Vikan

Ataaseq assigiiaat ilaat

Vikan - 23.07.1964, Qupperneq 15

Vikan - 23.07.1964, Qupperneq 15
HRAÐA Á AÐALUMFERÐ- V ERUÐ ÞÉR FYLGJANDI .DA ÁFRAM MEÐ HRAÐA- Dr. ARINBJÖRN KOLBEINSSON, formaður F.Í.B. 1. Hæggeng farartæki valda oft truflunum á fjölförnum götum og vissulega er þörf að ráða bót á þeim vanda. Ég tel þó að lágmarkshraði sé ekki fær leið til lausnar þeim erfiðleikum eins og nú er ástatt um ýmsar fjölfarnar götur borgarinnar og vegi í nágrenni hennar. Má þá einkum nefna Hafnar- fjarðarveginn frá Miklatorgi að Kópavogslæk, en þar valda hæg- fara tæki meiri töfum en ann- arsstaðar, vegna þess að fram- úrakstur er nær útilokaður, enda er á þessum vegi nær tvöfalt meiri umferð en eðlilegt og ör- uggt getur talizt. Lágmarksliraði á þessari leið yrði óframkvæm- anlegur og jafnframt hættuleg ráðstöfun. Hinsvegar ætti að banna á vissum tímum dags umferð mjög hægfara tækja á þeim umferðarsvæðum þar sem álag er þegar of mikið, eins og t. d. á veginum milli Reykja- víkur og Kópavogs. 2. Sjálfsagt er að breyta há- markshraða á ýmsum miklum umferðaræðum í borginni, 45 km hámarkshraðinn er of lágur og hafa vegfarendur orðið að snið- ganga þessa reglu á vissum leið- um, til þess að umferðin geti gengið með nokkurnveginn eðli- legum hætti. Slíkar úreltar regl- ur, sem ekki samrýmast hinu eðlilega daglega lífi, hafa óheppi- leg áhrif á uppeldi ungra öku- manna, og sljóvga virðingu hinna eldri fyrir siðareglum veganna. Hámarkshraði ætti að vera 50—70 km á sumum beztu og mestu umferðaræðum borgarinn- ar, eftir breidd gatna og öðrum aðstæðum. Spurning VIKUNNAR: HVAÐA MUNUR ER Á ÞVÍ AÐ AKA BÍL í REYKJAVÍK OG ÞEIM BORG- UM ERLENDUM, SEM ÞÉR HAFIÐ EKIÐ BÍL í? FRIÐRIK THEODÓRSSON, skrifstof umaður. Það, sem fyrst og fremst sló mig i sambandi við umferðina í New York þegar ég ók þar í fyrsta skipti, var hinn mikli hraði, sem þar er á öllum öku- tækjum. Þetta á að vísu ekki við um miðborgina, Manhattan, um háannatíma dagsins, þar sem öngþveitið gefur engin tæki- færi til liraðs aksturs, heldur cinkum um æðarnar, sem liggja inn i borgina alls staðar að. En eftir að hafa ekið i þessum hraða, innan um þúsundir bíla, komst liraðinn upp i vana. Það er einkum eftirtektarvert, live mikla virðingu gangandi fólk ber fyrir umferðinni, og er ekki erfitt að geta sér til, að þessi virðing skapast einungis af þvi, að þarna er ekki aðeins var- hugavert, lieldur beinlinis lífs- hættulegt að spásséra eftir vild yfir breiðar akbrautir, uema því aðeins að umferðarmerkin gefi það til kynna, að fótgangandi eigi réttinn. Þarna ekur maður til dæmis niður eftir svokölluðum Avenues, þar sem umferðarljós- in eru timastillt þannig, að ef haldið er 50—60 km hraða á klukkustund, keniur maður allt- af að grænu ljósi við hver gatna- mót, og gerir þetta það að verk- um, að þarna reyna allir að lialda þessum sama hraða. Þetta finnst mér aðal mis- munurinn á því að aka bíl i New York og í Reykjavík. Þegar hægt verður að treysta á það, innan skynsamlegra takmarka, að hægt sé að aka án truflana