Vikan - 27.08.1964, Blaðsíða 23
Angelique baö Margot að fara út, og kastaði sér I rúmið i öllum föt-
unum. Ég get kannske hugsað skýrar í fyrramálið, hugsaði hún, áður
en hún sofnaði.
Hún vaknaði við hróp úti á götunni.
— Médéme! Médéme!
Tungiið var hátt á himni, hlátur og söngur heyrðust neðan frá höfn-
inni og stóra torginu en að öðru leyti var allt hljótt.
Angelique flýtti sér út á svalirnar og kom auga á Kouassi-Ba niðri
á götunni.
Hún hentist niður stigann, kveikti á kerti í fordyrinu og opnaði hlið-
ið. Liðugur eins og áll, smeygði hann sér inn fyrir. Angelique fann, að
hann titraði allur.
— Hvar hefur þú verið?
— Þarna, sagðí hann og benti óákveðið. — Ég Þarf að fá hest, strax!
Þeir réðust á húsbónda minn, en ég var ekki með sverðið mitt með
mér. Ó! Hvers vegna var ég ekki með það, einmitt í dag?
— Hverjir réðust á hann?
—. Ég veit það ekki. Hirðsveinninn kom með bréfmiða til hans, og
ég fylgdist með honum, að húsi fyrir utan borgina. Á hlaðinu stóð að-
eins lokaður vagn, með svörtum gluggatjöldum. Or honum komu nokkr-
ir menn og umkringdu okkur. Húsbóndi minn dró sverð úr slíðrum. Þá
komu fleiri menn, og þeir slógu hánn niður. Svo báru þeir hann inn I
vagninn. Ég œpti og kastaði mér aftur á bak. En tveir Þjónar slógu
mig, svo að ég datt. Ég náði öðrum þeirra og hartn kyrkti ég.
— Kyrktirðu hann?
— Með berum höndunum — Svona. Kouassi-Ba kreppti hnefana.
— Nú ætla ég að fá hest og fara á eftir þeim. Ég skal drepa1 þá alla,
með stóra sverðinu mínu.
Hún sá svarta riddarann leggja af stað á harða stökki. Það neist-
aði undan hófum hestsins, þar sem hann geystist niður eftir steinlagðri
götunni.
Hin konunglega brúðkaupsnótt var nærri liðin. Prinsessan, Maria
Theresía, var orðin drottning Frakka.
26. KAFLI
Hirðin var á leið aftur til Parisar. Gegnum græna hveitiakrana hlykkj-
uðust lestir af vögnum og kerrum með farangur, rúmfatnað, þjóna og
vopnaða varðmenn.
Angelique fylgdist með hirðinni til Parísar.
— Þar sem enginn hefur sagt yður neitt, ættuð Þér að láta eins og
ekkert hafi gerzt, hafði Péguilin ráðlagt henni. — Eiginmaður yðar
ætlaði að fara til Parísar, og þessyegna farið þér þangað líka. Þar hljóta
málin að skýrast. Þegar allt kemur til alls, er þetta aðeins misskilning-
ur.
Þar með flýtti hann sér frá henni, til þess að skemmta kónginum.
Eftir að hafa beðið d’Andijos og Cerbalaut að koma með til Parísar,
Framhaldssagan
eftir Serge
og Anne Golon 11. hluti
sendi hún mestan hlutann af þjónustuliði sínu til Toulouse. Hún hélt
aðeins eftir einum vagni og einni kerru, Margot og stúlkunni, sem sá
um Florimond, þremur þjónum og tveimur ökumönnum. Á siðasta
augnabliki bað hún hárkollumeistarann Binet og litla Giovanni að koma
með.
Hún brosti og reyndi að láta sem ekkert hefði gerzt, og hélt dauða-
haldi í orð Péguilins: „Þetta hlýtur að vera allt saman misskilningur."
Og fyrir utan það, að de Peyrac greifi var sporlaust horfinn, virtist ekk-
ert hafa breytzt. Enginn orðrómur kvisaðist um, að hann hefði fallið
á ónáð. Og Grande Mademoiselle lét ekkert tækifæri ónotað, til þess
að spjalla við ungu greifafrúna.
Stundum fannst henni, að hana væri að dreyma, en í nánd við Dax
kom nokkuð fyrir, sem vakti hana hrottalega til raunveruleikans.
Nokkrir menn frá nágrannaþorpi stöðvuðu lestina og spurðu, hvort
þeir gætu fengið nokkra varðmenn til að hjálpa við að leita að svartri
ófreskju, sem hafði valdið ógn i öllu héraðinu. Ófreskjan hafði ráðist
á ferðamannavagn. Sem betur fer höfðu farþegarnir í vagninum skamm-
byssu, og svarta ófreskjan flúði.
