Vikan


Vikan - 27.08.1964, Blaðsíða 21

Vikan - 27.08.1964, Blaðsíða 21
1 (,,' i Einbýlishús á steinsúlu í fjallshlíð ofan við Los Angeles. ■O Gluggarnir ná allan hringinn og mynda „panorama" út- sýni yfir borgina. Úr stofunni. Takið eftir burðarbitunum, sem eru sveigðir inn að miðjunni. O Hús og húsbúnaður Einbýlishús á einni hæh Það er einna helzt að Bandaríkjamenn taki sig fram um að reyna einhverj- ar róttækar nýjungar í byggingalist, ekki sízt í íbúðahúsabyggingum. Það er stundum kvartað yfir því, að íbúðarhús séu yfir- leittmjög lík og alltof sjald- an komi fram merkar nýj- ungar, sem leitt gætu til einhverra framfara og skemmtilegra tilbreytinga. Það eru einkum einstaka Bandaríkjamenn, sem eru svo auðugir, að þeir geti hent fjármunum sínum í tilraunir af því tagi og fengið framúrskarandi arkitekta til þess að teikna og sjá um verkið. Nokkur slík dæmi er hægt að finna vestra og er ef til vill „Falling water“ Frank Loyds Wrights frægast þeirra. Hátt í fjallshlíð ofan við Los Angeles, hefur eitt þesskonar hús verið byggt. Arkitektinn, sem átti hug- myndina og útfærði hana, heitir John Lautner. Hann byggði í staðinn fyrir und- irstöður og grunn eina rammlega steinsúlu, sem er eitthvað á annan meter í þvermál. Eins og sjá má af myndinni, koma járn- bitar út úr súlunni neðan- verðri. Þeir halda síðan áfram í veggjum og lofti og koma allir saman í þaki hússins og binda það sam- an. Þetta sést vel á mynd- inni innan úr stofunni, því bitamir eru ekki klæddir af í loftinu. Þetta hús er áttkantað og gluggaröðin nær óslitið hringinn. Útsýnið er held- ur ekki af lakara taginu; á myndinni úr stofunni sést yfir borgina og í fjöllin handan dalsins. Vegur ligg- ur að húsinu uppi á brekkubrúninni og þar er gengið inn í það. Einhverj- um kynni að detta í hug, að talsverður einangrunar- kostnaður yrði við svona hús hér á íslandi og líklega yrði að ganga rambyggi- lega frá súlunni til þess að húsið skylfi ekki ónotan- lega í harðviðrum. VIKAN 35. tbl. 21

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.