Vikan


Vikan - 23.07.1964, Side 20

Vikan - 23.07.1964, Side 20
EG FEILFYRIR BC að var 12. september 1963 — á síðasta ári — að þýzka flutningaskip- ið Freiburg var statt nokk- urra daga siglingu út af Mexíkó og um 800 mílur norður af Bermudaeyjum. Það hafði verið vaxandi vindur í hálfan annan sól- arhring, og öldurnar risu hátt, bryddaðar hvítri froðu. Undir þiljum sat 26 ára gamall þriðji vélstjóri, Franz Strycharczyk að spilum og bjórdrykkju með félögum sínum. Hann átti að fara á vakt klukkan 12 á miðnætti og var þreyttur. Hann hætti spilunum um tíuleytið og fór niður í klefann sinn til þess að fá sér hænublund, en fannst mollulegt og ómögulegt að sofna. Hann fór úr öllum fötunum nema nærbuxun- um og gekk út á þilfar. Það var vott af særokinu og ágjöfin var eins og nota- legt steypibað. Hann gekk út að borðstokknum og horfði á bárurnar leika sér og smám saman fannst honum að það væri ekki sjórinn, sem kvikaði, held- ur var himinninn og stjörnurnar á bak við farnar að sveiflast, eins og Strycharczyk væri í gríðar- stórri vöggu. Hann steig upp á vatnsrör við borð- stokkinn til þess að sjá betur, og honum fannst hann vera farinn að dreyma. Hlýr úðinn lék um hann og notakennd breiddist um líkamann, hann varð afslappur og þungur. Og eins og í draumi tók hann að hrapa. Hann sveif gegnum loftið og það var gott að detta. Þegar ég hætti að hrapa, vakna ég, hugsaði hann, eins og menn hugsa milli svefns og vöku, þegar þeir falla í draumi. Svo hætti hann að hrapa, og það var eitthvað í kring um hann, en samt komst hann ekki strax til vöku, ekki á sama hátt og venjulega, þegar menn vakna. Smám saman varð honum ljóst, að þetta var ekki draumur, hann hafði raunverulega fallið fyrir borð, og skipið var þegar komið nokkurn spöl í burtu. — Ég var lengi að trúa þessu, sagði hann á eftir. — Ég reyndi að telja mér trú um, að ég væri sofandi inni í klefa mínum, og bráðum myndi einhver vélamann- anna koma til að vekja mig. En þetta var ekki draumur. Ég var í sjónum, langt frá öllum ströndum, án björgunarbeltis, og átti mér engrar börgunar von Ég vissi, að ég varð að vera rólegur, þótt skipið fjar- lægðist. Ég reyndi að gera mér hugmynd um, hvað klukkan væri,'og komst að þeirri niðurstöðu, að hún hlyti að vera um hálfellefu. Ég var viss um, að skips- félagar mínir myndu bráð- lega taka eftir því, að ég var horfinn, og í síðasta lagi um vaktaskiptin, því ég átti að fara á vakt um miðnættið. Þá yrði farið að leita að mér. Sjórinn var hlýr, en veðrið var slæmt og öldurnar háar, þriggja til fjögurra metra, og froðan þyrlaðist um öldufaldana. Ég lá á bringunni, til þess að sjórinn skylli ekki í andlitið á mér og kaffærði mig, en samt gekk sjórinn við og við yfir mig. Klukkan fimm mínútur yfir eitt um nóttina vakti fyrsti stýrimaður á Frei- burg skipstjórann, og til- kynnti honum að Strychar- czyk þriðji vélstjóri hefði ekki mætt á vakt. — Við höfum leitað um allt skipið frá kili og upp úr, og hann er ekki um borð, sagði hann. Skipstjórinn trúði ekki sínum eigin eyrum: — Haldiði. . . .? — Já, svaraði stýrimað- urinn. — Hann hefur fallið fyrir borð. Við fundum inniskóna hans við borð- stokkinn fram á. Skipstjórinn þreif til klæða sinna. — Ég verð kominn upp í brú eftir andartak. Safnið saman öll- um þeim, sem sáu eða töl- uðu við Strycharczyk í kvöld. Mennirnir voru til stað- ar, þegar Przytulla skip- stjóri kom upp í brú litlu síðar. Einn hafði boðið honum góða nótt klukkan 10. Annar hafði séð hann yfirgefa klefa sinn klukkan hálf ellefu, aðeins klæddan nærbuxum. Síðan hafði hans ekki orðið vart. Og ekki varð uppvíst um hvarf hans fyrr en 20 mínútur yfir 12, þegar annar vél- stjóri fór til að vekja hann á vaktina. Þar á milli voru einn klukkutími og tíu mínútur, og einhvern tíma á þeim tíma hlaut Strych- arczyk að hafa fallið fyrir borð. Skipstjórinn laut yfir sjókortið og reiknaði í flýti. ■—• í fljótu bragði Ég var í sjónum, langt frá öllum ströndum, án björgunarbeltis, og átti mér enga björgunar- von. Ég vissi, að ég varS að vera rólegur, þótt skipið fjarlægðist. Ég reyndi að gera mér hugmynd um, hvað klukkan væri, og komst að þeirri niðurstöðu, að hún hlyti að vera um hálf ellefu. Ég var viss um, að skipsfélag- ar mínir myndu bráð- lega taka eftir því, að ég var horfinn, og í síðasta lagi um vakta- skiptin, því ég átti að fara á vakt um mið- nættið. Þá yrði farið að leita að mér. 2Q — VIKAN 30. tbl.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.