Næsta kvöld, þegar flestir höfðu komið sér fyrir í þorpunum í kring-
um Bordeaux, dreymdi Angelique, að hun heyrði aftur þetta óheillavæn-
lega hróp:
— Médéme! Médéme!
Hún bylti sér órólega í rúminu en vaknaði að lokum.
— Það er Kouassi-Ba, Madame, hvíslaði Margot. Þær læddust til
dyra og opnuðu. Sem betur fór, var bikamyrkur úti.
— Kouassi-Ba, komdu hingað, hvíslaði Margot.
Eitthvað hreyfðist i myrkrinu, og stórvaxinn líkami hálfhrasaði inn
fyrir þröskuldinn. Þegar þær höfðu kveikt ljós, sáu Þær, að hann var
mjög fölur, þrátt fyrir dökkan hörundslit, og klæði hans voru alblóð-
ug. Margot hellti upp í hann svolitlu koníaki. Fyrst þá gat hann skýrt
frá því, að hann hefði særzt fyrir þrem dcgum og síðan verið á reiki
þar í kring.
— Bara eitt höfuð Médéme, sagði hann. — Ég gat aðeins höggvið
einn haus af.
— Það var meira en nóg, sagði Angelique.
—■ 1 staðinn missti ég stóra sverðið mitt og hestinn minn.
— Ég skal gefa þér nýtt sverð og nýjan hest. Segðu nú ekki meira.
Þú ert nú búinn að finna okkur, óg það er fyrir mestu.
Meðan Angelique talaði, reif hún lak i ræmur. Hún var hrædd um,
að kúlan væri enn í sárinu, rétt neðan við viðbeinið, en svo rakst hún
á annað sár, undir holhöndinni, sem sýndi, að kúlan hefði farið þar út.
Hún baðaði sárini úr koniaki og batt um þau.
— Hvað eigum við að gera við hann, Madame? spurði Margot hrædd.
— Við tökum hann auðvitað með okkur. Hann verður að liggja undir
dótinu á kerrunni, og þegar við komum til Parísar, lagast allt af sjálfu
sér. Eins og til að fullvissa sjálfa sig bætti hún við: — Þið verðið að
skilja að þetta er bara misskilningur.
Vagninn rann gegnum Rambouillet skóginn. Angelique dró ýsur, þvl
hitinn var óþolandi. Florimond lá sofandi í kjöltú Margot. Allt í einu
vöknuðu þau við snöggan skell, og vagninn skelltist á hliðina. Þau ultu
hvað um annað. Samskonar smellur heyrðist aftur, og Angelique sá I
gegnum vagngluggann undarlega stjörnu, með gati í miðjunni. Síðan
voru vagndyrnar rifnar1 upp og Péguilin gægðist inn.
— Nokkur meiddur? spurði hann áhyggjufullur.
—- Eftir hljóðunum að dæma, eru allir lifandi ennþá, sagði Angelique.
Hún hafði sjálf skorizt lítillega á handlegg af glerbroti, en skráman
var ómerkileg. Péguilin hjálpaði þeim upp úr vagninum.
Meðan Angelique huggaði son sinn, sá hún, að fylgdarlið Péguilins
hafði numið staðar fyrir aftan hennar eigin vagn.
—■ Hvað kom eiginlega fyrir? spurði Angelique ökumanninn. — Eruð
þér fullur? Eða sofnuðuð þér í ekilssætinu?
•— Nei Madame, hvorugt. Það get ég fullvissað yður um. Ég hafði
hestana alveg á valdi minu. Þeir skokkuðu áfram á góðri ferð, þegar
tveir ribbaldar skutu allt í einu upp kollinum. Annar þeirra var með
skammbyssu, skaut með henni út í loftið og hræddi hestana. Það var
þá, sem vagninn valt niður í skurðinn. Annar mannanna hafði gripið
í taumana á hestinum. Ég sló til hans með svipunni eins fast og ég gat.
Hinn skaut einu skoti inn í vagninn. Einmitt þá komu þessir herrar.
Glæpamennirnir tveir tóku til fótanna....
— Það var skrýtið, skaut Péguilin inn í. — Það eru verðir í skóginum,
og allir, sem ekki eiga að vera hér, hafa verið reknir í burtu, til þess
að ekkert kæmi fyrir lest konungsins. Hvernig litu þessir menn út?
— Ég veit það ekki, yðar hágöfgi. En Þetta voru engir venjulegir
flakkarar. Þeir voru vel klæddir og vel rakaðir.
Glæsilegur vagn ók fram og nam staðar hjá þeim. Grande Mademoi-
selle stakk höfðinu úr glugganum.
Péguilin útskýrði, hvað komið hefði fyrir, og sagði, að það gæti
Framhald á bls. 46.
VIKAN 35. tbl. — 23