Vikan


Vikan - 27.08.1964, Blaðsíða 31

Vikan - 27.08.1964, Blaðsíða 31
inum. Þar er nú löngu í eyði, enda hefur uppblásturinn unnið þar ósleitilega á. Nú eru þarna engar byggingar, aðrar en leitar- mannakofi einn, sem Mývetning- ar eiga, en þetta eru þeirra afrétt- ir. Kofinn er stór og rúmgóður, en heldur óhrjálegur, enda er áreiðanlega reimt þar. Mér er sagt, að skammt frá honum hafi fundizt dys forn, og upp úr henni hafi verið grafinn einn lær- leggur og einn tanngarður. Svo var dysbúi magnaður, að honum auðnaðist að gera gemingaþoku á þá, sem grófu hann upp, svo þeir villtust og vissu lengi ekki hvar þeir fóru, en varð þó ekki meint af. Eins og minnzt var á hér að framan, var leiðangurinn ekki meir en svo birgur af eldsneyti á bílana, þennan síðasta dag. Voru margir uggandi um endingu þess, meðan hossast var yfir hraunið. Það var þó betra að koma niður í botna, því engin frágangssök var að hafast við á þeim fallega stað um stund, þótt eitthvert farar- tækið tæmdist. Líklega hefur verið einna minnst á bíl Hróars, þegar lagt var upp úr Öskju, og bláa ljósið, sem kviknar á Land- Rovernum, þegar lítið er eftir af brennsluolíunni, var orðið tölu- vert áleitið. Við leitarmannakof- ann var okkur sagt, að nú væri 10 kílómetrar eftir niður að Svartárkoti, sem er efsti bær í Bárðardal. En enginn er það hlemmivegur, yfir snarþýfða mó- ana. Það varð því síður en svo til að róa okkur, þegar við hitt- um landmælingamann nokkru neðar í botnunum, sem sagði okk- ur að nú myndu svo sem 12—15 km eftir í Svartárkot, eftir veg- inum! Við héldum niðri í okkur andanum, í hvert skifti, sem bíll inn hallaði olíunni frá vélinni, en drógum hann aftur léttar, þeg- ar hallin minnkaði aftur, en ekk- ert gerðist. En þetta reyndust ekki nema 8 km. Og svo var rennt í hlað á Svart- árkoti. Hörður bóndi stóð þar ut- an dyra og bauð okkur velkomin í maRnabyggð. Þar stóðum við svo í kvöldkyrrðinni og biðum hinna. Þeir runnu í hlaðið, hver á fætur öðrum, fyrir eigin elds- neyti, nema kerrujeppinn frá Húsavík. Hann drakk síðasta dropann af geyminum, þegar hann var nýkominn inn fyrir tún- garðinn í Svartárkoti, sem er um 100 metra frá bænum. En þetta stóð þó ekki eins tæpt og sýndist, því Húsvíkingar áttu enn slatta af bensíni á toppnum. Ég las nýlega einhvers staðar, að öll íslenzk séreinkenni væru nú dottin af þjóðinni, og hún hefði nú að öllu leyti tileinkað sér ameríska menningu, sem ef til vill kynnu enn að leynast í einstaka danskir þræðir. En ég efast um, að það gæti gerzt ann- ars staðar en á íslandi, að 22 fjallagengnir ferðamenn, sem leið áttu um hlað venjulegs bónda- bæjar, væru drifnir inn upp á súrt slátur, kaffi og með því. En það var ekki við það komandi, að við færum frá Svartárkoti, án þess að þiggja góðgerðir. Og það var líflegt í stóra eldhúsinu, þeg- ar allur þessi hópur var kominn inn, þótt heimiliskettinum þætti svo þröngt, að hann kom sér fyr- ir uppi á skáp. Kannski hefur hann bara langað til að sjá betur yfir hópinn. Vonandi eigum við einhvern tíma eftir að veita Svartárkots- fólkinu einhvern þann beina, sem verður eins vel þeginn og hressingin hjá þeim í þetta skipti. Fáar ferðir og ekkert landslag hefur orkað eins sterkt á mig og þessi heimsókn í Ódáðahraun. Ég hygg, að óvíða sé landslag jafn hrikalegt og fjölbreytilegt, þótt ekki sé tilbreytingunni fyrir að fara í landslaginu. Ef til