Vikan


Vikan - 23.07.1964, Page 16

Vikan - 23.07.1964, Page 16
Ungfpú IWapgaret Lowen mikínn kertastjaka úr silfri hún hann Hvað er yður á höndum, varðstjóri? Ég er ekki almennilega komin á fætur, W%séw4 ÍHSpt ÞEGAR dyrabjöllunni var hringt og Margaret Lowen dró gluggatjöldin ör- lítið til hliðar og gægðist út, sá hún að þar var karlmaður, sem úti fyrir stóð. Þetta var á laugardagsmorgni, hún hafði undið þunnt, grátt hárið fast að lokkakeflunum en andlitið var hvorki dyft né málað, og innisloppurinn farinn að láta á sjá þó að hann væri þægileg- asta flík. Margaret var komin af því skeiði, að hún hefði sérstakar áhyggj- ur af útliti sínu. Fimmtíu og þrjú æviár höfðu nægt til að kenna henni að hé- gómagirndin dregur ekki langt. Hún setti upp fálætissvip og opnaði dyrnar. Gesturinn virtist verða undrandi, þegar hann leit hana. „Ungfrú Lowen?“ spurði hann og deplaði augunum. „Já?“ Þetta var riðvaxinn maður, syfjulegur til augnanna. Hann hélt á móbrúnu skjalaumslagi í hendi sér, sem hann sneri vandræðalega sitt á hvað. „Margret Lowen?“ spurði hann enn. „Það er ég“. Hún brosti, eins og þeg- ar hún vildi gefa sölumanni til kynna, að hún vildi ekki neitt af honum kaupa. Gesturinn ýtti ekki alltof hreinum hattinum aftur á hnakka, og það kom í Ijós að hann var sköllóttur ofan ennis. „Berger heiti ég, lögregluvarðstjóri“. Hann seildist ofan í brjóstvasann, eftir veskinu, dró upp úr því embættis- skilríki og sýndi henni. Og hún hleypi honum inn í anddyrið. „Hvað er yður á höndum, varðstjóri? Ég er ekki almennilega komin á fætur enn“. „Erindi mitt ætti ekki að taka langan tíma, ungfrú Lowen . . . ungfrú, er ekki svo?“ „Jú“. „Hvernig er það . . . kallar fólk yður yfirleitt Maggý?“ „Nei, áreiðanlega ekki“. Það mátti heyra það á röddinni, að henni fannst spurningin allt að því móðgandi. „Fyrirgefið; en sú manneskja, sem ég á erindi við, gengur undir nafninu Maggý . . . Maggý Lowen, og þetta er heimilisfangið“. „Já, ég skil“, svaraði hún, og hag- ræddi sloppnum í hálsinn, eins og ó- sjálfrátt. „Þá er það frænka mín, sem þér eigið erindi við; bróðurdóttir mín, sem heitir í höfuðið á mér. En hvaða erindi eigið þér við hana?“ Það var svo að sjá sem Berger lög- regluvarðstjóra létti. „Býr bróðurdótt- ur yðar hjá yður, ungfrú Lowen?“ „Já, það gerir hún, en það hittis' svo á, að hún er ekki heima þessE dagana. Hún dvelzt hjá systur minn um vikuskeið. En hversvegna. . . . “ „Getum við komið inn fyrir og ræt málið nánar, ungfrú Lowen?“ Hún vísaði lögregluvarðstjóranun inn í setustofuna, en seinlega, eins of henni væri ekki um það gefið. Þai settust, og enn tók hann að snúa skjala umslaginu móbrúna milli handa sér en losaði síðan þráðinn, sem undini var um litlu, dökkbrúnu pappakringl- una, opnaði umslagið og dró upp úr þv: einhverja pappíra. Margaret fylgdis; með öllum tiltektum hans og forvitnin skein úr fölgráum augum hennar. „Segið mér eitthvað af bróðurdóti- ur yðar, ungfrú Lowen. Hefur hú: 1 búið lengi hérna hjá yður?“ „Nærri sex ár. Síðan foreldrar henn- ar létust. í rauninni er hún eins og mín eigin dóttir“. „Hvað er hún gömul?“ „Hún verður tuttugu og tveggja ára í þessum mánuði“. „Er hún dáð stúlka? Ég á við hvort hún eigi marga vini og kunningja?" „Nógu marga, geri ég ráð fyrir. Hvers vegna spyrjið þér?“ Lögregluvarðstjórinn varp þungt öndinni. „Þér megið ekki láta yður bregða, ungfrú Lowen, og við mundum ekki vera að skipta okkur af þessu, ef þeir hlutir hefðu ekki gerzt, sem breyta þar öllu um. En fyrir bragðið verður ekki hjá því komizt, og því verð ég að segja yður dálítið varðandi bróðurdóttur yðar, sem ég geri ráð fyrir að þér vitið. Fyrir um það bil tveimur árum, fór hún að eiga bréfaskipti við mann nokkurn, að nafni Raoul Coll- ins...“ „Og?