Vikan


Vikan - 23.07.1964, Side 36

Vikan - 23.07.1964, Side 36
Augniiárariæping STIMULANT POUR LES CILS. „LANCASTER Eyelash Cream". Hvetur vöxt augnaháranna, þannig að þau lengjast og bogna fagurlega. Engin óþægindi eru því fylgjandi að nota þennan áburð, vegna þess að hann er búinn til úr hreins- uðum olíutegundum og hrindir frá sér vatni. /AN^ASTER ÚTSÖLUSTAÐIR. — REYKJAVÍK: Tíbrá, Gjafa- og snyrtivörubúöin, Orion, Holts-Apótek, Tjarnar- hárgreiöslustofan. — AKUREYRI: Verzlunin Drífa. HEFIR VIÐLEGUÚTBÚNAÐINN OG VEIÐISTÖNGINA í SUMARFRÍIÐ. TJÖLD, 2ja og 5 manna, fró kr. 1490,00 — SVEFNPOKAR fró kr. 650,00 - TEPPASVEFNPOKAR úr nylonefni - VINDSÆNGUR úr plasti fyrir unglinga á kr. 248,00 - POTTASETT OG MATARÍLÁT í tösku 2ja, 4ra og 6 manna - FERÐAGASPRIMUSAR---FERÐATÖSKUR í úrvali. PÓSTSENDUM Kjörgarði — Laugaveg 59 þess að leita skjóls í Sviss. Og hvað getur þá ekki komið fyrir yður. — Bah! svaraði greifinn léttilega. Ég reyni ekki að sannfæra neinn, sem ekki hefur vísindaáhuga, og ekki skilur mig. Ég hef ekki einu sinni löngun til þess að gera árangurinn af vinnu minni opinberan. Ég sýsla aðeins við þetta mér til gamans. Ég lifi rólegu lífi hér i höllinni minni, svo hver ætti að koma til þess að gera mér óleik? — Valdið er allsstaðar, svaraði Bernalli, og litaðist um. Einmitt í þessari andrá fannst Angelique hún heyra dauft hljóð, og fékk það á tilfinninguna, að forhengi fyrir einum dyrunum hefði hreyfzt. Frá þeirri stundu hlustaði hún aðeins á samtal mannanna með öðru eyranu. Augnaráð hennar hvikaði ekki af andliti de Peyrac. Augu hans lýstu, og Angelique hlýnaði um hjartaræturnar. Þegar Bernalii fór, til þess að hafa fataskipti fyrir miðdegisverðinn, lokaði Angelique glugganum. De Peyrac reis á fætur og kom út í gluggaskotið, þangað sem kona hans sat. — Þér eruð mjög fögur, Madame. — Sofnuðuð þér, meðan þér hlust- uðuð á okkur? —• Nei, ég var þvert á móti mjög áhugasöm, svaraði Angelique lágt, og í fyrsta skipti hvikaði hún ekki undan augnaráði hans. — Ég vil ekki halda því fram, að ég hafi skilið allt, en ég verð að viðurkenna, að mér þykir meira gaman að svona umræðum, en vaðlinum í fínu konunum. Joffrey de Peyrac setti annan fótinn upp i gluggakistuna og horfði rannsakandi á Angelique. — Þér eruð óvenjuleg kona, sagði hann. —■ Ég hef notað allskonar brellur, til þess að komast yfir þær konur, sem ég hefi haft áhuga fyrir, en ég hef aldrei látið mér detta í hug, að nota til þess reiknings- kúnst. Framhald, í næsta blaöi. Öll réttindi áskilin — Opera Mundi, Paris. ÉG FÉLL FYRIR B0RÐ Framhald af bls. 21. hefði fallið fyrir borð. Til þess að merkja staðinn, hentu þeir ijósbauju með björgunar- belti fyrir borð. Það var mögu- leiki, að vélstjórinn sæi hana, ef hann væri enn ofan sjávar í nágrenninu. Lítill möguleiki að vísu. Síðan sigldu þeir fram og aftur um staðinn, í leit að manninum. Franz Strycharczyk hélt á- fram að berjast við höfuðskepn- urnar. Hann vissi, að krafltar hans voru að