Vikan - 23.07.1964, Page 29
til vill rétt rammann upp og gert
hann að spjóti. Það yrði þriðja vopn-
ið. Bond teygði sig upp með kreppta
fingur.
Það næsta, sem hann vissi, var
skerandi sársauki, sem flaug upp
eftir handlegg hans og í sama bili
fann hann til í höfðinu, þegar hann
skall á gólfinu. Hann lá og gat ekki
hreyft sig í fyrstu. í gegnum huga
hans þrengdi sér minningin um
bláan blossa og hvissið sem kom
þegar hann fékk rafmagnshöggið.
Bond reis upp á hnén og var
kyrr stundarkorn. Svo laut hann á-
fram og hristi höfuðið hægt eins og
sært dýr. Hann fann lykt af sviðnu
holdi. Hann lyfti hægri höndinni
upp að augunum. Það var rautt
brunasár þvert yfir fingur hans inn-
anverða. Hann fann til sársauka,
þegar hann sá það. Hann bölvaði
hressilega. Hægt reis hann á fætur
og gaut auga upp á ristina, eins og
hún myndi ráðast á hann. Ákveð-
inn [ fasi setti hann stólinn aftur
• upp að veggnum. Hann tók upp
hnífinn sinn, skar linda af sloppn-
um og batt upp höndina. Svo klifr-
aði hann aftur upp á stólinn og
leit á ristina. Hann átti að fara þar
í gegn. Rafmagnshöggið átti að
vera til þess að auðmýkja hann —
til þess að búa hann undir sárs-
auka þann, sem hann átti að þola.
Auðvitað hafði hann sprengt ör-
yggið fyrir þessum fjanda. Eða þá
að þeir hefðu tekið strauminn af.
Hann horfði aðeins andartak á rist-
ina, svo greip hann um hana með
vinstri hendi.
Ekkert! Alls ekkert — aðeins rist.
Bond andvarpaði. Hann fann að
það slaknaði á taugum hans. Hann
reif í ristina. Hún lét aðeins undan.
Hann rykkti aftur. Hún var laus.
Hann reif af henni rafmagnsvír-
ana og fór niður af stólnum. Jú,
það var hægt að nota rammann.
Hann hófst handa með að rétta
hann upp. Hann notaði stólinn fyrir
hamar og smám saman tókst honum
að gera sæmilegt spjót. Að vísu
var það ekki með oddi, en það
yrði hægt að nota það sem högg-
vopn á andlit og háls. Með því að
neyta allra sinna krafta og smeygja
járninu undir málmdyrnar, tókst
Bond að beygja annan endann [
klunnalegan krók. Hann mældi
spjótið við fót sér. Það var of langt.
Hann beygði skaftið tvöfalt og stakk
vopninu svo niður ! buxurnar. Nú
hékk það frá beltisstað og náði að-
eins niður að hné. Hann fór aftur
upp á stólinn og teygði sig tauga-
óstyrkur upp f lofttúðuna. Það var
énginn straumur á brúninni. Hann
lyfti sér upp og inn í túðuna og
lá á maganum og horfði eftir loft-
íjöngunum.
Göngin voru um það bil fjórum
tommum víðari en Bond var axla-
breiður. Þau voru eins og rör og
úr gljábrenndum málmi. Bond
seildist í kveikjarann og blessaði þá
hugmynd að reyna að stela honum.
Svo kveikti hann á honum. Jú, hann
virtist vera með nýjum kveik. Loft-
gangurinn var langur og sá ekki
til enda ! honum. Einu tilbrigðin
voru þar sem rörhólkarnir höfðu
verið soðnir saman. Bond stakk
kveikjaranum aftur ! vasann og ið-
aði sér áfram.
Þetta var auðvelt. Kalt loft frá
loftræstikerfinu blés framan [ hann.
Það var engin sjávarlykt [ þessu
lofti, það var sams konar lykt og
það, sem kemur úr loftræstikerfi.
Dr. No hlaut að hafa útbúið þessi
göng sérstaklega í þessum tilgangi.
Hverjar voru þær hindranir, sem
hann hafði sett í þessa leið, til
þess að reyna fórnarlömb s!n?
Þær hlutu að vera djöfullegar og
sársaukafullar — sérstaklega gerðar
til þess að eyðileggja mótstöðuaf!
fórnarlambsins. Við markið, ef hægt
væri að kalla það mark, myndi vera
coup de qrace — ef fórnarlambið
kæmist nokkurntíma svo longt. Það
yrði eitthvað endanlegt, eitthvað,
sem gæfi enga undankomuleið, þv!
í þessu hindrunarhlaupi væru engin
verðlaun veitt nema minnisleysi —
og Bond hafði hugboð um, að hann
kæmi til með að vera þakklátur
fyrir minnisleysið. Nema auðvitað
ef Dr. No hefði verið aðeins of
sniðugur. Nema hann hefði vanmet-
ið viljann til að komast af stað.