“ „Ég er alls ekki að halda því fram, að það hafi verið að neinu leyti sak- næmt, og að sjálfsögðu má vel vera að yður sé kunnugt um það“. „Ég hafði ekki hugmynd um það. Og satt bezt að segja, þá fæ ég ekki skil- ið...“ „Þessi Raoul Collins hlýtur að hafa rekizt á nafn og heimilisfang bróður- dóttur yðar í einhverjum af þessum pennavinalistum, sem þeir eru með í vikublöðunum — stúlkur og piltar, sem vilja komast í bréfaskipti við einhverja; þér hljótið að kannast við þessháttar dálka. Einmana stúlkur eða karlmenn, eins og það er orðað ...“ Hann varð vandræðalegur á svipinn. „Hvað sem því líður, þá hefur hún skrifað þessum Collins að staðaldri og hann svarað bréfum hennar... og við það væri ekkert að athuga, ef þessi Collins væri ekki dæmdur til að sitja ævilangt inni í ríkisfangelsinu.“ „Hvað segið þér?“ „Því miður, þá er það sannleikur. Hann lenti ungur í slæmum félagsskap og rataði í þá ógæfu að verða manns- bani í sambandi við rán, sem þeir félagar frömdu. Hann hefði verið tek- inn af lífi í rafmagnsstólnum, ef dóm- ararnir hefðu ekki sýnt honum misk- unn, vegna þess hve ungur hann var. Hann var ekki nema tuttugu og átta ára — alls ekki eldri — og eins ein- mana og nokkur karlmaður getur frek- ast orðið; þér skiljið við hvað ég á ...“ Það var eins og ungfrú Margaret Lowen fyndist allt í einu helzt til heitt í sloppnum, að minnsta kosti los- aði hún um hann í hálsmálið. Að því búnu rétti hún úr sér í sætinu. „Ég trúi þessu ekki“, sagði hún stutt í spuna. „Maggý mundi aldrei fá áhuga á slíkum rnanni". „Ekki mundi ég leggja henni það til lasts, ungfrú Lowe. Þér vitið hvað þetta getur verið undarlegt. Fólki finnst eitthvað rómantískt við þetta, og þá er ekki að sökum að spyrja“. Hann roðnaði við sín eigin orð og tók að blaða í plöggum, sem hann hafði dregið upp úr umslaginu. „Við fund- um þetta í klefa hans. Bréf frá bróður- dóttur yðar. Og þessa Ijósmynd. Er þetta Maggý?“ „Já, já. Svo sannarlega er þetta hún“. „Mér þykir fyrir þessu, ungfrú Low- en. En svo mikið get ég látið upp- skátt, að í rauninni er ekkert rangt við þessar bréfaskriftir í sjálfu sér; þeir í fangelsisskrifstofunni fylgjast með öllum bréfaskiptum... ég á við það, að þeir fundu ekkert athugavert við þessi bréf.“ Hann hikaði við, og rétti henni eitt af bréfunum. „Þér vild- uð kannski líta yfir þetta, og þá skiljið þér betur hvað um er að ræða.. Rithöndin var smá og fínleg. Margar- et hélt sloppnum fast að sér í hálsinn á meðan hún las; Kæri Raoul. Þú segist vilja allt til þess gefa að við mættum vera saman. Því máttu trúa, að ég þrái það ekki síður en þú. Væri þess einungis nokkur leið, að þessir heitu draumar okkar mættu rætast! Jafnvel þó að það kostaði okkur hina þyngstu fórn. Á stundum er ég að hugleiða það, að ég mundi fegin vilja allt til þess vinna, að við mættum lifa og búa saman alla ævi — að ekki fyr- irfynndist neytt, sem ég vildi ekki fús- lega láta í skiptum fyrir það. Annað eigum við líka sameiginlegt. Ég bíð þess líka eins og fangi, að eitt- hvað gerist, sem valdið getur gjörbreyt- ingu á högum okkar, svo að hjartfólgn- ustu óslcir okkar verði uppfylltar. Þangað til það verður, verða bréfin að brúa það bil, sem staðfest er á milli okkar. Það er með öllu vonlaust, að nokkur orð fái lýst ást okkar til hlítar. Samt sem áður hafa þessi bréfaskipti okkar veitt mér meiri unað, en nokkuð ann- að, sem ég hef kynnzt um ævina, orð- ið mér sú fullnæging, sem ekkert annað má verða, hversu fátækleg og hvers- dagsleg, sem þessi orð mín eru, saman- borið við tilfinningar mínar ...“ Hún braut saman bréfið. „Það er mér með öllu óskiljanlegt, að Maggý skuli hafa látið þetta ganga svona langt“, mælti hún. „Hún, sem annars virðist yfirleitt skynsöm stúlka. Dá- lítið hlédræg kannski — en sér í lagi háttvís og prúð, það er hún“. Hun lagði bréfið í skaut sér, festi augun á lög- regluvarðstjórann og rödd hennar varð hörkuleg. „Þér sögðuð að það væri ekkert rangt við þessar bréfaskriftir; hversvegna komið þér þá hingað?