Vikan - 23.07.1964, Page 10
Bifreiðarstjórinn á R 2486 stanzar til að hleypa
manni upp í, þar sem ekið er út úr hringnum á
Miklatorgi. Fyrir hragðið urðu allir hílar á innri
akrein hringsins að stanza. Hvað gæti þetta haft
í för með sér? þ
Ljösm.
Kristján Magnússon
Krossgötur á Hafnarfjarðarvegi: Þegar minnst varir
kemur kvenmaður á harðahlaupum og hleypur
skáhallt yfir gatnamótin. Gangandi fólk hagar sér
oft eins og búfénaður í umferðinni.
í liverri borg er umferðin veigamikill þáttur i hinu daglega lífi svo að segja hvers
manns. Því er nú verr og miður, að þessi þáttur er i hrapallegu ástandi hér í Reykjavík;
gerir mönnum lífið leitt að óþörfu, veldur stórfelldu vinnutapi, tjóni og slysum. í sem
fæstum orðum sagt: Við búum við umferð, sem er svifasein, óákveðin, tímafrek og hættu-
leg.
f fyrsta lagi er gatnakerfið, sem umferðina flytur, víðast gamaldags og úrelt. í öðru
lagi búum við við ófullnægjandi og að sumu leyti vanhugsuð umferðarlög og i þriðja
lagi virðist vera einhver þáttur í lyndiseinkunn landsmanna, sem ekki er heppilegur í
umferð við vondar aðstæður.
Af þessum ástæðum mundi líklegast erfiðast að uppræta siðastnefndu orsökina ef hún hefur
við rök að styðjast. Hins vegar gæti vel hugsazt, að ökulag manna batnaði með fullkomn-
ara samgöngukerfi og viturlegri umferðarlögum. Þetta virðast flestir sjá og viðurkenna,
sem daglega hafa kynni af þessum hlutum, en það dugar ekki því miður. Þeir sem vald-
ið hafa til bætandi ráðstafana — við skulum segjá hið háa Alþingi, sem setur okkur um-
ferðarlög — virðast skilja manna síðastir, hvar skórinn kreppir að. Enda haft fyrir satt,
að verulegur hluti þeirra miðaldra pólitíkusa utan af landsbyggðinni, sem sæti eiga á
Alþingi, hafa ekki einu sinni ökuréttindi.
Öðru hvoru taka blöðin sig til og birta greinar um ófremdarástand í umferðinni og
embættismenn ríkisins eru ekkert nema skilningurinn, en segja, að það sé bara þvi mið-
ur ekkert liægt að gera. Jafnvel formaður umferðarnefndar, sem um leið er lögreglustjóri
í Reykjavík, virðist þess ekki umkominn að gera áhrifamiklar rispur eftir því! sem hann
segir i grein hér í blaðinu. Yið höfum hlerað, að umferðarnefnd hafi á sínum tíma vilj-
að fá frjálsari hendur um hraðaákvæði, en núgildandi lög mæla fyrir um. Þá sögðu bless-
aðir alþingismennirnir, hinir „virtu landsfeður": Já, ef þið viljið bera ábyrgðina á slys-
um, sem af þvi kunna að hljótast....
Umferðarnefnd er ekki sett til að bera ábyrgð á einu eða neinu, heldur til þess að
leggja eitthvað skynsamlegt til málanna. Það er sannarlega ámælisvert ef alþingismenn
treysta ekki sérfróðum mönnum, sem hljóta að kunna betri skil á vandanum en gamlir
kaupfélagsstjórar, bændur og sparisjóðsstjórar, sem kjörnir voru á þing fyrir góða verð-
leika heima í héraði, en hafa margir hverjir aldrei snert á bíl í umferðinni í Reykjavík.
Við göngum út frá þvi sem gefnum hlut, að samgöngukerfið og göturnar taki fram-
förum og breytist til batnaðar. Undir eins og búið er að koma á fjórum akreinum á Hafn-
arfjarðarvegi og Suðurlandsbraut, þá á að hafa vinstri akrein hvorum megin fyrir þunga-
umferð og þá, sem ekki kæra sig um að aka hraðar en þessi farartæki fara að jafnaði.
Á hægri akrein á hinsvegar að vera lágmarkshraði 50—60 km. Það er sá hraði, sem
menn nota almennt, þegar ekkert hindrar og það veit lögreglan fullvel. Enda sér hún í
gegnum fingur við ökumenn og skiptir sér ekki af því, þótt úrelt lög séu brotin.
Á tvískiptum akbrautum eins og Miklubraut, kemur það oft fyrir, að tveir bílar aka
samhliða og loka götunni. Sami hraði gildir á báðum akreinum og báðir eru í sínum
góða rétti að halda þeim fyrir aftan sig, sem þeim sýnist.
JQ — VIKAN 30. tbl.