vill hjálpar það til, hve mjög ég var sem stráklingur trölltekinn af bókum Ólafs Jónssonar um Ó- dáðahraun, þannig að hvert ör- nefni skapaði nú gamla dular- stemmingu á grundvelli bókanna. Við vorum aðeins gestir í Ódáðahrauni. Þar á engin mann- eskja heima. Þar búa aðeins tröll og vættir. KJÖLTURAKKINN Framhald af bls. 16. með miðum á. Hún nefnir franskt nafn, sem ég skil ekki. En ég hef heyrt það áður og man ég hef hnerrað af lyktinni. Líklega yrði ég rekinn út, ef ég færi að hnerra núna. Ég sting nefinu niður í gæruna, um leið og hann dregur tappann úr flöskunni. Það lánast. Ég hnerra ekki. Þau taka til að drekka og eru alltaf að segja skál, enda þó þau drekki úr glösum. Þau reykja eins og þeim sé borgað fyrir það, þó það sé alveg öfugt. Þau tala eins og þau eigi lífið að leysa og finnst þau mjög skemmtileg. En það er nú öðru nær. Hann er hættur að vera nervus. Þegar þau eru búin að skála nokkr- um sinnum —■ og konan byrjuð að lygna augunum upp á mann- inn eins og þær gera stundum þegar þær vilja að ballið fari að byrja —, þá dettur honum skyndilega dálítið í hug. Hann fer fram í holið, hringir í sím- ann og biður um hótelið í Ölfus- inu. Hann spyr eftir forstöðukon- unni og segist hringja til að grennslast eftir því, hvort frú Maja Benjamíns og börnin henn- ar séu ekki komin heilu og: höldnu. Hún er einmitt nýkomin. Mig langaði bara að vita, hvort allt hefði ekki gengið vel. Ég bið kærlega að heilsa þeim. Segið: henni, að ég ætli að fara að taka til í geymslunni, ha ha. Gera svo- vel að skila kærri kveðju. Jæja greyið, segi ég við sjálf- an mig í barnslegri einfeldni minni. Þegar hann kom inn aftur sett- ist hann ekki í stólinn, heldur í sóffann — við hliðina á kven- manninum. Þau skáluðu tvisvar í viðbót og voru mjög hlægileg í mínum augum. Þá lagði hann handlegginn af tilviljun yfir herð- arnar á henni. Hún hallaði höfð- inu á öxl hans á móti, og ég sá hárið á henni var dökkt í rótina undir gulri slikjunni. Það skipti engum togum, að þar með voru þau byrjuð að nudda . . . nei, nú man ég orðið: þar með voru þau byrjuð að kyssast. Mér var orðið nýnæmi að sjá þetta, eins og ég hef áður sagt, svo mér varð anzi starsýnt á þau. Mér datt í hug, hvort þau ætluðu virkilega að éta hvort annað. Svo ég segi all- an sannleikann, þá fannst mér þetta í senn asnalegt og broslegt, og það flögraði að mér að spang- óla á þau; en í hina röndina var þetta pínulítið skemmtilegt, og ég fór ósjálfrátt að hugsa um ungfrú Lillý, bláu hundfrökenina sem ég hitti á Laugardalsgarðinum í fyrra. Niðurstaðan varð sú, að ég lét ekkert á mér kræla fyrst um sinn. Það fór eins og fyrri daginn, að eftir stutta stund voru þau farin að anda hástöfum og orðin að því skapi alvarleg sem þau höfðu verið kát rétt áðan. Og sé ég þá allt í einu, hvar maðurinn leggur höndina á hnéð á stúlk- unni og byrjar að fara undir fötin við hana . . . Þar með lokaði ég augunum og kærði mig ekki um að sjá meira í bili. Því brjóst mitt svall skyndilega af mikilli reiði. Ég skildi í einu vetfangi, hvers- hvers vegna hann hafði viljað að koma konunni á hótelið og hvers vegna hann hafði viljað leyna gleði sinni og hann hafði hringt til að fullvissa sig um hann yrði ekki staðinn að verki. Ég veit, að svona atburðir eru einlægt að gerast, eins og vinir mínir í kjölturakkafélaginu okk- ar hér í hverfinu geta bezt um borið. En ég hafði sjálfur