Vikan


Vikan - 23.07.1964, Blaðsíða 25

Vikan - 23.07.1964, Blaðsíða 25
lelique í hljóði. Góði guð greifi, sagði markgreifinn lát fyrir, að hann talaði eins og venjulegt fólk en ekki undarlegar mál- lýzkur Sunnlendinganna. Þessi kuldalegi, formfasti maður, sem þangað til daginn fyrir brúðkaupið hafði verið óþekktur, átti að minnsta kosti að minna hana á hennar eigin heimabæ. Og hópurinn ók gegnum mýrar, áfram móti sólinni. Madame de Peyrac ók gegnum óþekkt landslag, með vínekrum á báðar hendur, svo langt sem augað eygði. Siðan varð vinviðurinn strjálli, en grænn maisinn vafði allt. Þegar þau komu á móts við Béarn, var þeirn boðið til hallar de Péguilin markgreifa, her- togans af Lautsun, þar sem einnig voru fleiri aðalsmenn, Monsieur Antoin de Caumont og de Lauzun hertogi. Angelique var nokkur for- vitni á að sjá þennan unga mann, sem var svo glæsilegur og svo skemmti- legur í viðræðum, að hann var álitinn skemmtilegasti og eftirsóttasti maðurinn við hirðina, eftir því sem d’Andijos markgreifi hafði sagt henni. Péguilin var núna í sinni heimabyggð vegna þess, að honum hafði lent saman við Mazarin kardinála. Út af hverju vissi enginn. Hann virtist þó ekki sérstaklega sorgmæddur yfir þessu, en sagði þeim hverja söguna annarri skemmtilegri. Þessi hvíld á ferðalaginu var góð og skemmtileg, og hjálpaði Ange- lique til þess að leiða hugann frá því, sem hún vildi ekki hugsa um. De Lauzun hertogi gat ekki á sér setið yfir fegurð Angelique: — Kæru vinir! hrópaði hann. — Méi* þætti gaman að vita, hvort gullna röddin missir ekki hæsta tóninn, þegar hann sér hana. Þetta var í fyrsta skipti, sem Angelique heyrði talað um gullnu rödd- ina. Hún spurði, hver það væri, og fékk þetta svar: —- Hann er mesti söngvarinn í Toulouse. Þér eigið eftir að sjá, að þér getið ekki staðizt heillandi rödd hans. Angelique lagði hart að sér, að sýnast glöð og kát, þótt hjarta henn- ar þyngdist stöðugt, eftir því sem þau nálguðust takmarkið. Kvöldið áður en þau komu til Toulouse/ gistu þau eina nótt í einni af höllum de Peyracs greifa. Angelique var stórhrifin af herbergjunum, þar sem jafnvel voru baðker úr mósaik. Margot snerist i kringum hana. Hún var hrædd um, að rykið og sólin hefðu gert hörund Angelique ennþá dekkra og hafði dálitlar, áhyggjur af hörundslitnum. Hún nuddaði hana upp úr smyrzlum og sagði henni að leggjast á dívaninn ,meðan hún nuddaði hana duglega og reytti síðan allt hár af líkama hennar. Það var mjög óviðeingandi fyrir dömu af háum stigum, að bera óþægilegan hárvöxt. En meðan Margot vann ötullega að þvi að gera líkama hennar fullkominn, gat Angelique ekki varizt þvi að finna til hræðslu. Hann skal ekki fá að snerta mig, hét hún sjálfri sér einu sinni enn. Heldur kasta ég mér út um gluggann. Næsta morgun steig hún í síðasta sinn upp í vagninn, sem átti að flytja hana til Toulouse. Hún var veik af eftirvæntingu og óvissu. D’ Andijos markgreifi settist við hliðina á henni. Hann var í ljómandi skapi, söng og malaði, hvað ofani i annað. Bn hún tók ekki eftir þvi. Allt í einu tók hún eftir því, að ekillinn hafði stöðvað hestana. Nokkru fyrir framan þau á veginum var fjöldi fólks og nokkrir menn á hest- um. — Við heilagan Severin! hrópaði markgreifinn og þaut upp úr sæt- inu. — Eg sé ekki betur en að það sé eiginmaður yðar, sem kemur þarna á móti okkur. Angelique fann að hún fölnaði. Þjónarnir opnuðu dyrnar. Hún neydd- ist til þess að stíga niður úr vagninum og niður á sendna götuna undir brennheitri sólinni. Himininn var asúrblár. Hópur barna í litskrúðugum klæðum hoppaði og velti sér á milli hestanna og riddaranna, sem voru klæddir í mjög skrautleg föt, með hvítar fjaðrir í höttunum. —- Prinsar ástarinnar! hrópaði