“ Berger lögregluvarðstjóri ræskti sig. „Það er nú það. Hlutirnir hafa tekið skyndilegum breytingum. Raoul Collins hafði forystu um útbrot og flótta úr fangelsinu í nótt. Tveir af föngunum sem tóku þátt í því með honum, voru skotnir — en hann slapp ...“ Sá daufi roðablær, sem áður var eftir á skorpnum vöngum ungfrú Margar- ete Lowen, hvarf gersamlega við þessi orð hans. „Hræðilegt.. . En hvernig er hægt að blanda Maggý í það mál? Hvað getur það snert hana?“ „Einfaldlega að því leyti til, ungfrú Lowen, að Raoul Collins er peninga- laus, skortir öruggt fylgsni og aðstoð einhvers, sem hann álítur sig mega treysta". Lögregluvarðstjórinn benti gildum fingri á bréfið, sem lá í skauti hennar. „Hann á engan að. Enga fjöl- skyldu. Engan vin, nema hana. Það virðist því gefa auga leið, að hann muni leita hingað ...“ Ungfrú Lowen greip hönd að hjarta- stað. „Þetta er hræðilegt“, stundi hún. „Hvað getum við gert...“ „Skelfizt ekki. Hann gerir ráð fyrir að hitta hér vini — ekki óvini. Að öll- um líkindum verður hann vopnaður, en ef þér gætið þess eins að vera öld- ungis róleg, hafið þér ekkert að óttast". Hann brosti hughreystandi. „Það er meira að segja harla líklegt, að okkur takizt að hafa hendur í hári hans, áður en hann kemst alla leið hingað. Og fari svo, sem við má búast, að hann geri tilraun til að ná sambandi við yður, verða lögregluþjónar á verði hér í nágrenninu og koma á vettvang, áður en hann veldur yður nokkrum vand- ræðum“. „En takist þeim samt ekki að hefta för hans?“ „Að sjálfsögðu verðum við að reikna með þeim möguleika. Takist það ekki, og komizt hann hingað inn, þurfið þér ekki annars við en hringja í þetta símanúmer". Hann dró lítið spjald upp úr vasa sínum og fékk henni. „Þá kom- um við samstundis á vettvang“. Hún stóð á fætur, og það fór um hana kuldahrollur. „Svo er Guði fyrir að þakka, að Maggý er ekki heima...“ „Það er sannkölluð heppni, því er ekki að neita. Að sjálfsögðu væri það öruggast, að þér færuð líka að heiman, en þér verðið að taka þar nokkurt tillit til okkar afstöðu. Þörf og löngun Collins til að hitta frænku yðar, er einmitt það, sem helzt getur orðið til þess að okkur megi takast að hafa hendur í hári hans. Vér mundum því verða yður þakklátir, ef þér vilduð hafa samstarf við okkur ...“ Að svo mæltu reis lögregluvarðstjór- inn úr sæti sínu og stakk bréfunum aft- ur í skjalaumslagið. Hann gekk til dyra, en nam staðar með höndina á hurðarsnerlinum. „Og enn er það eitt, ungfrú Lowen“, sagði hann. „í yðar sporum mundi ég ekki gera Maggý viðvart. Hún kynni að gera eitthvað •—• heimskulegt, skiljið þér“. „Já“, svaraði ungfrú Lowen. Hún virtist dálítið óstöðug á fótunum. Að minnsta kosti studdi hún höndum á borðbrúnina. „Sízt af öllu vildi ég að eitthvað miður æskilegt kæmi fyrir hana. Hún er mér of kær til þess ...“ „Gott“, varð Berger lögregluvarð- stjóra að orði. „Við munum svo hafa samband við yður og láta yður vita, jafnskjótt og við verðum einhvers vís- ari“. Þegar lögregluvarðstjórinn var far- inn, reikaði Margaret Lowen inn i svefnherbergi sitt og fór að klæða sig, vélrænt og annars hugar; dyfti og roð- aði vanga og varir af handahófi og án þess að líta í spegilinn. Hún tók lokka- keflin úr hári sér, og hendur hennar titruðu, þegar hún bar í það greiðuna. Að hádegisverði loknum, hélt hún af :staS til að annast innkaupin fyrrij' helgina. Það tók hana alltaf klukku- stund, og dreifði huganum frá þeim óvenjulegu og kvíðvænlegu atburðum, sem orðið höfðu um morguninn. Og þegar heim kom úr þeirri för, labbaði hún sig þreytulega upp stigana og inn Framhald á bls. 45. VIKAN 30. tbi. —

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.