Vikan


Vikan - 27.08.1964, Blaðsíða 45

Vikan - 27.08.1964, Blaðsíða 45
UTSALfl hjá Hndrési HERRADEILD (I. hæð): Karlmannaföt, unglingaföt, drengjaföt. Verð fró kr. 500,00. Stakir jakkar, stakar buxur, mikill afslóttur. Gerið góð kaup. — Kaupið skóla- fötin á ótrúlega lágu verði. HERRADEILD (götuhæð): Karlmanna-, unglinga- og drengjaskyrtur. Verð frá kr. 85,00 — og peysur með allt að 40% afslætti. DÖMUDEILD (götuhæð): Kvenkápur, unglingakápur, dragtir. Verð frá kr. 750,00 Kaupið skólakápurnar meðan verðið er lágt. LAUGAVEG 3 hann spratt úr sæti sínu og var búinn að opna fyrir gestunum áður en þeir hringdu dyrabjöll- unni. „Góðan dag, lögreglufulltrúi,“ sagði sálfræðingurinn. Crane lögreglufulltrúi tók kveðju hans glaðklakkalega. „Því fer fjarri að þetta verði góður dagur, og það vitið þér eins vel og ég. En hvernig er það - - ég heyrði sagt að þér hafið komið flóttamanneskju undan réttvís- inni hér í fylgsni." „Frú Kincaid er ekki á flótta eða í felum. Hún dvelst hér vegna þess að hún er sjúk.“ „Ég vildi gjarna vita hvernig á þeim sjúkleika hennar stend- ur. Þolir hún ekki að sjá blóð, eða hvað?“ „Hafið þér einhverja sök á hendur frú Kincaid?" „Það segi ég ekki, að minnsta kosti ekki enn . . .“ „Takið þessu þá rólega. Ég vil ekki að hún verði yfirheyrð fyrr en að viku liðinni í fyrsta lagi. Og ég mun leita til dómstólanna til að koma í veg fyrir það, ef þörf krefur.“ „Þér getið ekki talað við mig í þessum dúr.“ Godwin sálfræðingur skellti á þá útidyrahurðinni og stóð síð- an fyrir henni, svo að víst væri að lögreglumennirnir kæmust ekki inn átakalaust, og blés ótt og títt eins og móður spretthlaupari. „Þér berið sannarlega um- hyggju fyrir sjúklingum yðar, herra sálfræðingur," varð mér að orði. „Þeir unnu henni nóg mein þegar hún var barn. Og þeir skulu ekki fá að leika þann leik aftur, geti ég komið í veg fyrir það.“ „Hvernig vissi Crane lögreglu- fulltrúi að Dolly var hér?“ „Það hef ég ekki hugmynd um -— og þó. Dolly bað mig um að hringja til Alicu Jenkis móður- systur sinnar í kvöld er leið.“ „Ekki mundi hún fara að leggj- ast gegn frænku sinni,“ varð mér að orði. „Þér þekkið hana ekki,“ svar- aði sálfræðingurinn. „Hún hefur verið svarinn óvinur minn æ síð- an ég reyndi að koma í veg fyrir að Dolly yrði látin bera vitni í máli föður síns. Fyrir það lét hún mig hætta að stunda hana. Og þar að auki hefur hún verið vin- kona lögreglufulltrúans um ára- bil.“ Nei, ég þekkti ekki Alicu Jen- kis, en ég hét því að þar skyldi brátt breyting á verða. Það var tveggja klukkustunda akstur til borgarinnar, þar sem sú góða kona bjó í einu að reisu- legustu húsunum við þá götu, þar sem reisulegustu húsin stóðu. Hvítkalkað hús, tveggja hæða og stóð alllangt frá götunni á grænni, vel hirtri grasflöt. Ég gekk út á flötina, hallaði mér upp að pipartré og veifaði hatt- inum við andlit mér, eins og blæ- væng. Heldur valdsmannsleg, grá- hærð kona kom fram á dyra- þrepin og skipaði mér að hypja mig út af flötinni, annars skyldi hún kalla á lögregluna. Þetta var ekki góð byrjun. En þegar ég til- kynnti henni, að ég væri kominn erinda eiginmanns Dollyar, frænku hennar, bauð hún mér að koma til sín upp á dyraþrep- in og ræða málin nánara. Hún virtist hafa þungar áhyggjur vegna systurdóttur sinnar — og meiná það. Að minnsta kosti varð ekki annað séð á tilliti dökk- brúnna augnanna bak við horn- spangargleraugun. ,Hvernig maður er það eigin- lega, sem Dolly giftist?“ spurði hún. „Góður drengur,“ svaraði ég, „og allt sem bendir til, að hann muni fara batnandi. Mér skilst að þér hafið ekki hitt Dolly ný- lega?“ „Nei. Hún snerist gegn mér. Það er gamla sagan, æskan rís gegn ellinni. En mér hefur alltaf þótt vænt um hana. Það ber þó ekki að skilja þannig, að ég þoli henni hvað sem er. Ég hef opin- berum störfum að gegna, og lög- reglufulltrúinn hefur sagt mér (« Hún þagnaði við í hálfsagðri setningu. „Hver eru þau opinberu störf?