Það, hugsaði Bond, var hans eina
von — að reyna að þola hvað sem
fyrir hann mundi koma og komast
! gegnum síðustu hindrunina.
Framundan var örlítil skíma.
Bond nálgaðist hana varlega. Skiln-
ingarvitin þreyfuðu fyrir honum eins
og fálmarar. Það birti stöðugt. Ljós-
ið kom niður um göng sem komu
lóðrétt á þessi láréttu. Hann hélt
áfram þangað til höfuð hans snerti
málminn. Hann velti sér yfir á bak-
ið. Beint uppi yfir honum, uppi yfir
á að gizka fimmtíu metra háu lóð-
réttu röri var stöðugt Ijós. Þetta var
eins og að horfa eftir löngu byssu-
hlaupi. Bond mjakaði sér inn ! þetta
rör og stóð uppréttur. Svo hann
átti að klöngrast upp þessa hálu
og gljáandi málmpípu án minnstu
fótfestu! Var þetta mögulegt? Hann
þrýsti öxlunum að pípunni. Jú, þær
náðu út í hliðarnar. Með fótunum
gæti hann einnig náð örlítilli festu,
þó að þeir mundu renna, nema þar
sem pípan var soðin saman, þar
gæti hann ef til vill náð örlítilli
spyrnu og komizt eitthvað upp á
við. Bond nuddaði öxlunum utan í
pípuna og sparkaði af sér skónum.
Það þýddi ekkert að deila við dóm-
arann. Hann yrði að minnsta kosti
að reyna.
Hann tók að iða sér upp pípuna.
Ruggaði öxlunum á víxl út til hlið-
anna, lyfti fótunum eða rétti úr
hnjánum, þrýsti fótunum í málminn
hinum megin og þegar hann missti
fótfestuna og þyngdin þrýsti honum
niður aftur þurfti hann að beita
öllum vilja og afli til þess að spyrna
með öxlum og fótum til þess að
stöðvast. Hann þokaðist hægt upp
eftir. Aftur, aftur, aftur. Alltaf sama
hreyfingin. Stanza ! hvert skipti sem
suðusamsetningin gaf örlitla mis-
fellu og nota þennan millimeter af
aukahjálp til þess að kasta mæð-
inni áætla næstu skorpu. Ekki horfa
upp, aðeins hugsa um þessar tomm-
ur, sem myndu sigrast ! næsta á-
fanga. Ekki hafa áhyggjur af Ijós-
inu sem aldrei varð skærara eða
nálgaðist. Hafðu ekki áhyggjur af
að renna alla leið og brjóta ökkl-
ann eða jafnvel fæturna, leggina og
lærin á botni ganganna.. Ekki hafa
áhyggjur af þv! að fá krampa.
Hugsaðu ekki um vöðvana sem æpa
af þreytu og blöðrurnar á öxlun-
um og fótunum. Aðeins um þessar
gljáandi tommur sem hægt var að
sigrast á einni og einni í einu.
En þá fór hann að svitna á fót-
unum og renna. Tvisvar rann hann
að minnsta kosti meter áður en
axlir hans, dauðsárar af nuddinu,
gátu stöðvað hann. Að lokum varð
hann að nema alveg staðar til
þess að láta svitann þorna í vind-
gustinum, sem stöðugt stóð niður
pípuna. Hann beið í fullar tíu mín-
útur og starði á daufa spegilmynd
sjálfs sín ! gljáandi málminum,
hvernig andlit hans skiptist í tvennt
af hnífnum sem hann hafði milli
tannanna. Ennþá neitaði hann sér
um að líta upp til þess að sjá hvað
hann ætti langt eftir. Það gæti orð-
ið honum ofraun. Gætilega þurrkaði
hann hvorn fót fyrir sig upp við
buxurnar á hinum fætinum og mjak-
aði sér svo á stað aftur.
Nú var hálfur hugur Bonds !
draumi, meðan hinn helmingurinn
barðist. Hann vissi ekki einu sinni
af því, að vindurinn varð meiri og
Ijósið skærara. Hann sá sjálfan sig
eins og særðan maðk, sem var að
reyna að klifra upp niðurfallsrörið
í áttina að ristinni ! baðkerinu. Hvað
mundi hann sjá, þegar hann næði
að gægjast upp í baðkerið? Nakta
stúlku sem væri að þurrka sig?
Mann sem væri að raka sig? Sól-
skinið sindra gegnum opinn glugga
inn í autt baðherbergi?
Bond rak höfuðið ! eitthvað.
