Vikan


Vikan - 27.08.1964, Blaðsíða 26

Vikan - 27.08.1964, Blaðsíða 26
Oft hef ég heyrt þær raddir meðal hérlendra manna, að gott muni að búa í velferðarríkinu Sví- þjóð undir öruggum vernd- arvæng kerfis sem hlúir að áhyggjulausu, góðu lífi og verndar borgarana fyrir hverskyns skakkaföllum. Menn trúa því, að þar sé lífsstandard viðlíka hár eða hærri en hér, enda eru Sví- ar ríkir með öll þessi ósköp af járni og skógum. Venju- lega er það vandkvæðum bundið fyrir hinn almenna ferðamann að fá rétta mynd af því hvernig fólk- ið raunverulega lifir og hversu mikið það hefur fyr- ir sig að leggja. Ferðafólk býr á hótelum og sér aðeins nýja bíla rétt eins og hér og að það eru gluggatjöld fyrir gluggunum í íbúða- hverfunum eftir því sem bezt verður séð. Ég var á ferðinni í Gautaborg á dögunum og vissi að þar býr íslenzk kona, Helga Vilhjálmsdótt- ir úr Reykjavík. Hún er dóttir Vilhjálms S. Vil- hjálmssonar, rithöfundar og blaðamanns, og ég hafði verið svo forsjáll að fá heimilisfang hennar hjá honum. Ég vissi, að þar mundi ég sjá sænskt heim- ili og fá greinargóð svör um það, hvernig það raun- verulega er að búa í Sví- þjóð. Allmargir íslendingar eru búsettir í Gautaborg og mér var sagt, að ekki færri en fjörutíu læknar væru þar starfandi eða við nám. Norðanverf við Gauta- elfuna verða talsvert bratt- ar hæðir með þesskonar sléttum grásteinsklöppum sem maður sér víða um Skandinavíu. Þar hefur áður verið skóglendi; það geng- ur betur að láta skóg vaxa uppúr berum klöppum f Sví- þjóð en úr sæmilegri frjó- mold á Islandi. En nú eru þessar hæðir vestur með Gautaelfunni byggðar að verulegu leyti og mest eru það nýtízku sambýlishús á tólf hæðum eða meira. Eitt stórf hverfi slíkra háhúsa er kallað Biskupsgarður. Þar hefur þeim orðið veðrið hugstætt við nafngiftir gatna; ein heitir Vorveðurs- gatan, önnur Sumarveðurs- gatan og í þeirri götu, sem Haustveðursgata heitir, þar á Helga heima í stóru sam- býlíshúsi. Mér fannst alveg einstak- lega viðkunnanlegt þarna í Biskupsgaðrinum og kunni fyrir mitt leyti vel við ber- ar klappir og grýtta ása, sem hölluðust móti suðri. En Helga sagði mér, að Svíar ættu það til að fitja upp á trýnið yfir þessum stað, útsýni virðist ekki vekja neina sérstaka hrifn- ingu hjá þeim. Frágangurinn í kringum húsið var eins og bezt má verða, allt malbikað heim að dyrum. En forstofan væri líklega talin hafa verið mál- uð í fokheldu ástandi, sæist hún f reykvísku sambýlis- húsi. Þar hafði sýnilega ver- ið til sparað svo um mun- aði. Aftur á móti var sjálf íbúðin björt og falleg í bezta lagi, parkett á gólf- unum og húsaskipan þannig, að í rauninni var enginn gangur í íbúðinni, heldur gengið í svefnher- bergi beint úr stofunni. Helga var heima ásamt tveim börnum þeirra hjóna, en Sven bóndi var í vinnu því þetta var á miðjum degi. Þau hafa komið sér fallega fyrir; fyrir utan þessi dáindis fögru, sænsku húsgögn var íslenzkt gæru- skinn og rokkur á gólfinu vestan úr Haukadal í Dýra- firði, en hann hafði amma Helgu átt, og Ragnar í Smára á veggjum. Svo var að sjálfsögðu sjónvarps- tæki, sem er víst nálega á hverju, sænsku heimili. Sú saga var sögð á fyrstu ár- um sænska sjónvarpsins, að einstaka smáborgarar hefði sett upp loftnet á hús sín áður en þeir gátu eignazt tæki til þess að nágrann- arnir gætu séð og sann- færzt. Ég spurði Helgu að því um leið og hún fór að hella upp á könnuna, hvort henni fynd- ist mikill munur á því að vera húsmóðir f Gautaborg og til dæmis í Reykjavík, þar sem hún þekkti bezt til. Hún sagði: — Ég held að það sé ekki svo mikill munur á því. Að minnsta kosti ekki fyrir okk- ur, sem sinnum einvörð- ungu húsmóðurstarfinu. Þó mætti geta þess, að í verzl- unum hér er okkur yfirleitt sýnd meiri kurteisi heldur en ég á að venjast að heiman og það hefur þýðingu þar sem við húsmæður eyðum alltaf nokkrum tíma í búð- um. En starfið á sjálfu heim- ilinu er sama hér og heima. Þó gæti ég trúað, að íslenzk- ar húsmæður séu duglegri að baka og sauma fatnað á sjálfar sig og börnin, en það kynni að stafa af því, að þær hagnast meira á því en hér er hægt. Tilbúinn fatnað- ur kostar ekki svo afskaplega mikið. — Finnst þér samt, að fs- lenzkar húsmæður hafi að einhverju leyti betri aðstöðu en þær sem þú þekkir hér? — Það er ekki mikill mun- ur á því. Þó er minni áherzla