markgreifinn og baðaði út höndunum. — Ah! Toulouse! Toulouse! Fólksfjöldinn vék til hliðar, til þess að hleypa hávöxnum manni i gegn. Hann var klæddur í rauða skikkju og studdist við hvítan fíla- beinsstaf. Þegar maðurinn nálgaðist, kom í ljós, að hann var haltur, og undir svartri hárkollunni sást andlit, sem var engu betra fyrir augað en göngulag hans. Djúpt örið náði frá vinstra gagnauganu niður á kinnina, yfir hálflokað augað. Varirnar voru þykkar og hakan nauðrökuð, en það var á móti tízkunni og gerði munninn ennþá afkáralegri. Þetta er ekki hann, bað Angelique með sjálfri sér. Góði guð, láttu þetta ekki vera hann! — Eiginmaður yðar, de Peyrac greifi, sagði markgreifinn. Hún hneigði sig djúpt, og um leið festust henni i minni hlægileg smá- atriði: demantsspennurnar á skóm greifans, sverðið og stóri hviti krag- inn, Einhver sagði eitthvað við hana og hún vissi ekki hverju hún svaraði. Trumbuslögin og trompetttónarnir rugluðu hana í ríminu. Þegar hún settist upp í vagninn aftur kastaði einhver vendi af rósum og fjólum i keltu hennar. — Blómin eru mesta gleðiefni manneskjunnar, var sagt mjúkri röddu. Til þess að þurfa ekki að horfa á þetta hræðilega andlit, hallaði Angelique sér yfir blómin. Nú kom borgin í Ijós með turna sína og veggi. Vagnalestin og fólks- fjöldinn hélt áfram eftir þröngum götunum og gegnum skuggaleg borg- arhlið. Heima í höll greifans var Angelique strax klædd í glæsilegan hvítan kjól, skreyttan með hvítu satíni. Spennurnar og sylgjurnar voru þaktar af demöntum. Meðan þjónustustúlkurnar klæddu hana, var henni boðin hresslng, því hún var orðin þurr í kverkunum af vegrykinu. Klukkan tólf hringdu turnklukkurnar, og hersingin lagði af stað til dómkirkjunnar, þar sem erkibiskupinn beið eftir brúðhjónunum. Þegar brúðhjónin höfðu meðtekið blessun sina, gekk Angelique ein láttu þetta ekki vera hann. fram kirkjuganginn, eins og siður var. Greifinn haltraði á undan henni og hávaxinn rauðklæddur líkami hans var henni jafn framandi og ó- viðfeldin, og það væri djöfuliinn sjálfur, sem var undin þessari rauðu skikkju. Fyrir utan dómkirkjuna var sem allir borgarbúar hefðu safn- azt saman til þess að missa ekki af hátíðahöldunum. Angelique fannst næstum ótrúlegt, að allt þetta væri vegna þess, að hún væri að giftast de Peyraa greifa. En allra augu mændu á hana. Það var fyrir henni, sem herramennirnir og þessar glæsilegu konur hneigðu sig og beygðu. I hallargarðinum hafði langborðum verið slegið upp. Fyrir utan hall- argirðinguna streymdi vínið, og fólkið á götunni fékk nægju sína að drekka. Aðalsfólkinu og framámönnum borgarinnar var boðið inn. Angelique sat milli erkibiskupsins og rauðklædda mannsins. Við hlið- ina á diskinum sá hún litið tæki úr gulli, sem minnti hana á heykvísl. Þegar hún litaðist varlega um, sá hún að flestir notuðu þetta til að lyfta kjötbitunum upp að munninum. Hún reyndi að gera eins, en eftir nokkrar árangurslausar tilraunir sneri hún sér að skeiðinni, sem lá við hliðina á pentudúknum hennar. Þetta hlægilega smáatvik jók enn á örvæntingu hennar og óvissu. Angelique ieið mjög illa innan um allann þennan iburð og flottheit. En meðfætt stolt hennar kom i veg fyrir, að hún léti það i ljósi. Þess- vegna brosti hún, og reyndi að finna eitthvað hlýlegt að segja við alla þá, sem ávörpuðu hana. Strangur klausturaginn hjálpaði henni nú til að sitja bein í baki og halda höfðinu hátt. Hinsvegar; gat hún ómögu- lega fengið sig til að Ííta á de Peyrac greifa, en veitti hinum borðherr- anum sinum, erkibiskupnum, þeim mun meiri eftirtekt. Þetta var mynd- arlegur maður á bezta aldri. Honum var létt um mál og hann hafði mjög köld, blá augu. Hann var sá eini gestanna, sem