Vikan - 27.08.1964, Blaðsíða 41
2
A
25'/.
Ferfasknfstofa ZOEGR
H
F
Hafnarstræti 5 — Sími 11964.
FERÐIZT ÁHYGGJULAUST -
FERÐIZT MEÐ Z 0 E G A
FariS að dæmi Villa Víðförla og
hefjið ferðina með því að koma
eða hringja til ZOEGA.
Bjóðum yður hagkvæmustu ferðirnar um
víða veröld.
Seljum FARSEÐLA
Útvegum HÓTELHERBERGI
Önnumst SKIPULAGNINGU
ferða innanlands og utan.
afslóttur af flugfargjöldum til ýmissa staSa í Norður-Evrópu
gengur í gildi í september. Farseðlana fóið þér hjó ZOEGA.
Munið einnig „KJARAFERÐIR ZOÉGA 1964", ÓDÝRUSTU EIN-
STAKLINGSFERÐIRNAR Á MARKAÐNUM.
leigubætur. En þá verður maður að
eiga tvö börn.
—Finnst þér mataræði vera fjöl-
breyttara en heima á íslandi? Hvað
er algengast að kaupa I matinn?
— Flestir borða heitan mat einu
sinni á dag og það er þegar menn-
irnir koma heim úr vinnu uppúr
klukkan fjögur. Börn, sem ganga í
skóla, fá eina máltíð þar um há-
degisbilið. Það er greitt af almanna-
fé. Þetta gerir auðveldara fyrir hús-
mæður að vinna úti. Annars fer
fjölbreytnin í matargerðinni eftir
húsmóðurinni sjálfri, en ég held að
það sé auðveldara með allskonar
breyttan mat hér og meiru úr að
velja í matvörubúðum. Við borðum
ekki eins oft fisk og gert er á ís-
landi, enda er hann næstum því
eins dýr og vínarpylsur, medister-
pylsur eða nautahakk. Kindakjöt
kaupi ég aðeins, ef það kemur fyr-
ir að ég nái í íslenzkt kjöt og það
er stundum á haustin. Fólk kaupir
mest af svínakjöti, kálfskjöti eða
nautakjöti til helganna, fiskur er á
borðum einu sinni eða tvisvar. Svo
er um margar tegundir að ræða af
pylsum og hökkuðu kjöti. Á vet-
urna borða Svíar baunir á hverjum
fimmtudegi og pönnukökur á eftir.
Það er gamall siður.
— Farið þið og það fólk, sem þú
þekkir oft út á veitingastaði eða
skemmtistaði til þess að borða?
—Við förum nokkuð oft út á
sunnudögum með krakkana með
okkur, en þá förum við á frekar
ódýra staði. Það getur verið ágætt
að losna við matreiðslu og upp-
þvott öðru hverju. Stundum för-
um við til einhverra nálægra
borga og borðum þar, eða við fá-
um okkur kaffi. Á sunnudögum
förum við oftast eitthvað út að aka
með börnin. Hinsvegar veit ég ekki,
hvort það er algengt.
— En þið farið kannski lítið á
skemmtistaði?
— Já, við förum frekar í leikhús
eða á bíó. Sven á frí frá vinnu
alla laugardaga og þá byrjum við
helgina á þvi að aka til einhverrar
kjörbúðar og gerum innkaup fyrir
alla vikuna á öllu því sem hægt er
að kaupa fyrirfram. Á laugardags-
kvöldum koma oft gestir til okkar,
eða þá að við förum til kunningja
og það hefur maður þá ákveðið
fyrirfram. Annars sitjum við heima
og horfum á sjónvarpið.
— Og maðurinn þinn fær þriggja
vikna sumarleyfi, er ekki svo?
— Þrjár og hálfa viku. Þá höfum
við farið í sumarbústað tengdafor-
eldra minna, sem er hér vestur með
ströndinni. Þar höfum við notið
sólarinnar og sævarins, nema hvað
í sumar hefur verið óvenjulega kalt
og ekki mikið hægt að fara í sjó-
inn. Við höfum líka skroppið í
stuttar ferðir til Noregs og Danmerk-
ur eins og margir aðrir.