fótgang- andi fólks á akbrautunum, verð- ur umferðin i Reykjavík hvort tveggja i senn, mikið öruggari og snuðrulausari. SVEINN SÆMUNDSSON, blaðaf ulltrúi. Sem svar við spurningu Vik- unnar um samanburð á akstri og umferð hér í okkar ástkæru liöfuðborg og erlendum borgum, kemur mér fyrst i hug umferðar- menning Vancouverborgar á Kyrraliafsströnd Kanada. Þar í borg hefur mér fundizt að um- ferð og akstursmáti borgaranna kæmist næst þvi að vera eins og bezt verður á kosið. Hér kem- ur margt til. Reglur um akstur eru mjög strangar, bæði um há- markshraða og eins live hægt megi aka. Óeinkennisklæddir lögreglumenn í óeinkenndum bilum voru óðar komnir upp að lilið þess sem tafði umferðina með of liægum akstri og sömu- leiðis ef einhver flýtti sér um of og fór að ráði upp fyrir 30 mílna hraðatakmarkið; þá mátti búast við að verða fyrir sekt og áminningu. Reglur gangandi fólks i um- fcrðinni voru einnig strangar og vel eftir því gengið að þær væru haldnar. í borginni lá sekt við því, að ganga yfir götu i „miðri bIokk“. Það átti sem sagt, að fara yfir á gatnamótum. Ef bíl- stjórar hinsvegar stönzuðu ekki og hleyptu fólki, sem beið á götuhorni yfir götuna, fengu þeir sekt. Þá var atriði, sem auðveld- aði mjög aksturinn, nefnilega stefnumerki, sem ökumenn gáfu mcð höndunum. í dimmu eru stefnuljósin góð, en i glamp- andi sólskini sjást þau stundum illa og þá konia stefnumerki gefin með höndum og liandleggj- um að miklu gagni. f Vancouver voru bílar færðir til skoðunar tvisvar á ári og Framhald á bls. 44. AGNAR TRYGGVASON, ráðuneytisstjóri. Vikan hefur beðið mig að gefa lesendum liennar nokkra hug- mynd um livernig umferðarmál- um stórborgar eins og Ham- borgar er háttað miðað við okk- ar liér í liöfuðstaðnum og er mér ljúft að verða við þeim tilmælum eftir beztu getu. Ann- arsvegar er hér um að ræða milljónaborg, sem oft hefur ver- ið nefnd lífæð Þýzkalands, alda- gamla og heljarstóra verzlun- ar- og hafnarmiðstöð heils meg- inlands, Hansaborgina við Sax- elfurósa, cn hinsvegar um fá- menna smáborg á erlendan mæli- kvarða, en í okkar augum þó risavaxinn höfuðstað litils ey- lands í Norðurhöfum, fjarri al- faraleiðum stórþjóða, sem um margra alda skeið var eins og hver önnur sveita- og sjávarjörð á voru landi allt fram á miðja 18. öld með 6500 íbúum um aldamótin 1900—1901. Hér er þvi um margt óliku saman að jafna. Það sem við íslendingar rekum fyrst augun i, þegar við komum til Hansa- borgarinnar er liin feiknalega umferð allrahanda skipa og ferja um höfnina og aðliggjandi fljót og skurði, en árlega leggja um 25 milljónir farþega leið sina um borgina með þessum farar- tækjum. Um 22.000 skip 45 þjóða höfðu viðdvöl í Hamborg á ár- inu sem lcið og vörumagnið um höfnina nam rúmlega 30 millj- ónum lesta á sama tíma. Ferða- fólki standa til boða 475 gisti- staðir með 12.000 rúmum. Ótal farartæki, sem óþekkt eru hérlendis, bruna i sifellu um þvera og endilanga borgina og Framhald á bls. 43. VIKAN 30. tbl. —

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.