Tappinn var ! baðkerinu! Vegna
vonbrigðanna rann hann um meter
niður eftir rörinu, áður en hann
gat stöðvað sig. Svo áttaði hann
sig. Hann var kominn upp. Nú sá
hann bjart Ijósið og fann, hvað
vindurinn var sterkur. Ákafur en
með enn meiri gætni iðaði hann
sér upp aftur, þangað til hann rak
höfuðið !. Vindurinn kom ! hægra
eyra hans. Varlega sneri hann
höfðinu. Þarna voru önnur lárétt
göng. Yfir hann skein Ijósið gegnum
kýrauga af sömu gerð og það sem
hafði verið niðri í klefanum. Allt,
sem hann varð að gera, var að iða
sér að þessu nýja röri, grípa í
brúnimar og einhvernveginn að fá
orku til þess að troða sér inn ! það.
Þá gæti hann lagzt niður.
Með sérstakri gætni og ótta um
það, að nú gengi eitthvað úrskeiðis,
að hann gerði einhver mistök og
hlammaðist aftur niður gegnum píp-
una, iðaði hann sér þennan hálf-
hring og tókst með því að neita
síðustu krafta inn í opna pípuna
og leggjast endilangur með andlitið
niður.
Seinna — hversu miklu seinna?
— opnuðust augu Bonds og það
fór skjálfti um líkama hans. Kuld-
inn hafði vakið hann af þeim
draumlausa dvala er hann féll í,
þegar hann komst inn í þetta lá-
rétta rör. Meo erfiðismunum velti
hann sér yfir á bakið. Hann fann
óbærilegan sá,rsauka ! fótum og öxl-
um. Hann lá kyrr og reyndi að
safna líkamlegum og sálarlegum
kröftum. Hann hafði ekki minnstu
hugmynd um, hvað klukkan væri,
eða hvar hann væri inni ! fjallinu.
Hann lyfti höfðinu og leit aftur á
kýraugað yfir gapandi pipunni, sem
hann hafði skriðið upp um. Ljósið
var gulleitt, og glerið virtist mjög
þykkt. Hann minntist kýraugans !
herbergi Q. Það hafði virzt óbrjót-
anlegt og hann gat sér til, að það
væri sama sagan með þetta.
Allt í einu sá hann hreyfingu bak-
við glerið. Hann horfði á þetta og
sá augu birtast hinum megin við
glerið. Þau staðnæmdust og litu á
hann og Ijósið skein gult yfir aug-
unum. Þau störðu forvitnislega á
hann um stund og svo voru þau
horfin. Bond lét skína ! tennurnar.
Svo að það var fylgzt með ferðum
hans, og án efa fékk Dr. No skýrslu
jafnóðum!
Hann opnaði munninn og sagði
upphátt með tilfinningu: — Til hel-
vítis með þá alla. Syo velti hann
sér aftur yfir á magann. Hann lyfti
höfðinu og leit áfram. Göngin lágu
áfram inn í myrkrið. Áfram! Það
þýddi ekkert að hika. Hann tók upp
hnífinn sinn, stakk honum milli
tannanna og iðaði sér áfram.
Bráðum sást engin skíma lengur.
Bond nam við og við staðar og
kveikti á kveikjaranum, en það var
ekkert nerna myrkrið framundan.
Loftið varð heitara í göngunum og
um það bil fimmtíu metrum lengra,
mjög heitt. Það var hitalykt af loft-
straumnum. Bond tók að svitna.
Áður en langt um leið var hann
rennvotur af svita og varð að nema
staðar á fárra minútna fresti til
þess að þurrka úr augunum. Svo
kom hægri handar beygja á göng-
in. Þegar hann kom fyrir hana voru
göngin brennheit viðkomu. Hitalykt-
in var mjög sterk. Svo kom önnur
beygja til hægri. Um leið og hann
hafði iðað höfðinu fyrir hana, dró
hann harðhentur fram kveikjarann,
kveikti á honum og flýtti sér svo
aftur fyrir beygjuna og lá þar móð-
ur og másandi. Beiskur í huga skoð-
aði hann næstu hindrun, velti henni
fyrir sér og bölvaði henni. Næsta
þolraun var hiti!
Hann stundi upphátt. Hvernig
mundi særður líkami hans stand-
ast hitann? Hvernig gat hann var-
ið hörund sitt fyrir heitum málmin-
um? En hann gat ekkert gert. Hann
gat annað hvort farið til baka, ver-
ið kyrr þar sem hann var, eða hald-
ið áfram. Ekkert annað kom til
greina. Og í rauninni kom ekki
nema eitt af þessu til greina. Þessi
hiti mundi ekki eiga að drepa að-
eins slæfa. Þetta var ekki endan-
legi aftökustaðurinn, aðeins ein
Pramhald á bls. 47.
VIKAN 30. tbl. — 29