ekki virtist taka þátt í hinni almennu gleði. — Hvílíkt uppistand! En sá æsingur! andvarpaði hann og litaðist um. —• Þegar ég hugsa um alla fátæklingana, sem safnast saman fyrir ut- an hliðið hjá mér á hverjum degi, um alla sjúklingana, sem fá ekkert að borða, já, þá blæðir hjarta mitt. Leggið þér stund á góðgerðarstarf- semi, barnið mitt? —• Ég er nýkomin úr klaustrinu, yðar háæruverðugheit. En ég myndi gjarnan vilja leggja eitthvað af mörkum, undir yðar stjórn. Hann leit hvasst á hana og hló lágt. —■ Ég þakka yður, dóttir mín, e'n ég veit, að líf ungrar hallarfrúar er fullt af nýjum skyldum, sem uppfylla tíma hennar. Eg skal ekki trufla yður í því. E’r ekki fremsta viðfangsefni konunnar að öðlast tök á vilja eiginmannsins? Á vorum dögum, getur kærleiksrík og dugleg eiginkona, algerlega ráðið yfir manni sínum. Hann hallaði sér örlítið nær henni og bætti við, með örlítið lægri rödd: — En okkarl á milli, Madame, þér hafið sannarlega valið yður einkennilegan maka. Hef ég valið .... hugsaði Angelique kuldalega. Það svalaði heldur, þegar kvölda tók. Dansinn átti að byrja og Ange- lique dró andann léttara. Ég skal dansa alla nóttina, hugsaði hún með sjálfri sér. Ekkert á jörðinni getur fengið mig til þess að vera ein með honum eitt andar- tak .... Hún leit óstyrk á mann sinn. I hvert skipti, sem hún leit á hann, sá örið og dimm glampandi augun, fór henni að líða illa. Vegna hálf- lokaðs vinstra augans, var de Peyrac stöðugt hæðnislegur á svipinn. Nú hafði hann hallað sér aftur á bak í stólnum, og sett upp í sig brúna, litla stöng. Þjónn flýtti sér að koma með glóandi kol/ í töng og halda því fast upp að þessum brúna stöngli. — Monsieur, þér gefið svo sannarlega hræðilegt fordæmi! hrópaði erkibiskupinn, reiðilegur á svip. —i Ég álít, að tóbakið eigi heima í hel- víti. Ég sætti mig við það, þótt mér sé það á móti skapi, að þess sé neytt í dufti eftir fyrirmælum læknis. Þeir, sem reykja pípu, eru úrkast. Ég hélt ekki, að ég ætti eftir að sjá mann af háum stigum, nota tóbak á svo óviðkunnanlegan hátt. —• Ég á ekki pipu, og ég nota ekki neftóbak. Ég reyki samanvafin tóbaksblöð, eins og ég hef séð innfædda menn í Ameríku gera. — Þegar hægt er að gera hlutina á tvo vegu, þurfið þér endilega að finna þriðja veginn, sagði biskupinn fýlulega. — Og ég hef einmitt ný- lega tekið eftir annarri sérvizku hjá yður. Þér setjið hvorki pöddustein né hluta af einhyrningshorni í glas yðar, og þó veit hvert einasta manns- barn, að það er bezta vörnin gegn eitri. Jafnvel eiginkona yðar þekkir þetta gamla húsráð. Það er raunverulega þannig, að pöddusteinninn, eða hornmolinn, breytir lit, þegar hann kemst í snertingu við eitraða drykki. Samt notið þér þetta aldrei. Haldið þér, að ekkert geti bitið á yður — eða eigið þér enga fjandmenn? — Nei, yðar háæruverðugheit, svaraði de Peyrac greifi. Ég álít bara, að bezta ráðið til að verja sig gegn eitri, sé að láta líkamann venjast þvi. —■ Hvað meinið þér? —■ Ég á við, að á hverjum degU alla sina ævi, eigi maður að taka mjög lítið magn af einhverskonar eiturefnum. — Gerið þér það? hrópaði erkibiskupinn skelfdur. — Ég hef gert það síðan ég var mjög lítill. Yðar háæruverðugheit veit örugglega, að faðir minn lézt af eitri, þótt hann hefði lagt pöddu- stein, stóran eins og dúfuegg, i glasið sitt. Móðir mín reyndi að finna öruggt ráð til að tryggja líf mitt. Það var márískur þræll, sem kenndi henni þessa aðferð, að verja sig gegn eitri með þvi að, taka eitur. — Rök yðar bera alltaf með sér einhverja þverstæðu,' sem ég sætti mig ekki við, sagði erkibiskupinn og var áhyggjufullur á svipinn. — Frainhald á bls. 31. VIKAN 30. tbl. — 25

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.