Vikan


Vikan - 23.07.1964, Side 34

Vikan - 23.07.1964, Side 34
Ef þjer eruð farfn að hugsa fyrir sumarferðalaginu þá Bituð þjer að alhuga að það er auðveldara nú en áður al velja matinn. Hinar Ijúffengu Honigs vörur eru á boðsfólnum í næsfu búð. T.d. Honigs Júlienna súpa í pökkum, súpuleningar, sem gera má úr einn hinn Ijúffengasfa drykk á svipsfundu. — Makkarónur og búðingsmjöl. — Allf fyrsja ilokks vörur. HEILDSÖLUBIRGÐIR: Eggert Kristjánsson & Co. h.f. þátt í öllum samkomunum. Hann gekk frá einum til annars. Og Ange- lique undraSist mjög, hversu nærvera hans virtist lífga viðstadda. Hún fór aS venjast við að horfa á hann, og ógeð hennar minnkaði. Án efa hefur tilhugsunin um það, að hann myndi krefjast líkama hennar, verið ástæðan til þess, hve mjög hún var hrædd í fyrstu. Þegar hún hafði verið róuð á því sviði, varð hún að viðurkenna fyrir sjálfri sér, að fólk laðaðist að þessum lýtta manni, og þegar hann talaði, var hann oftast léttur í máli og spaugsamur. Gagnvart henni var hann kurteislega kærulaus og virtist varla sjá hana. Hinsvegar leið varla sá dagur, að hún fyndi ekki einhverja gjöf i herberginu sínu, sjal eða skartgrip, nýjan kjól, nýtt húsgagn, sætindi og blóm. Allt þetta var valið af mikilli smekkvísi, og þetta var lúxus, sem ruglaði hana í ríminu. Hún vissi ekki, hvernig hún átti að auð- sýna greifanum gleði sina yfir gjöfunum, sem hann gaf henni. Þegar henni fannst hún þurfa að segja eitthvað við hann, gat hún ekki fengið sig til að líta framan í hann, heldur varð andstutt og fór að stama. Dag nokkurn fann hún I herberginu sínu, rautt járnbent skrín. Þegar hún opnaði það, kom í ljós glæsilegasta demantshálsmen, sem sem hún hafði nokkurntímann séð. Með titrandi höndum stóð hún og horfði á það, fullviss um, að ekki einu sinni drottningin ætti nokk- uð slíkt, þegar hún heyrði haltrandi fótatak manns síns nálgast. Án þess að hugsa sig um, stökk hún á móti honum og augu hennar glömpuðu. — Svona fallegt hálsmen! Hvernig á ég að þakka yður, Monsieur? Gleði hennar hafði sent hana full hratt á móti honum, og hún stökk næstum á hann. Kinn hennar snart jakkaermi hans og stálharður hand- leggur greip um hana, svo hún ekki dytti. Andlitið, sem skelfdi hana, kom svo nærri henni, að bros hennar hvarf. Hún hörfaði og réði ekki við, hvað hún skalf. Joffrey de Peyrac lét handlegginn falla og( sagði kuldalega: — Þakka mér? þvi þá það? Gleymið því ekki, að þér eruð eiginkona de Peyrac greifa. Þar af leiðandi verðið þéí að vera fegursta og bezt klædda konan í Toulouse, og sú, sem mest á af skartgripum. Þér þurf- iö ekki að þakka mér fyrir neitt, Madame. Joffrey de Peyrac minnti hana ekki á rétt sinn yfir henni nema við einstök tækifæri, eins og þegar þau voru á dansleik hjá landsstjór- anum eða einhverjum af helztu embættismönnum staðarins, þar sem brýna nauðsyn bar til, að Madame de Peyrac skartaði sínu bezta. Þá kom hann þegjandi og hljóðlaust inn í herbergi hennar, og sat við snyrtiborðið og horfði á, meðan hún klæddi sig. Hann hjáípaði Margot eða herbergisþernunum, með því að segja þeim til endrum og eins. Ekkert smáatriði fór fram hjá honum. Þegar glæsileiki konunnar var annars vegar, var enginn honum fremri. Angelique undraðist, hvað eftir annað gáfulegar athugasemdir hans. Þar sem hún var mjög fús á að verða fín og virðuleg