þverra. Öldurnar færðu hann sífellt í kaf. Regnið dundi á höfði hans, og það var mjög kalt, borið saman við sjó- inn. Hann fékk skjálftaköst. Liðamót hans tóku að stirðna, og hann óttaðist, að þau yrðu al- stirð, áður en langt um liði. Sjór- inn olli honum ógleði og hann kastaði upp. Það var erfitt að bæta þeirri áreynzlu ofan á allt annað. Bráðum gæti hann ekkert gert — nema að biðjast fyrir. Um borð í Fredriksburg tók Przytulla skipstjóri ákvörðun sína: — Við komumst að þeirri niðurstöðu, sagði hann síðar, — að enginn maður án björgunar- beltis gæti eftir tíu klukku- stundir verið lifandi í þessu róti. Svo við snerum við aftur og héldum ferðinni áfram. En hann hafði rangt fyrir sér. Franz Strycharczyk sá Freiburg. — Ég vissi, að þetta var Frei- burg, og skipið stefndi beint á mig. Ég hrópaði, kallaði — meira að segja gelti eins og hundur. En það var tilgangslaust. Þeir gátu ekki heyrt til mín í þess- ari fjarlægð. Svo beygði skipið til stjórnborðs þegar það átti eftir fjögur til fimmhundruð metra til mín. Þá fór ég að hugsa: Hvað hafði fjölskylda mín gert, 'til að verð- skulda þetta? Faðir minn fórst í kolanámuslysi í Ruhr þrem mán- uðum áður en ég fæddist. Hvers vegna þurfti moðir mm nú að þola þetta líka? Hvers vegna átti ég að deyja svona ungur? Ég hugsaði um stúlkuna mína. Hvernig hún tæki dauða mínum — hvort hún yrði sorgbitin. Ég vissi, að ef þeir fyndu mig ekki yfir daginn, myndi ég aldrei lifa af næstu nótt. Ég hélt áfram að hugsa um marga hluti, en efst í mér var samt aðeins eitt: Að halda áfram að synda. Tíminn leið, án þess ég gerði mér beina grein fyrir því. Allt í einu sá ég skip. Það stefndi beint á mig. Ég vissi, að það var nú eða aldrei, þetta var síðasta tækifærið. Mér flaug í hug, að þeir myndu ekki sjá mig, en tók mig á til að vera rólegur. Skipið hvarf aftur og aftur í stórar öld- urnar. Þegar það var um fimm hundruð metra frá mér, sveigði það örlítið á stjómborð, en að þessu sinni ætlaði ég ekki að láta það sleppa, eins og Freiburg. Ég tók á öllu sem ég átti og synti af öllum kröftum. Um 80 metra frá skipinu hætti ég að synda og fór úr nærbuxunum. f hvert sinn, sem aldan lyfti mér upp, veifaði ég þeim í hálf- hring. Ég var enn of langt frá, til þess að ég gæti látið til mín heyra. En ég vonaði, að varð- maðurinn tæki eftir því, sem var óvenjulegt á sjónum. Ég veifaði ekki, þegar ég var í öldudal, en sparaði kraftana þangað til mér var aftur lyft. Ég sá varðmann- inn í brúnni. Og loks, þegar ég hafði veifað aftur og aftur, sá ég að allir voru komnir út í aðra hliðina á brúnni. Þeir bentu í áttina til mín. Ég vissi, að mér var borgið. Þeir renndu hægt upp að mér og hentu bauju með línu, þegar þeir voru komnir nógu nærri. Um miðskipið breiddu þeir net á síðuna. Ég svamlaði að bauj- unni og hélt mér í hana, meðan þeir drógu hana hægt að skip- inu. Tveir sjómenn köstuðu sér í sjóinn og hjálpuðu mér upp. Á þilfarinu voru margar hend-

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.