Vikan


Vikan - 27.08.1964, Blaðsíða 43

Vikan - 27.08.1964, Blaðsíða 43
Toni gefur fjölbreytileika Sama stúlkan. Sama permanentið. Ólíkt útLit Toni llfgar og gerir hár yðar meðfærilegt. Gerir yður kleift að leggja og greiða hár yðar hvernig sem þér óskið. Heldur lagningunni. Sama permanentið heldur hvaða lagningu sem er. Hér eru þrjár ólíkar hárgreiðslur, sem eru grundvallaðar á einu Toni. En þér getið greitt yður á tugi mismunandi vegu. Ef þér óskið eftir að fá leiðbeiningar um hárlagningar fyrir ; þessar hrífandi hárgreiðslur, þá vinsamlegast skrifið til Evelyn Douglas, Globus h.f., Vatnsstíg 3. Reykjavík. n NEW;|: Ton»f foðdyjrtfjf cnmÁfli •^utralis^ \ NEW roiii'-AðcinsToni hefur tilbúinn bindi vökva. Engin fyrirhöfn. Tilbúið til notkunar í handhægri plastik flösku. Vefjið aðeins hárið upp á spólurnar og þrýstið bindivökvanum í hvern lokk. þér munið öðlast fullkomið Toni. Engar krullur. Engir stífir broddar. Toni gerir hár yðar mjúkt og skinandi. Auðveldar hárgreiðsluna. Reynið Toni. Framhald af bls. 25. mín, að áeggjan systur sinnar, Alicu Jenkins, sem ég þekki lít- illega. Dolly var ekki hamingju- söm í bernsku. Hún var meira að segja í nokkurri hættu, enda lágu til þess ærnar ástæður. Þannig er það alltaf. Faðir henn- ar, Thomas McGee, var beggja handa járn, hrottafenginn og alls ekki fær um að sinna skyldum sínum sem faðir. Hann hljópst síðar á brott frá fjölskyldu sinni og myrti loks konu sína.“ „Þér eruð viss um það?“ „Að hann hafi verið sekur? Já. Hann var dæmdur í tíu ára fangr elsi fyrir manndráp og sat dóm- inn af sér í San Quentin." „En nú hefur hann verið lát- inn laus og dvelzt hér í borginni undir nafninu Chuck Begley. Vissuð þér það?“ „Dolly sagði mér það í morg- un. Það er eitt af mörgu, sem liggur á henni eins og mara. Þér getið gert yður það í hugarlund hvílík áhrif það hefur haft á við- kvæma, tíu ára telpu að alast upp í andrúmslofti, sem var mettað af óvissu og ofbeldi, og hve auðveldlega það gat orðið til að vekja með henni tilefnislausa sektarkennd. Ég reyndi að koma fram við hana eins og vingjarn- legur og þolinmóður faðir og veita henni að nokkru leyti það öryggi, sem hún hafði farið svo tilfinnanlega á mis við. Og þetta gekk vel, þangað til ósköpin dundu yfir.“ „Morðið, eigið þér við?“ Hann laut höfði, hryggur á svip. „Ég var sjálfur staddur í réttarsalnum daginn, sem hún bar vitni gegn föður sínum. Að sjálfsögðu hafði ég áður reynt að sýna dómurunum fram á að slíkt ætti ekki að leyfast. En hún var aðalvitnið og móðursystur henn- ar hafði samþykkt það og hún var látin endurtaka hina óhugn- anlegu frásögn sína. Ég hef grun um að hún hafi verið vandlega undir það búin — hún hafði heyrt skothvellinn, sagði hún, litið út um svefnherbergisglugg- ann og séð föður sinn hlaupa á brott með byssu í hendi.“ „Hvað veldur að þér álítið að hún hafi verið vandlega undir- búin? Segir hún söguna kannski öðruvísi nú?“ spurði ég. „Já. Hún heldur því fram að hún hafi alls ekki séð föður sinn umrætt kvöld og að hann hafi ekki verið neitt við morðið rið- inn. Hún kveðst hafa borið fals- vitni fyrir rétti, vegna þess að visst fullorðið fólk hafi knúið hana til þess.“ „Þeir fullorðnu krefjast enn ýmissa hluta af henni?“ varð mér að orði. „Faðir hennar gekk á fund hennar morguninn eftir brúðkaupsnóttina, og gekk svo hart að henni á einhvern hátt, að hún fór úr jafnvægi." „Þér hafið lög að mæla, herra Archer," sagði hann alvarlegur á svip. „McGee reyndi að sann- færa hana um að hann hefði ver- ið dæmdur saklaus, og honum tókzt það . . . tókzt meira að segja að sannfæra hana um að hún væri sú seka.“ „Sek um falsvitni?“ „Sek um morð.“ Hann hallaði sér að mér og mælti lágt: „Hún skýrði mér frá því í morgun, að hún hefði sjálf orðið móður sinni að bana.“ „Skotið hana?“ „Nei, að hún hafi orðið henni að bana með lausmælgi sinni. Það er furðulegt. Hún heldur því fram, að þannig hafi hún ekki einungis orðið móður sinni að bana og sent föður sinn í fangels- ið, heldur og gerzt sek um morð- ið á Helenu." „Hefur hún skýrt nánara hvað hún eigi við?“ „Ekki enn. Hún er heltekin sektarkennd, sem þó er ekki víst að standi nema að takmörkuðu leyti í sambandi við þessi morð. Ég veit til dæmis með vissu að hún varð ekki völd að dauða móð- ur sinnar, og að hún bar ekki í raun og veru ljúgvitni gegn föð- ur sínum. Ég er þess fullviss, að McGee var sekur.“ VIKAN 35. tbl. —

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.