Vikan


Vikan - 22.04.1964, Blaðsíða 21

Vikan - 22.04.1964, Blaðsíða 21
DRAUGURINN DREPINN Satt að segja, þá fannst okk- ur þessi mynd of draugfull, til þess að birta hana. l) Stakkur er sjálfsagður utan um drauga — helzt að hann sé rennblautur. O Andlitið má aldrei sjást á draugum, og svartir nylon- sokkar sjá um það. Okkur fannst vissara að hafa drauginn í klofháum stígvél- um, þótt sögur fari yfirleitt ekki af fótabúnaði slíkra herra- manna. !) I ■ Það var svosem auðvitað, að ég fengi ekki að hafa þessa skemmtilegu draugasögu frá Naustinu í friði. Ritstjórinn heimtar það skilyrðislaust, að ég viðurkenni á mig stórfellt skrök. Hann segir að þetta geti kostað allskonar ónæði vest- ur í Nausti, gestagang og átroðning ókunnugs fólks, jafn- vel blaðamanna, Ijósmyndara, pólskra túlka, miðla, skyggns fólks og heilla félaga í jeppum. Það gæti haft alvarlegar afleið- ingar, svo ég þori ekki annað en játa á mig dálítið stórfellda lygi, og lofa því að gera það aldrei aftur — alveg eins. En það var alls ekki allt ósatt, sem ég sagði um drauginn í Naustinu. Nei, raunar var það alltsaman satt, eftir því sem ég bezt veit og mér er sagt. Fyrri greinin um Naustið, við- talið við Halldór Gröndal og lýsingar hans á fyrirbærum þar — það var rétt hermt. Hvort hann lýgur eða segir satt, það kemur mér ekki við, og ég skipti mér ekkert af því. En þetta með nóttina í Nausti, infrarauða filmu, djöfulgang og hurðaskelli, sem ég sagði frá í seinni greininni, var greini- lega hreinn uppspuni. En ég er sannfærður um að það var ákaflega saklaus lýgi, og hefði alveg getað verið sönn lygi, ef ekki hefðu komið til nokk- ur atriði, sem allir hefðu getað séð í gegnum. I fyrsta lagi, þá mega allir sjá það í hendi sér, að ég hefði aldrei fengizt til að fara út úr Nausti aftur um nóttina, vit- andi af næstum heilli flösku af Ballantine's í ísskápnum. I öðru lagi hefði Stjáni aldrei fengizt til að fara inn i Naust- ið að nóttu til, eftir að búið var að loka barnum. í þriðja lagi eru infrarauðar filmur nokkuð, sem maður les um í blöðum og bókum, en eftir því sem bezt er vitað, þá hafa íslenzkir filmuinnflytjendur aldrei átt fyrir slíkum tækjum. í fjórða lagi er það greini- leg vöntun á skynsemisskorti að sjá það ekki í hendi sér að það er ekkj útilokað að draugar geti. ekki verið t.il. (Þeir sem skilja þessa setningu eru vinsamlega beðnir um, að rétta upp hönd). Jæja, hvað sem, því, líður, þá verður það víst að viður- kennast, að frásögnin urrt dvöl okkar Kristjáns Ijósmyndara i Nausti, draugaganginn þar og myndirnar — var eintómur upp- spuni. Ég þykist alveg heyra hvað þið segið: „Ég vissi það svo- sem alltaf . . ." „Hvað sagði ég . . . ?" „Ég sá það strax", o.s.frv. Þetta sögðu allir í fyrra eftir að upplýst var með Eldeyjar- ferðina okkar. Og til þess að sanna, að ég segi satt að þessu sinni, býst ég við að nauðsynlegt sé að útskýra það nánar, hvernig við Kristján útbjuggum mynd- irnar af draugunum. Því sumir eru svo fastir í trúnni, að þeim er trúandi til að segja það lygi, að þetta hafi verið lygi. Við fórum vestur í Naust seint um kvöld. um það leyti sem síðustu gestirnir voru að tínast burtu, og biðum þangað til allir voru farnir, nema Hall- dór Gröndal, sem var vitni að brallinu, og á hluta af sökinni. Ég klæddi mig í klofhá gúmmístígvél, sjóstakk, setti gúmmívettlinga á hendurnar tróð svörtum kven-nylonsokk ,fir hausinn á mér og setti þar ofan á prjónaða lopahúfu. A meðan því fór fram, setti Kristján upp myndavélina, en Sigurður Hreiðar blaðam. hélt á Ijósunum. Svo tók Kristján mynd af staðnum, þar sem draugurinn átti að sjást, og lokaði vélinni aftur á meðan ég var að koma mér fyrir. Svo opnaði hann inn á sömu myndina, en ég hreyfði mig til og frá, til að gera allar útlínur óskýrar. Með þessari að- ferð tókst Kristjáni að fá skýra mynd af umhverfinu og óljósan „draug", sem sást í gegnum. Síðan hef ég séð margar myndir, sem eiga að vera tekn- ar af ekta draugum víða um heim, og ég skal taka að mér að éta hattinn minn opinber- lega, ef þær eru ekki teknar á sama hátt. Það er e.t.v. rétt að taka það hér fram, til að fyrirbyggja of háar vanir tilvonandi áhorfenda, að ég hef gengið hattlaus und- anfarin 10 ár, og á engan hatt. En ég tek ofan fyrir þeim, sem sáu í gegnum VIKUdraug- inn, því það gera aðeins skyggn- ir menn. G. K. tíKAN 17. tbl. — 21

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.