ekki orðið vitni að slíku atferli fyrri og ég vildi ekki sætta mig við það — ég segi það alveg eins og er. Ég sá í hendi mér, að húsmóð- ir mín — sem aldrei hefur kom- ið beinlínis illa fram við mig persónulega — mundi alls ekki kæra sig um þetta. Ég hugsa hún hefði rifið í hárið á kvenmann- inum og skipaði honum að pútta sér út, ef hún hefði verið við- stödd. Jafnframt fannst mér eng- inn vafi leika á því, að við hér á heimilinu ættum að standa sam- an þrátt fyrir allt, og sízt af öllu mætti láta utanaðkomandi fólk spilla húsbóndanum með ein- hverri stundarhamingju, sem gerði hann alveg fráhverfan hundinum hans meðan það stæði. iÉg afréð, í stuttu máli, að sker- ast í leikinn og rak upp smábofs. Húsbóndinn dró að sér höndina og hætti meira að segja að kyssa konuna, en ég þagnaði og gerði eins lítið úr mér og unnt var. Hann hélt ég hefði verið að gelta að flugu og tók aftur til þar sem fyrr var frá horfið. En mér var fúlasta alvara og rak upp annað bofs, snjallara en áður. Hann lét sér ekki segjast að heldur, svo ég gerði mér lítið fyrir og tók til að spangóla þarna inní stofunni hjá þeim. Þá reis húsbóndi minn upp, gekk hægt og virðulega til mín, tók í hnakkadrambið á mér, henti mér fram í holið og augun í honum sögðu mér að halda kjafti — lokaði þvínæst dyrun- um milli okkar. Ég meiddist ekki meira en svo, að ég átti eina ósk: að ég gæti hringt í hótelið fyrir austan. En ég vissi ekki númerið. Gerið ykkur ekki í hugarlund, að ég hafi verið af baki dottinn. Ég mundi frá fornu fari að þegar þetta var byrjað í sóffanum, þá endaði það venjulega í svefnher- berginu. Ég labbaði mig því þangað inn, hringaði mig saman bakvið stólinn hjá snyrtiborðinu og beið míns tíma. Hann kom fljótt: allt í einu birtast þau í dyrunum. Það er ákaflega stutt milli þeirra, og þau hallvika sér út á hlið inn í herbergið. Ég ef- ast um ég hafi nokkurtíma séð tvær manneskjur standa svo ná- lægt hvor annarri. Mér kom í hug kvæðið, þar sem segir að tveir líkamir urðu að einum. Mér er ákaflega kært, eins og fyrr greinir, að fólki komi ekki of vel saman; en hér var bersýnilega stefnt að samkomulagi, sem um munaði. Þar að auki var ég reið- ur. Sem sagt: ég endasentist framundan stólnum, nísti tönn- í kálfann á konunni og tutlaði af henni sokkinn um leið og ég lin- aði takið. Ég var reiðubúinn að gelta og spangóla eins og vitlaus maður, ef þetta hrifi ekki. En það hreif. Munnurinn á konunni var ekki upptekinn í bili og rak nú upp eitthvert yndislegasta skað- ræðisóp sem heyrzt hefur í manna minnum. Maðurinn skildi hvers- kyns var og lét kvenmanninn þegar lausan. Hann náði aftur í hnakkadrambið á mér, enda reyndi ég ekki að flýja — svipti mér upp, bar mig fram, grýtti mér inn á klósettið, eins og það er nú mjúkt, kippti lyklinum úr skránni og læsti að utanverðu. Þar lá ég síðan með fossandi blóð- nasir, kannski fótbrotinn, og sló út um mig svita. Það er til nokk- urs að heita kjölturakki upp á þvílík býti. En svona láta menn- irnir, þegar þeir eru á höttunum eftir hamingjunni. Er furða, þó mér sé í nöp við hana? Ég emjaði dálitla stund á kló- settinu — bæði af sársauka, en þó fyrst og fremst af taktískum ástæðum. Síðan þagnaði ég, enda var ég hugrór og fann hvernig reiðin fjaraði í hundsbrjóstinu mínu. Ég vissi að maður, sem hefur hálf- VIKAN 35. tbl. — gj

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.