Vikan


Vikan - 27.08.1964, Blaðsíða 9

Vikan - 27.08.1964, Blaðsíða 9
„Fyrir því skuluð þér taka alvæpni Guðs, til þess að þér getið veitt mótstöðu á hinum vonda degi, og getið að öllu yfirunnu staðist. Stand- ið því gyrtir sannleika, um lendar yðar og klæddir brynju réttlætis- ins og skóaðir á fótunum með fúsleik til að flytja fagnaðarboðskap friðarins —- og takið ofan á allt þetta skjöld trúarinnar, sem þér get- ið slökkt með öll hin eldlegu skeyti hins vonda, takið hjálm hjálpræð- isins og sverð andans, sem er Guðs orð.“ Þannig segir í Efesusarbréfinu, 6. 13—17, og þótt líklegast sé að þar sé ekki átt við það bókstaflega, að menn verji tímanum milli nær- stunda með því að valsa um allar trissur í fullum herklæðum, otandi sverðum og slíkum andstyggðar ertingartækjum að náunganum, þá er þarna um líkingu að ræða, sem ungir menn hvar sem er geta leik- ið sér að. Þetta er líka skýringin á því, hversvegna við fundum einn ungan mann alþakinn slíku alvæpnisskarti, langt inni í skóg fyrir ofan Geysi í Haukadal um daginn. Hann otaði að okkur gljáandi sverðinu, skók skjöldinn og hrópaði: ,,Hæ!“ Og við svöruðum: „Hæ!“ Þar með var kveðjuathöfninni lokið í bili, og við gátum farið að rabba saman um aðra hluti. Við komumst að því að þessi ungi maður — ásamt mörgum öðr- um piltum —• var að safna vitamínum og sólbruna í sumarbúðum þar efra, undir forystu og umsjá þriggja presta í Árnesprófastsdæmi, nán- ar tiltekið þeirra Guðmundar Óla Ólafssonar, prests að Skálholti, Magnúsar Guðjónssonar prests að Eyrarbakka og Ingólfs Guðmunds- sonar prests að Laugarvatni. Síra Guðmundur Óli, sem er formaður æskulýðsnefndar prófastsdæm- isins, var ekki viðstaddur þegar við komum í heimsóknina, en þeir síra Magnús og Ingimundur, fræddu okkur um ýmislegt, sem okkur þótti forvitnilegt. Þetta mun vera í fyrsta sinn, að prestar í einu prófastsdæmi taka sig saman um að reka sumarbúðir fyrir unglinga, svo þetta er nokkurs- konar tilraun. Þeir hafa fengið afnot af ágætum sumarbústað í landi Skógræktar ríkisins í Haukadal. Þar er heitur hver rétt við húsið, sem er virkjaður til upphitunar, en byrgður svo að engin hætta er af honum fyrir unglingana. Sundlaug hefur einnig verið gerð þarna rétt hjá, og rennur heitt vatnið í hana, svo þar er hægt að synda í hvaða veðri sem er. Strákarnir, sem þarna voru, sváfu í tjöldum rétt við húsið og létu mjög vel af verunni. Verst þótti þeim að dvalartíminn var aðeins ein vika, og að nú leið aftur að því að þeir færu heim. Framh. á his. 50. Sundlaugin er rétt lijá sumarbústaðnum, og auðvitað rennur í liana lieitt vatn frá einum þeirra þúsunda hvera, sem við höfum á íslandi. Vatnið er vel hcitt, og allir hafa gaman af að busla í því, ekki sízt þegar sira Ingólfur hjálpar til í holta- Ieiknum. skólaritvélín ávallt fyrirliggjandi Laugavegi 18 — Sími 11372 Pilot 57 skólopenninn er gæðapenni Traustur Fallegur Ódýr 3 pennabreiddir 8 litir KR. 98,00 MEÐ PLASTHETTU KR. 108,00 MEÐ STÁLHETTU FÁST VÍÐA U M LAND PILOT 57 VIKAN 35. tbl. — Q

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.