Vikan


Vikan - 23.07.1964, Side 41

Vikan - 23.07.1964, Side 41
Helzti gallinn á hinum al- menna, íslenzka ökumanni er sá, að hann ekur eins og hann sé einn í heiminum. Ég hef oft orð- ið vitni að því á umferðargöt- um, þar sem ekki er hægt að komast fram úr, að einhverjum þóknast að aka löturhægt, vegna þess að ökumaðurinn er ef til vill að skoða i búðarglugga eða virða fyrir sér vegfarendur. Svo safnast fljótt röð á eftir þess- um einstaklingshyggjumanni og sumir gera nokkrar árangurs- lausar tilraunir til að komast framúr. Allt í einu á svo þessi sami einstaklingshyggjumaður það svo til að „slá i“ og er þá þotinn á undan á 60—70 km hraða. Margir eldri menn svo og ut- anbæjarbílstjórar, sem eru rag- ir í umferðinni, aka gjarna með svona lest á eftir sér og þá mjög oft sem næst miðju veg- arins eða götunnar, svo erfitt verður að komast framúr fyrir þá, sem vilja halda eðlilegum hraða. Á Hafnarfjarðarvegi ger- ist það oft, að menn gefast upp á þvi að cyða öllum matartim- anum i það að lóna á eftir þess- konar óhæfum ökumönnum og grípa þá ef til vill liæpin tæki- færi til framúraksturs. Af þessu skapast stórkostleg hætta og mörg slys hafa orðið af þessum orsökum, en sjálfur sökudólg- urinn hefur ekið áfram með sínum svifaseinu viðbrögðum og ekki fengið svo mikið sem á- minningu. í 37. grein umferðar- laganna er skýrt og greinilega tekið fram, að vegfarendum sé skylt að trufla ekki né tefja að óþörfu aðra vegfarendur og valda eigi þeim eða öðrum, sem búa eða staddir eru við um- ferðarleið, hættu eða óþægind- um. Sér á parti eru svo hinir dæmigerðu þjösnar, sumir þeirra viðfrægir, sem stjórna fyrirferð- armiklum ökutækjum á þjóð- vegunum og iðka það að hleypa engum fram úr. Margir hugsandi menn um þessi mál, eru þeirrar skoðunar, að ökukennarar eigi einhverja sök að máli, en þeirra vinnu- brögðum er ég fremur ókunn- ugur og skal engan dóm leggja á það hér. Víða um heim og sérstaklega i liinum elztu borgum Evrópu, cr umferðin að verða mikið vandamál. Bílunum fjölgar dag frá degi og göturnar voru byggð- ar fyrir umferð hestvagna og gangandi fólks, en ekki bilaum- ferð. Samt sem áður er ekki hægt annað en að dást að því í borg eins og Briissel, þar sem götur eru afar þröngar og gaml- ar, hversu mikið magn umferð- ar kemst í gegnum göturnar á minútu liverri. Þegar heim er komið frá þessum borgum, þá verður víst flestum starsýnt á umferðina hér fyrstu dagana, unz hún verður hluti af hvers- dagsleikanum. Og þá kemst mað- ur ekki hjá því að spyrja sjálf- an sig: Hversvegna? Já, livers- vegna í ósköpunum gengur þetta svona silalega, svona óákveðið og fálmandi? Að einhverju leyti ætti svarið að vera fólgið i því, sem hér er talið upp að framan og ugg- laust eru orsakirnar fleiri. Það er nauðsynlegt að gera sér grein fyrir þeim, ef á að komast fyrir meinsemdina. Við þá alþingis- menn, sem eiga eftir að fjalla um umferðarlögin, vildi ég að endingu segja þetta: Spyrjið ekki aðra menn um ábyrgð, þið ber- ið hvort sem er enga ábyrgð á ákvörðunum ykkar. Enginn krefst svo mikils af ykkur. Reynið heldur að gera eitthvað, sem talizt gæti í ætt við heil- brigða skynsemi. GS. MINNI EÐA MERK- INGAR Framhald af bls. 13. stöövuð og jafrwel skilin eftir þannig, að þau loki annarri ak- reininni nema á smákafla gegnt þjóðminjasafninu. Eina ákvæðið, sem kemur i veg fgrir, að heimilt sé að loka þcim báðum með því að leggja á þeim hlið við hlið, er það ákvæði i umfer&arlögun- um, að ekki megi leggja bilum samsiða, og það verða, menn að gegma i minni sinu. Eins og er, getur enginn sagt neitt við þvi, þótt annarri akreininni sé lok- að á þennan hátt, og hættunum boðið heim með vafasömum ak- reinaskiptingum. Á sama vegarspotta eru engar merkingar, sem banna mönnum að beggja af gtri akrein út af götunni til hægri. Sú regla verð- nr að bgggjast á minni. Og hvernig er með þessa gömlu góðu reglu, sem viðast lwar er enn i gildi: Varúð til vinstri? Fgrir hana er fjári erfitt að setja upp merki. Af þessu má vera Ijóst, að það er alls ekki hægt að aka eftir öðru hvoru einu saman, og búast við trgggri og snuðrulausri umferð: Minni eða merkingum. Þetta verður hvort tveggja að haldast í hendur. Menn verða að hafa minnið i lagi, og nota það við akstur, þótt að sjálfsögðu verði að krefjast þess, að merkingar séu hafðar i góðu lagi og tvimælalausar, þar sem hægt er að koma þeim við, og skilgrðislaust verðnr að krefj- ast þess, að merkingar, sem fela i sér bregtingar á aksturs- lagi, hvar sem er i borginni, séu auglgstar á áberandi hátt á þeim vettvangi, þar sem ætla má að sem allra flestir taki eftir þeim. En nú er ekki nóg að hafa merkingar. Það verður líka að Dctglega umgangist Þér fjölda fólks BRAGÐ OG BÆTIR RÖDDINA. Framleittmed einkaleyfhLINDAh.f. Akureyri BYÐUR FRISKANDI VIKAN 30. tbl. —

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.