lögð á heimilistæki hér en heima. Hvergi hef ég séS strauvél á þeim heimilum, sem ég hef komið á hér f Gautaborg og hrærivélar hef ég ekki séð nema hjá ísienzk- um konum, sem eru búsettar hérna. Mér skilst, að það séu þá helzt stór heimili, sem eignast hrærivélar. En í húsi eins og þessu, fylgir kæli- skápur hverri íbúð, sömuleið- is eru rafmagnsrullur í öll- um þvottahúsum og líka þvottavélar. Einhvernveginn kemst fólk almennt af með að kaupa minna hérna held- ur en heima; ef litlar fjöl- skyldur á annað borð kaupa sér sérstök tæki, þá eru keyptir litlir ísskápar og litl- ar þvottavélar. — Nú býrð þú í stóru sam- býlishúsi. Er mikill kunnings- skapur milli íbúanna? Er mikill samgangur milli hús- freyjanna? Fara þær oft í kaffi hver til annarar eins og sumsstaðar á sér stað í til- svarandi húsum hjá okkur, eða er enginn samgangur? — Fyrir þá sem vilja losna við það ómak að þekkja ná- grannana, þá held ég að það sé alveg tilvalið að búa f húsi eins og þessu. Það er sem sagt enginn umgangur eða kunningsskapur milli íbúanna. Ég get varla sagt að ég sjái fólkið, sem býr f sama stigagangi. Stöku sinn- um sér maður það kannski í lyftunni. Þá bjóðum við góð- an dag og ef til vill er minnst eitthvað á veðrið, eða það hvað börnin hafa skemmt mikið við innganginn á neðstu hæð. Ég umgengst að- eins eina konu hér f húsinu og það er til komið af því, að mennirnir okkar unnu saman áður og þekktust. Og svo eigum við báðar börn á sama aldri. Annars efast ég um að hefði komið til þeirra kynna. — Er mikil forvitni rfkjandi um hag nágrannans al- mennt? Er mikið talað og hugsað um það, hvað herra og frú Johansson eða Person í næstu íbúð hafa fengið sér og hvernig þau muni hafa farið að því? — Ójá, það finnst mér nú stundum. Fólk keppist við að vera álíka „ffnt" og ná- granninn og stundum er það blandað öfund. Þetta er ekk- ert einsdæmi frá íslandi; ég held að það hljóti að vera svona f öllum þessum svo- kölluðu velferðarríkjum. — Það má vel vera. En finnst þér Svíar almennt lík- ir íslendingum og finnst þér þeir þungt haldnir af þessu alræmda stolti, sem þeir hafa orðið frægir fyrir? — Mér finnst Svíar vera talsvert líkir (slendingum. En ég fellst ekki á það, að ég hafi orðið vör við stolt eða merkilegheit í eins ríkum mæli og maður hafði heyrt talað um. Það er helzt að þeir séu dálítið stífir með sig þegar þeir eru að skemmta sér. Sænskur blaðamaður, sem hafði verið á íslandi sagði frá því hér, að venju- legt laugardagsball í Reykja- vfk væri mun fjörugra en sjálft gamlárskvöld í Svíþjóð. Svo íslendingum, sem fara út að skemmta sér í Svíþjóð, finnst ef til vill dálítið dauft yfir mannskapnum. Hinu neita ég ekki, að Svíar eru mjög stoltir af ýmissi fram- leiðslu sinni, sem þeir telja skara framúr og maður get- ur orðið leiður á því að heyra þá alltaf vera að japla á því. — Finnst þér þú vera orðin Svfi, er þér til dæmis orðið tamt að hugsa á sænsku og líturðu á Gautaborg sem heimkynni þín, — eða Reykja- vík? — Ég lít alls ekki á mig sem Svfa. Ég er íslenzkur rík- isborgari og verð það áfram. En ég hitti sjaldan íslendinga og heyri örsjaldan talað annað mál en sænsku. Ég er í saumaklúbb með íslenzkum frúm, sem eru búsettar hér og við komum saman einu sinni þriðju hverja viku á veturna og þá tölum við að sjálfsögðu ís- lenzku. Þess á milli hringj- um við stundum hver í aðra, en það er svo langt á milli okkar, að það er erfitt að hittast. Enda þótt ég hafi búið í Helga hellir uppá könnuna og börnunum finnst skrýtið, a8 þa8 skuli vera kominn maður til a8 taka myndir af henni í eldhúsinu. ý Helga Vilhjálmsdóttir, maður hennar, Sven Frahm og börn- in, Birgir Vilhjálmur og Anne Þórey. >> 2g — VIKAN 35. tbl. Gautaborg í hálft níunda ár, þá lít ég á Reykjavík sem heimkynni mín og öðru hvoru langar mig alltaf heim. Samt leiðist mér alls ekki og hefur aldrei gert. Gautaborg er að mörgu leyti yndisleg borg. — Ég hef heyrt að skattar séu þupngbærari útgjaldalið- ur fyrir allt venjulegt fólk í Svíþjóð en á íslandi. Hef- urðu hugmynd um það, hversu mikinn hluta af árs- tekjunum þið verðið að borga í skatta? — Ekki nákvæmlega, en ég hygg að það sé ekki langt frá að vera fjórði partur af öllum árslaununum, sem er tekinn f skatta. — Og eftirlit með tekjum

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.