— Er hægt að koma fyrirvara-
laust að kvöldi til kunningja sinna,
eða þykir betra að hringja og gera
boð á undan sér? Er það algengt
að kunningjafólk fari í kvöldheim-
sóknir hvert til annars?
— Maður getur farið fyrirvara-
laust, en líklega er það þó síður
gert hér en heima, ég á við heima á
Islandi. Þar leit maður inn til kunn-
ingjanna, þegar leiðin lá framhjá,
en hér búa kunningjarnir svo dreift,
að það er sjaldan leið framhjá
neinum, sem við þekkjum. Fjarlægð-
irnar eru miklar hér í Gautaborg.
Þessvegna er það nærri alltaf á-
kveðið, hvert farið er ( heimsókn,
áður en farið er að heiman. Það
er gamall vani og tíðkast enn í Sví-
þjóð, að sá sem kemur fyrirvara-
laust og án þess að gera boð á
undan sér, tekur með sér kaffibrauð
í heimsóknina. Mér fannst þessi
siður afar skrýtinn fyrst. En þetta
er algengt og þykir sjálfsagt. Þá
kaupir fólk eitthvað í bakaríi (
leiðinni, en þau eru mörg opin til
klukkan níu að kvöldi. Sjálfsagt
þætti þetta hlægilegur siður á ís-
landi, en það er nú einu sinni svo,
að sinn er siðurinn í landi hverju.
★
Pennavinir
Gymnasiesamfunn Brage, Halden,
Noregi, hefur skrifaS Vikunni og beð-
ið hana að birta eftirfarandi orðsend-
ingu:
„Nokkrir norskir framhaldsskóla-
nemendur óska eftir bréfaviðskiptum
við íslenzkt æskufólk, 16—20 ára
gamalt. Ef þér óskið eftir norskum
pennavinum, þá skrifið til:
Fr. Inger Marie Steinsholt,
Postboks 160,
Halden, Norge.
og segið frá sjálfum yður, áhuga-
málum, skóla yðar, vinnunni, fjöl-
skyldunni, heimabyggðinni o.s.frv. og
við munum gera okkar bezta til að
útvega yður skemmtilegan, norskan
pennavin. Þér megið skrifa á ensku,
þýzku eða skandinavísku (dönsku,
norsku eða sænsku), en við óttumst,
að íslenzkan verði einum of erfið."
Orðsendingunni er hér með komið
á framfæri, og vonandi verða einhverj-
ir til að skrifa Gymnasiesamfunn
Brage.
Okkur hefur borizt bréf frá Monte-
video, þar sem þess er farið á leit,
að við leitum eftir pennavinum fyrir
ungt fólk þar í borg, sem hefur áhuga
fyrir að kynnast íslandi gegnum bréfa-
viðskipti, en þekkir landið aðeins lítil-
lega af kvikmyndum. Þau vilja skrif-
ast á við pilta og stúlkur, 20—27 ára
að aldri, og nöfnin eru þessi:
Miss Martha Susana Pereyra, Solano
Garcia 2543 20. piso, Montevideo, Uru-
guay.
Mr. Horacio Rodriguez Gómez, Pinta
de Santiago 1584, Mondevideo, Uru-
guay.
Þau skrifa á ensku.
Við pilta eða stúlkur: Roy Albrecht-
sen, O. Ryes Plass 5, Oslo, Norge.
Hann skrifar ensku eða skandinavísku,
er 17 ára.
Þeir sem hafa áhuga fyrir að eign-
ast pennavinkonu í Danmörku, geta
skrifað til Ingrid Holm Larsen, Grav-
ensgade 49, Brönderslev, Danmark.
Mrs. Yvette Silverman, 26. Crom-
wellstreet, Burwood, Victoria, Austr-
alia, óskar eftir bréfaviðskiptum við
íslendinga. Hún er 38 ára.
_ Við pilta eða stúlkur 13—14 ára:
Ásta Kjartansdóttir, Birkihlið 20, Vest-
mannaeyjum og Úlrikka Sveinsdóttir
Bessastíg 12, Vestmannaeyjum. Mynd
fylgi.
Við pilt eða stúlku 20—32 ára:
Jenný Ólafsdóttir, Syðstu-Grund, V.-
Eyjafjöllum, Rang.
VIKAN 35. tbl. — ^