Vikan - 23.07.1964, Side 48
LIUJU LILUU LILUU
erct er (xclCL clcLg.cc téttcL
FÁST í VERZLUN UM UM LAND ALLT
ÖLUUMBOÐ: ÁSBJÖRN ÓLAFSSON HEILDVERZLUN - SAMBAND ISLENZKRA SAMVINNUFELAGA
S
Jæja, þá. Áfram með það. Látum
okkur sjá....
Bond tók fram hnífinn sinn og
skar allan frampartinn af skyrtunni
sinni og risti í renninga. Eini
möguleikinn var að vefja eitthvað
um þá hluta líkamans, sem yrðu
að vera í mestri snertingu við málm-
inn, hendurnar og fæturna. Hné
hans og olnbogar yrðu að láta
sér duga einfalt lag af fötum. Með
þreytulegum handbrögðum hófst
hann handa og tvinnaði saman
blótsyrðunum.
Nú var hann tilbúinn. Einn, tveir
og þrír!
Hann beygði fyrir hornið og
tróðst inn í hitamettaða pípuna.
Haltu nöktum kviðnum frá píp-
unni! Reyndu að draga axlirnar
saman! Hendur, hné, tær. Hendur,
hné, tær. Hraðar, hraðar! Þú verður
að fara svo hratt að hver snerting
við málminn taki sem allra minnst-
an tíma.
Hnén urðu verst úti, þau urðu að
þola mestan hluta þyngdar Bonds.
Nú voru hendurnar að renna sund-
ur. Þarna kom sprunga, þarna önn-
ur og rautt blóðið rann úr þeim.
Reykurinn, sem myndaðist þegar
blóðið snerti heitan málminnn sveið
Bond í augun. Guð minn almáttug-
ur, hann gat ekki meir! Þetta var
alveg loftlaust. Lungu hans voru að
bresta. Nú komu neistar undan
höndum hans þegar hann setti þær
niður. Hörundið hlaut að vera búið.
Þá myndi kjötið sviðna. Bond
kipptist til og særð öxl hans snerti
málminn. Hann rak upp óp. Hann
hélt áfram að æpa með reglulegu
millibili í hvert skipti, sem hönd
hans, hné eða tá snertu málminn.
Nú var hann búinn að vera, þetta
voru endalokin. Nú mundi hann
detta og smám saman stikna til
dauða. Nei! Hann varð að halda
áfram æpandi þangað til allt hold
væri brunnið af beinum hans. Hné-
skeljarnar hlutu nú þegar að vera
orðnar holdlausar. innan tiðar færi
hörundið á höndunum sömu leið.
Aðeins svitinn, sem rann niður eftir
handleggjum hans hélt umbúðun-
um um hendurnar rökum. Oskra,
æpa, öskra! Það dregur úr sársauk-
anum. Þá veiztu, að þú ert lifandi.
Áfram! Áfram! Þetta getur ekki stað-
ið miklu lengur. Þú átt ekki að
deyja hér. Þú ert ennþá lifandi.
Gefztu ekki upp! Þú getur ekki gef-
izt upp.
Hægri hönd Bonds hitti eitthvað,
sem lét undan. Svo kom straumur af
ísköldu lofti. Svo rakst hin hönd
hans í, svo höfuðið. Svo kam ör-
lítill skellur. Bond fann neðri brún
asbestloku í pípugöngunum skafast'
niður eftir baki sínu. Hann var kom-
inn í gegn Hann heyrði lokuna
skella aftur. Hendur hans snertu
veggi. Hann þreifaði fyrir sér í
báðar áttir. Þetta var beyja til
hægri. Líkaminn fylgdi í leiðslu
veggnurn fyrir hornið. Kalt loftið var
eins og dögg í lungun. Hann lagði
fingurna á málminn. Hann var
kaldur! Með stunu féll Bond á and-
litið og lá kyrr.
Nokkru síðar rankaði hann við
sér aftur vegna sársaukans. Hann
velti sér yfir á bakið. Eins og í
leiðslu tók hann eftir upplýstu kýr-
auganu fyrir ofan sig. Eins og í
leiðslu sá hann augun, sem störðu
á hann. Svo leyfði hann svörtum
öldum minnisleysisins að taka sig á
ný.
Smám saman myndaðist skurn
yfir sárin á hörundi hans. Svitinn
gufaði upp af líkamanum og tötr-
arnir þornuðu. Svalt loftið þrengdi
sér ofan í yfirhituð lungun og end-
urnærði krafta Bonds. Hjartað hélt
stöðugt áfram, sterkt og jafnt, innan
í þessu skemmda umslagi og nýjar
birgðir súrefnis og hvíldar blésu
nýju lífi í æðar og taugar.
Eilífð leið áður en Bond vakn-
aði. Hann skalf. Þegar augu hans
opnuðust og mættu öðrum augum
sem störðu handan við glerið, greip
sársaukinn hann á ný. Hann bjóst
við að deyja á stundinni. Hann
reyndi að hreyfa sig aftur og aftur,
þangað til hann vissi að hann gat
það. Svo velti hann sér yfir á mag-
ann og tók á öllum sínum kröftum
til þess að koma sér lengra. Hann
vildi ekki láta horfa á sig. Svo
nam hann staðar aftur og kannaði
viðbrögð líkama síns. Hversu mikil
orka var enn eftir í líkamanum?
Hversu mikið meira mundi hann
þola? Hann beit á jaxlinn og urr-
aði inn í myrkrið. Þetta var dýrs-
legt hljóð. Hann brást ekki lengur
við sársauka og erfiðleikum eins og
maður. Dr. No hafði unnið bug á
honum. En örvæntingarfull skepna
á mikla varaorku og þeim mun
meiri, sem skepnan er sterkari. Hægt
og með þjáningu mjakaði Bond sér
nokkra metra frá augunum. Svo
teigði hann sig í kveikjarann og
kveikti. Framundan var aðeins þessi
geispandi, kringlótti kjaftur, sem lá
niður í maga dauðans. Bond slökkti
á kveikjaranum. Hann dró andann
djúpt og reis upp á fjóra fætur.
Sársaukinn var ekkert meiri, að-
eins öðruvísi. Hægt og stirðlega
lagði hann af stað að nýju.
Vefnaðarvaran sem áður hafði
hlíft hnjám hans og olnbogum var
nú brunnin burtu. Eins og annars
hugar tók hann eftir því, að það tók
að blæða úr sárum hans, þegar
hann nuddaði þeim við kaldan
málminn. Þegar hann hreyfði sig,
teygði hann úr fingrum sínum og
tám til þess að vita hversu mikill
sársaukinn væri. Smám saman
komst hann að því hvað var þján-
ingarfyllst. Þessi þjáning er bæriler-
_ VIKAN 30. tbl.