Vikan


Vikan - 22.04.1964, Blaðsíða 32

Vikan - 22.04.1964, Blaðsíða 32
Tízkusundbolir 1964, frá KANTERS. Fjöl- breytt úrval lita og sniða. Allar stærðir. KANTERS bolirnir eru saumaðir úrgúmmí- þráðlausum teygjuefnum: Helanca og Spandex. Falla þægilega að líkamanum, en hindra ekki frjálsar hreyfingar. Veljið það bezta - biðjið um Koníer’s VIK n 4 Stjörnuspáin gildir frá fimmtudegi til fimmtudags. Hrútsmerkið (21. marz — 20. apríl): vinur þinn gerir þér greiða sem stendur í nánu sambandi við eitthvert farartæki 1 þinni umsjá. Þú færð óvænt hrós frá vinnufélaga þínum, sem hef- ur umsjón með verkum þínum. Næsta helgi getur orðið mjög skemmtileg ef þú heldur rétt á spilunum. Nautsmerkið (21. apríl — 21. maí): Það er heilmikill framkvæmdahugur í þér, en áður ll ^ en þú getur hafizt handa þarftu að sigra margar hindranir, sem verða á vegi þínum á fjármálasvið- inu sem öðrum. Kunningi þinn er þjáður af þung- lyndi, og ert þú á meðal þeirra fáu sem geta hresst hann upp. Tvíburamerkið (22. maí — 21. júní): Kona í nánum fjölskyldutengslum við þig, gerir þér R ▼ Æ greiða sem þú áttir alls ekki von á. Það blæs byr- 'Ilwiw lega á sviði fjármálanna. Þú átt í einhverju basli með íbúðarpláss og leggur heilmikið á þig í því sambandi. Skemmtu þér ekki mikið. Krabbamerkið (22. júní — 23. júlí): Þú ert dálítið argur, en þér er ráðlegast að athuga afstöðu þína nánar. Þér hættir til uppgjafar og tekur til óyndisúrræðis, sem fjölskylda þín hefur úhyggjur af. Kunningjar þínir tveir, sem þú hefur þekkt lengi, eru reiðubúnir að aðstoða þig. Ljónsmerkið (24. júlí — 23. ágúst): ©Hlutirnir hafa gengið eins og 1 sögu og sökum ýtni frá þinni hálfu hefurðu búið allvel í kringum þig. Athugaðu svona í rólegheitum hvort fjölskylda þín hefur ekki einhverjar réttmætar kröfur fram að bera. Þú lendir í fjölskylduboöi, líklega afmæli. Meyjarmerkið (24. ágúst — 23. september): ©Þú hefur undanfarið stundað við og við smá- skemmtanir sennilega einu sinni í viku, aðgættu hvort fjárhagurinn þolir öll útgjöld í sambandi við þetta. Þú hefur áhyggjur af manni, sem er sjúkur, en þar sem þú getur ekki hjálpað honum ætturðu að líta til hans nánustu. Vogarmerkið (24. septcmber — 23. október): Þeir sem afmæli eiga í þessari viku, geta búizt við einhverju mjög skemmtilegu. Þú færð óvæntar fréttir af ættingja þínum, sem dvelur í fjarlægð. Vinur þinn hefur yfirgefið þig og fleiri kunningja sína, það þýðir ekkert að vera með grillur yfir því. Drekamerkið (24. október — 22. nóvember): Gerðir þínar einkennast af hagsýni, sem verður fleirum til ágóða en þér. Þú átt í málaþarsi, en það gengur hvorki eða rekur. Þú verður að fá þér að- stoð. Þú leggur mikið kapp á að auka þekkingu þína á vissu sviði me5 bókagrúski. Bogamannsmcrkið (23. nóvember — 21. desember): ©Þú gerir miklar tilraunir til að halda einhverju leyndu og ert þar af leiðandi taugaóstyrkur. Nokkr- ar vinkonur þínar bíða álitshnekki í þínum aug- um. Hvort upp kemst um fyrirætlanir þínar færðu bráðlega skorið úr um. Steingeitarmerkið (22. desember — 20. janúar): Þú hugsar mikið um ástina og kemst að mörgum heimspekilegum niðurstöðum. Þú uppgötvar eitt- 'mfföpr hvað, eða færð fregnir um, sem gerir þig mjög undrandi og kollvarpar áætlunum þínum. Þér tekst oft vel upp, en átt það til að gleyma sjálfsögðum hlutum. Vatnsberamerkið (21. janúar — 19. febrúar): Þú færð mörg tækifæri til að gera lukku, gættu þess samt sem áður að taka þig ekki of alvarlega, og byggðu engar skýjarborgir. Það bezta sem þú get- ur gert er að vera vel vakandi og taka til greina leiðbeiningar yfirmanna þinna. ©Fiskamerkið (20. janúar — 20. marz): Gættu þess þegar þú færð góð tækifæri, að sam- verkamönnum þínum sé treystandi. Þú getur sjálf- um þér um kennt, hvað þú hefur lítinn frið til að sinna verkum þínum. Reyndu að aðstoða vini þína þótt það kosti þig fyrirhöfn. m 32 VIKAN 17. tbL

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.