“ spurði ég. „Ég er velferðarfulltrúi í þessu umdæmi,“ svaraði hún og bætti síðan við: „Öll sönn velferð byggist á heimilunum sjálfum. Og hver haldið þér að hafi tek- ið telpuna að sér, þegar hjóna- band systur minnar fór eins og það fór? Ég. Ég tók hana að mér, og systur mína líka, gaf þeim báðum mat og húsaskjól, og eft- ir að systir mín var myrt, ól ég telpuna upp sem væri hún mín eigin dóttur. Var unnt að ætlast til meira af mér?“ „Yður gefst tækifæri til að taka af allan vafa um það ein- mitt nú. Ég veit ekki hvað lög- reglufulltrúinn kann að hafa sagt yður, en ég þykist viss um, að hann hafi talað sem lögreglu- fulltrúi, fyrst og fremst." Svipurinn á andliti hennar harðnaði. „Crane lögreglufull- trúa skjátlast ekki,“ sagði hún. „Öllum lögreglumönnum getur skjátlazt eins og öðrum. Það er einungis mannlegt“, sagði ég. „Það getur meira að segja átt sér stað að yður, Crane lögreglu- fulltrúa, kviðdómendunum tólf og sjálfum dómaranum hafi skjátl- azt í máli McGee og að hann hafi verið dæmdur saklaus". Hún hló framan í mig, en þó ekki storkandi. „Furðulegt að nokkur skuli slá slíku fram. Þér þekkið ekki McGee. Það er maður sem trúandi var til alls. Spyrjið fólk, sem var honum samtíða. Iiann var því vanastur að koma dauðadrukkinn heim og berja konu sína. Oftar en einu sinnni varð ég að ráðast gegn honum, þar sem hann stóð með byssuna, og telpan litla hékk í pilsunum mínum. Hann gerði jarðvist syst- ur minnar að Helvíti, þessi ár, sem þau voru í hjónabandi, og að síðustu myrti hann hana“. „Hvers vegna?“ „Af eintómri mannvonzku. Það sem hann gat ekki sjálfur notið, því varð hann að tortíma. Og víst var um það, að þar var eng- inn annar í spilinu. Hún var hon- um trú til dauðans". „Hver hélt því fram, að ann- ar maður hefði verið kominn í spilið?“ Hún leit á mig og fölnaði. Sjálfstraustið, sem réttmætt reið- in hafði veitt henni, virtist allt í einu horfið. „Það voru uppi raddir um það. Illkvittnislegar raddir“, sagði hún lágt. „Líkast til hefur McGee sjálfur komið þeim illa og ómak- lega orðrómi af stað, að minnsta kosti hélt verjandi hans þeirri Gróusögu blákalt fram“. „Hver var verjandi hans?“ „Gil Stevens, sá gamli óþokki og bragðarefur. Það leitar enginn aðstoðar hans nema sá, sem veit sig sekan. Og hann svífst einskis til að fá sökudólgana sýknaða". „Ekki tókzt honum samt að fá McGee sýknaðan“. „í rauninni tókst honum það einmitt. Tíu ár er lítilf jörleg refs- ing fyrir málsbótalaust morð, framið að yfirlögðu ráði“. Hún var svo sannarlega ekki á því að láta setja sig út af lag- inu, konan sú. Ég hikaði við að segja henni þau orð Dollyar, að hún hefði komið föður sínum í fangelsi með lygum, en hugðist gera það áður en við skildum að skiptum. „Ég hef áhuga á öllu, sem snertir það morð“, sagði ég. „Það veldur yður kannski sársauka að rifja það upp“. „Ég var ekki heima, þegar sá hörmulegi atburður gerðizt. Ég var á kvenfélagsfundi. Telpan var hér heima hjá móður sinni“. „Hvar í húsinu var hún?“ „Hérna uppi á lofti. í svefn- herbergi þeirra mæðgna, sem veit út að götunni. Telpan heyrði þau vera að rifast hérna á dyraþrep- unum, og síðan skothvellinn. Hún hljóp út að glugganum og horfði á eftir föður sínum, þar sem hann flúði með byssuna í hendinni. Þá fór hún ofan stigann og kom að móður sinni látinni". „Hvernig byssa var þetta?“ „Af meðalhlaupvídd, hélt lög- reglufulltrúinn. Hún fannst aldrei. McGee hefur að öllum lík- indum kastað henni í sjóinn. Hann var þar að minnsta kosti þegar þeir handtóku hann dag- inn eftir“. Framhald í næsta blaði VIKAN 35. tbl. — AK

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.