo að sjá, sem börn þessara nemenda nái meðallagi að gáfum, miðað við forcldrana, sum með eitt- hvað hærri gáfnacinkunn, önnur eitthvað lægri, en engu að síð- ur, þá ætti þetta að hafa sína þýðingu. þegar framí sækir. Kannske gætir þess þegar. Þeim „undrabörnum ‘ fer stöðugt fjölg- andi, sem farin eru að leggja stund á kjarnorkuvísindi á þrett- ánda eða fjórtánda ári, eða taka háskólapróf í stærðfræði á átt- unda aldursári. Þessi bÖm vekja með mar.ni undrun og ótta í se.nn. Það 'er vandfarið með þau, og bæði foreldrum þeirra og þjóð- féxaginu er lögð þar mikil ábyrgð á herðar. Kannske er það rétt- mætt að geta sér þess til, að þarna sé nýr kynþáttur á ferð- inni? Það mætti halda að Thoreau hefði rennt grun í þetta, þegar hann komst þannig að orði, að milljónir manna væru nægilega vakandi til þess að geta lagt á sig líkamlegt erfiði, en ekki einn af hverri mílljón manna svo vel vakandi, að hann gæti ort fög- ur ljóð. ,,Ég hef aldrei hitt fyrir mann, sem sagt varð um, að hann væri glaðvakxnd’, enda mur.di ég hafa íyrirorðið mig fyrir hon- um“. Væri hann uppi nú, mundi hann áreiðanlega hitta fvrir nokkra glaðvakandi menn. Svo er að sjá sem snilligáfan velji sér einkum tvo. kannske þrjá farvegi. Tónlistarmenn, skáld, stærðfræðingar og ef til vill myndlistarmenn eru gleggst dæmi um þetta. Tvennt mikil- vægt er þessum heildum sam- eiginlegt — hið fyrra, að snilligáfan getur komið óvefengj- anlega í ljós þegar á unga aldri, en hið síðara, að nokkur líkindi eru til að snilligáfan leiði til hjónabands, og þá ekki einungis eftir snilli heldur og sameigin- legum sérfarvegi. Það getur ver- ið hending, þó að það sé ekki víst, að þarna komum við aftur inn á þau svið, þar sem nokkur mismunur virðist segja til sín eftir kynjum, ekki einungis hvað afrek snertii-, heldur líka gáfna- stig. Hvaða kona, undir tvítugt, hef- ur til dæmis skapað ódauðleg verk, sem heimurinn dáir og við- urkennir, kynslóð eftir kynslóð? Kannske Anna Frank, og má þó gera ráð fyrir að það sé öllu fremur harmsaga hennar en snilli, sem hrífur mann. En Moz- art hóf að semja tónverk sex ára að aldri, og hann og Bizet sömdu báðir sinfóníur þegar þeir voru aðeins seytján ára, sem við dáum enn í dag. Ekki var Egill Skalla- grímsson heldur gamall að árum, þegar hann orti ljóð, sem enn lifa, og þó að sagnfræðingar dragi það kannske í efa, getur enginn leyft sér það varðandi brezku skáldin, Keats og Shelley. Og stærðfræðingarnir miklu, Abel og Galois, náðu hvorugir full- orðnisaldri. Og Gauss var orð- inn afburðastærðfræðingur þeg- ar í æsku. Hvað er það sem gerir að snilli- gáfan á þessum sviðum getur reynzt svo bráðþroska? Ekki mundum við bera traust til tíu ára dómara, læknis eða heim- spekings, ekki heldur seytján ára. Svarið er augijóst —■ snilligáfa tónlistarmannsins, stærðfræðings- ins og skáldsins er ekki bundin umhverfinu fyrst og fremst. Þar VERZLUNIN Bankastræti 3 Nylon-sokk:: Brjóstahöld Mjaðmabelti Buxur Undirkjólar Undirpils Skyrtu-blússur VERZLl NIN Bankastræti 3 er um að ræða óhlutlæg svið, að kall x hreina, formræna glímu við tál.n — tóntákn, talnatákn, orð- tákn. Og nú má ef til vill bæta n.yndrænum táknum þai’na við. S xmkvæmt gamla myndlistar- skólanum horfði þetta öðruvísi við — þó að þeir Michelangelo, Raphael og Van Dyke væru orðn- ir fullgildir listamenn innan við tvítugt. En nú, þegar myndlistin er orðin óhlutlæg og formræn, ekki síður en tónlistin, er ekki útilokað að þar komi einnig fram undrabörn og skapi eftirminni- leg listaverk. Og hver getur sagt um hve miklar snilligáfur á því sviði hafa farið forgörðum allar þær aldir, sem myndlistin var bundin umhverfinu. Þegar um er að ræða þau svið, þar sem árangurinn byggist á rannsóknum og athugunum frem- ur en snilligáfu eingöngu, láta afrekin lengur eftir sér bíða. Þeir efnafræðingar og eðlisfræð- ingar, sem hlotið hafa Nóbels- verðlaun, hafa flestir verið um þrítugt, er þeir unnu þau afrek, lyfjafræðingar og læknar um fer- tugt, lögfræðingar og heimspek- ingar fimmtugir eða sextugir. Þess ber að geta, að þótt tónlist- armenn, skáld og stærðfræðingar hafi unnið sígild afrek innan við tvítugt, þá hefur sköpunargáfa þeirra yfirleitt þroskazt til enn meiri afreka eftir þann aldur, með auknum skilningi og lífs- - 33 VIKAN 17. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.