frú, lagði hún hvert orð hans á minnið við þessi tækifæri. Á þeim andartökum gleymdi hún ógeði sinu og hræðslu. Á næstu mánuðum tók hún eftir því, að Joffrey de Peyrac eyddi miklu fleiri gullhömrum á aðrar konur en sína eigin, og konurnar virtust keppast um að verða gullhamra hans aðnjótandi. —• Þetta er Höll hinna glöðu vísinda, sagði greifinn við hana, dag nokkurn. — Frá öllum hlutum Frakklands, og jafnvel frá öðrum lönd- um kemur fólk til Toulouse. Látið þessvegna ekki öll þessi óþekktu andlit, sem koma og fara í höllinni, valda yður áhyggjum. Ef þau trufla yður, getið þér alltaf horfið aftur til hallarinnar við Garonne. En Angeíique langaði ekkert til að einangra sig. Hún var smám- saman að falla inn í umhverfið. Eftir að hafa fyrst litið niður á hana, komust margar frúrnar á þá skoðun, að hún væri gáfuð og skemmtileg, og buðu hana velkomna í sinn hóp. Hin velheppnuðu samkvæmi, sem greifinn hélt í höllinni, sem einnig var hennar, höfðu vakið hjá' henni ósk um að fá að vera með við skipulagningu þeirra. Hún sást á þönum milli eldhússins og trjágarðanna, ofan úr risi og niður í kjallara, og svertingjarnir hennar þrír, sem voru þjónar hennar, fylgdu henni eftir. En af negraþjónum greifans, var það aðeins Kouassi-Ba, sem hafði áhrif á Angelique. Þegar hún sá þennan svarta risa, langaði hana mest til þess að fela sig. Samt var hann góðlegur og kurteis. Hann vék aldrei frá hlið de Peyrac greifa, nema þegar hann hélt vörð fyrir utan dyrnar inn í dularfullu álmuna, fjarst í höllinni. Þangað inn hvarf greifinn á hverju kvöldi, og stundum jafnvel á daginn. Angelique efaðist ekki eitt andartak um, að þarna inni voru krukkurnar og flöskurnar, sem Henric hafði sagt Fantine frá. Hún var forvitin, og hana langaði að fara inn að skoða, en hún þorði það ekki. Það var einn af gestunum, sem að lokum veitti henni innsýn inn í þennan dularheim, og kynnti um leið betur fyrir henni sérkennilegan persónuleik eiginmanns henn- ar. 15. KAFLI. Gesturinn kom, og það sá ekki í hann fyrir ryki. Hanni var á hesti, og kom frá Lyon um Nimes. Á þýzku, sem Angelique kunni nokkurn veginn, kynnti greifinn þennan ókunna mann: — Prófessor Bernalli frá Genf gerir mér þann stóra heiður, að koma hingað, til þess að ræða um vísindaleg vandamál, sem við höfum nú um áraraðir skrifast á út af. Maðurinn hneigði sig með miklum glæsibrag, og lét þess getið, að svona falleg, ung kona, myndi áreiðanlega ekki hafa áhuga á þeim tölum og töflum, sem hann væri mest heima í. En Angelique bað um, að fá að vera viðstödd samtal þeirra. Til þess að trufla ekki, settist hún í gluggaskotið, þar sem hún gat horft út yfir hallargarðinn. Þar sat hún með handavinnuna sina og hiustaði á mennina tvo, sem sátu fyrir framan eldstæðið. Joffrey de Peyrac virtist jafn lipur og óþvingaður, og þegar hann ræddi við nokkrar konur um nýorta sonnettu. Óþvinguð framkoma hans stakk mjög í stúf við fas prófessors Bernalli. Hann sat teinréttur á brúninni á stólnum sínum. — Ég freistast næstum til að halda, að þér séuð ekki með öllum mjalla, sagði Italinn einu sinni. — En samt er eitthvað inni í mér, sem samþykkir í rauninni það, sem þér segið. En farið gætilega, vinur minn! Eg hef sjálfur verið álitinn villutrúarmaður, og hef neyðzt til 34 VIKAN 30. tbl.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.