Vikan


Vikan - 23.07.1964, Page 28

Vikan - 23.07.1964, Page 28
Bond sagði ekkert. Hvað ótti allt þetta að þýða? Hvernig gat þessi prófraun verið? Var möguleiki ó því að hann stæðist hana. Var möguieiki á því, að hann gæti kom- izt undan og nóð til stúlkunnar, áður en það væri of seint, jafnvel þó það væri ekki til annars en að drepa hana og forða henni frá frek- ari misþyrmingum? Þögull safnaði Bond saman öllu sínu hugrekki og herti hugann gagnvart óttanum við hið ókunna, sem nú þegar hélt hann kverkataki og einbeitti öllum huga sínum að því að komast undan. Einhvern veginn varð hann framar öllu öðru að halda þeim vopnum, sem hann hafði náð. Dr. No reis á fætur og gekk frá stólnum. Hægt fór hann í átt til dyra og snerist þar við. Djöfulleg svört augun horfðu á Bond. Dr. No lyftinu höfðinu örlítið meira. Rauð varastrikin lengdust. — Vérið nú duglegur, herra Bond. Hugsanir mínar, eins og þeir segja, verða með yður. Dr. No sneri aftur við og dyrnar lokuðust hægt á eftir honum. 17. kafli. Langdregið óp. Það var maður við lyftuna. Dyrnar voru opnar og biðu. James Bond gekk inn, Nú yar matsalurirrn auður. Hversu fljótt mundu verðirn- ir koma aftur og hefjast handa með að fjarlægja matarleifarnar og taka eftir því sem á vantaði? Lyftudyrn- ar lokuðust með hvissi. Lyftumaður- inn. stóð fyrir framan hnapparöð- ina, svo að Bond sá ekki a hvaða hnapp hann studdi. Þeir fóru upp. Bond reyndi að reikna út fjarlægð- ina. Lyftan nam staðar. Honum virtist, að þeir væru nú dýpra í fjallinu en herbergi þau sem honum og stúlkunni hafði verið vísað til í upphafi. Lyftudyrnar opnuðust, úti fyrir var ópússaður gangur þar sem steinveggirnar voru berir, að- eins með draugalegri, grárri máln- ingu. Gangurinn var tuttugu metr- ar á lengd. — Bíddu, Joe, sagði sá, sem hélt Bond, við lyftumanninn. — Ég kem strax aftur. Hann leiddi Bond eftir ganginum fram hjá dyrunum, sem voru merkt- ir með bókstöfunum í stafrófsröð. Þarna heyrðist daufur niður frá vélum og bak við eina hurðina fannst Bond hann heyra tifið í loftskeytatækjum. Það leit út fyrir að þeir væru í véladeild fjallsins. Þeir komu að dyrunum fyrir enda gangsins. Hurðin var merkf með stóru Q. Hún var í hálfa gátt og vörðurinn ýtti Bond inn um dyrnar. Hann kom inn í steinklefa sem var um fimmtán ferfet. Eins og gangur- inn var hann málaður í draugaleg- um, gráum lit. Þarna var ekkert inni annað en tréstóll og á honum lá, vandlega samanbrotið, svörtu strigabuxurnar og bláa skyrtan, sem Bond hafði verið í, þegar hann kom til eyjarinnar. Vörðurinn sleppti handleggjum Bonds. Bond sneri sér við og leit í Framhaldssagan 15. hluti breiðleitt, gult andlitið undir svörtu, hrokknu hárinu. Það var ekki laust við að það væri forvitni og ánægja í syndandi brúnum augunum. Mað- urinn hélt um hurðarhúninn. Hann sagði: — Jæja, Hérna er það, félagi. Þú ert við rásmarkið. Þú getur ann- aðhvort setið hérna og hugsað eða reynt að komast út eftir þeirri einu leið sem hægt er. Gangi þér vel. Bond fannst hann verða að reyna. Hann leit fram hjá verðin- um, þangað sem lyftumaðurinn stóð við opnar dyrnar og horfði á þá. Hann sagði lágt: — Hvernig mundi þér líka, að græða tíu þús- und dollara og farseðil til hvaða staðar í heiminum, sem þú vilt? Hann horfði í andlit mannsins. Munnurinn dreifðist í breiðu brosi, sem sýndu brúnar tennur slitnar af áralöngu nagi á sykurreyr. — Kærar þakkir, herra. Ég vil heldur lifa. Maðurinn byrjaði að loka dyrunum. Bond hvíslaði ákaf- ur: — Við getum komizt út úr þessu saman. Þykkar varir mannsins drógust saman. — Hættu þessu! sagði hann. Svo lokaði hann dyrunum með skell. Bond ypti öxlum. Hann leit á dyrnar. Þær voru úr málmi og það var ekkert handfang að innanverðu. Hann eyddi ekki kröftum í að kasta sér á hurðina. Hann sneri sér að stólnum, settist ofan á fötin sín og svipaðist um í klefanum. Veggirnir voru naktir, nema hvað i einu horninu, rétt undir loftinu, var loft- ræstingarrist úr sverum teinum. Gatið undir ristinni var breiðara en axlir hans. Það var greinilega leið- in út í hindrunargöngin. Eina glufan önnur á veggjunum var kýrauga með þykku gleri, sem var ekki stærra en höfuð Bonds, yfir dyrun- um. Ljósið frá ganginum þrengdi sér [ gegnum kýraugað inn ! klefann. Annað var ekki að sjá. Það var til- gangslaust að eyða meiri tíma þarna. Klukkan hlaut nú að vera um hálf ellefu. Fyrir utan, einhvers- staðar í fjallshlíðinni var stúlkan liggjandi og beið eftir þysnum frá kröbbunum. Bond beit á jaxlinn þegar hann hugsaði um Ijósan líkamann, sem lá útbreiddur undir stjörnunum. Hann reis á fætur. Hversvegna í ósköpunum sat hann kyrr? Hvað sem var hinum megin við ristina, það var kominn tími til að fara. Hann tók fram hnífinn og sígar- ettukveikjarann og kastaði af sér sloppnum. Hann klæddi sig í bux- urnar og skyrtuna og setti kveikj- arann f buxnavasann. Hann reyndi bitið í hnífnum á þumalfingursnögl- inni. Hann flugbeit. Þó yrði hann betri, ef hann gæti gert odd á hann. Hann kraup á gólfið og reyndi að brýna hann á steini. Eftir dýrmæt- an stundarfjórðung var hann á- nægður. Þetta var ekki rýtingur, en það var hægt að stinga með honum, ekki síður en höggva. Hann setti hnífinn milli tannanna og færði stólinn undir ristina og klifraði upp á hann. Ristin! Ef hann gæti rifið hana úr festingunum, gæti hann ef 23 — VIKAN 30. tbl.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.