Vikan


Vikan - 10.09.1964, Blaðsíða 5

Vikan - 10.09.1964, Blaðsíða 5
Húffa og veftiíngar Vettlingar: Efni: Svartir fingra- eða belgvettlingar prjónaðir úr ull — dálítið af fremur fíngerðu svörtu og hvítu garni í uppábrotið. Klippið ofan af vettlingnum um úlnlið, rekið upp þar til lykkjurnar fást hreinar í eina umf. og dragið þær síðan upp á 4 fína sokkaprjóna. Takið úr eða aukið á eftir lykkna- fjöldanum, þar til lykkjurnar verða 70. Skiptið nú lykkjun- um þannig að 20 1. séu á 2 prj. og 15 1. á 2 prj. Byrjið síðan að prjóna, fyrst 5 1. með hvítu garni síðan 5 1. með svörtu garni og þannig til skiptis umferðina á enda. Prj. 5 umf. f 6. umf. er skipt þannig að hvítt garn prjónast yfir svart garn og öfugt. Prjónið 5 umf. Með þessari skiptingu myndast skákborðs- munstrið. Prj. 9 kaflaraðir, prj. þá 2 umf. með svörtu garni og fellið fremur laust af þannig að garður myndist á réttu. Farið eins með hinn vettlinginn. HÚFA. Efni: Svört alpahúfa (eða hekluð húfa úr svörtu garni) — stór dúskur búinn til úr svörtu og hvítu garni. Dúskurinn er búinn til með því að klippa 2 hringlaga pappaspjöld á stærð við æski- lega stærð dúsksins og klippa úr þeim fremur stór göt, sjá skýringarmynd 1. Skýringar- mynd 2 sýnir pappaspjöldin lögð hlið við hlið og klippt upp í þau. Skýr.m. 3 sýnir hvernig byrjað er að sauma yfir spjöldin. Þræðið grófa java- eða teygjunál með svörtu og hvítu garni og eins mörgum þráðum og nálin tek- ur. Saumið um hringinn þar til gatið er uppfyllt. Takið þá skæri, stingið oddi þeirra milli spjaldanna og klippið. Hnýtið sterkum þræði milli spjaldanna eins og skýr.m. sýnir og festið hann með því að þræða hann á nál og stinga upp og niður í gegnum dúskinn. Rífið spjöldin sund- ur. Snyrtið dúskinn vandlega með því að klippa allar ójöfn- ur og láta hann yfir gufu.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.