Vikan


Vikan - 10.09.1964, Blaðsíða 41

Vikan - 10.09.1964, Blaðsíða 41
Hicrs vegna hoipg híl fyrir 1)0-40 hr. þegar ticegl tr oi fi nýjm TRABANT '65 midel fyrlr 00 þtsund hrcnur Trabant ’65 módel er nú fyrirliggjandi meS fjölmörgum endurbótum og gerbreyttu útliti MEÐAL HELZTU ENDURBÓTA MÁ TELJA: 1. 26% stærri rúður. 2. 50% betri hitagjöf frá miðstöð. 3. Rúðusprautur. 4. Hljóðeinangrun með trefjamottum. 5. Gerbreytt útlit, þak lárétt með skyggni að aftan. 6. Nýir glæsilegir litir. 7. Stuðari að aftan. 8. Tvö sólskyggni. 9. Fatasnagar og þrír öskubakkar. 10. 2 útispeglar og einn tvöfaldur innispegill. 11. Afturhluti bílsins lengdur, afturljós inn- byggð. 12. Upphalarar á stórum hliðarrúðum. 13. Þægilegri sæti, og rúmbetra aftursæti. 14. Kistulok læst með lykli. 15. Húnar á hurðum gerbreyttir. 16. Stærri rafgeymir. 17. Miklu þýðari á vondum vegi. 18. Auk óteljandi annarra breytinga og endurbóta. 19. Hefur einnig alla kosti Trabant 600, á vél, bremsum og gírkassa, sem reynzt hefur af- burða vel hér. Umboðsmenn úti á landi eru: Bifreiðaþjónustan Akranesi, sími 1477. Gunnar Árnason, Akureyri, sími 1580. Elís H. Guðnason, Eskifirði, sími 61. Tryggvi Guðmundsson, Vestmannaeyjum Bíllinn er til sýnis og sölu hjálBílaval Lauga- veg 90, sími 19092. - Leitið upplýsinga. einkaumboð: Ingvar Helgason Tryggvagötu 4 — Reykjavík — Sími 19655. svo enginn óviðkomandi gat horft inn. Klaustrið mitt, kallaði hún staðinn. Sagt er, að í hlutverki Christ- inu drottningar hafi hún leikið sjálfa sig á djarfari hátt en hún hafði þorað áður, myndin sé næstum eins og einkaskriftamál hennar sjálfrar. Þegar drottning- in unga er leidd fram fyrir fólk- ið og látin sýna sig í hallar- glugganum, lítur hún út eins og eigi að fara að fórna henni. Og þegar hún situr ein og yfirgef- in í hásætinu, hefur rödd hennar bitran hljóm: — Allt mitt líf hef ég verið sem tákn... ég vil vera manneskja ... mér finnst ég vera lítil, einmana og hrædd... En í endi myndarinnar sýnir hún drottninguna kveðja land sitt og halda á brott, og þar túlkar hún kraft til að komast yfir erfiðleik- ana. Garbo var einmana drottning. En brátt átti hún eftir að hitta mann með jafneinkennilega skap- gerð og hún sjálf hafði, lista- mann, sem var mörgum árum eldri en hún, en sem var jafn- viðkvæmur og óviðbúinn árásum og hún sjálf. Það var tónlistar- snillingurinn Leopold Stokowski. ★ ÁSTIN FER EKKI AÐ LÖGUM Framhald af bls. 17. Fátt er svo með öllu illt, að ekki boðið nokkuð gott, hugsaði hún bitur og lagði hverja beikon- sneiðina af annarri á pönnuna. Nú var ekki lengur nauðsyn- legt að halda áfram við þennan megrunarkúr. Það sem hún hafði borðað á Montagne hefði ekki einu sinni dugað til að metta spörfugl. Munnur hennar fylltist af vatni, er hún sá steiktu eggin á pönn- unni, umkringd beikonskífum. Hún var í þann veginn að stinga fyrsta bitanum upp í sig, er eldhúsdyrnar opnuðust, og hún stöðvaði gaffalinn á miðri leið og starði á Jimmy. ■—■ Er þér ekki sama þó að ég snæði með þér. Lucinda? Það er svo leiðinlegt að sitja einn og borða. Hann gekk að borðinu og setti disk á það beint á móti henn- ar. Augu hans glenntust upp er hann sá hvað hún hafði skammt- að sér. — Þú ert reglulegt átvagl! Þetta eru að minnsta kosti þús- und kalóríur, sagði hann hlæj- andi. Lucinda kipraði saman augun. — Þetta er kvöldmaturinn minn ■— og ég ætla að borða hann upp til agna. Hún skar sér vænan bita og nældi hann upp á gaffal- inn. — Og það sem meira er: Aldrei framar skal ég svelta mig út af nokkrum manni. — Mín vegna þarftu ekki að svelta þig, því að mér geðjast betur að þér svolítið þriflegri, sagði Jimmy og hló lítillega. Hún leit í glaðvær augu hans, og allt í einu fór hún að hlæja líka. — Það er gaman að heyra þig hlæja aftur á þennan hátt, sagði hann kyrrlátlega. — Ég hef haft auga með þér mánuðum saman og séð þig líkjast Elspethu þessa heims meir og meir — en verða ólíkari minni yndislegu Lucindu... Hann þagnaði allt í einu, og hún greip andann á lofti, er hún sá tjáninguna í augum hans. — En Jimmy! Ég sem hélt að þú værir vitlaus í Elspethu. — Það er ég líka — betra módel er ekki til! Lucinda, ég þarf að segja þér nokkuð. Hann dró stól sinn nær henni og greip um hendur hennar. — Allar stúlkurnar, sem ég tók heim með mér — það var bara til að gera þig afbrýðisama. Og þú hugsaðir bara um Guy og tókst ekki einu sinni eftir því. — Og Elspeth! — Nú verður þú sjálfsagt reið við mig, Lucinda, en þú manst að þú sagðir sjálf að í ástamál- um væri allt leyfilegt. Elspeth átti að veiða Guy. Ég vissi að hún passaði alveg fyrir hann. — Ó, Jimmy, sagði hún og var gráti nær, — hvernig gaztu gert þetta? Var þér þá alveg sama þótt ég yrði hræðilega ó- hamingjusöm? Hann tók utan um hana og horfði í augu hennar. — Það var einmitt þess vegna, sem ég gerði það — til að þú skyldir taka það nærri þér, sagði hann kyrrlátlega. — Ég hef spurt Guy, hvort hann hafi í hyggju að staðfesta ráð sitt, en ekkert er honum fjær skapi. Hann er ekki af neinni þinn-til- dauðans manngerð. Guy er ævin- týramaðurinn í fjölskyldunni — París —■ glaumur og gleði — fallegar stúlkur — frelsi. Lucinda starði stóreygð á hann. — En Jimmy, það ert þú! — Ég reyndi að apa allt eftir honum í von um að þú tækir eftir mér. Það var meiri spenna í andliti hans en hún hafði nokk- urn tíma séð þar fyrr. — Þér myndi falla vel við mig með tím- anum, Lucinda, ef þú bara gætir hætt að hugsa um mig sem bróð- ur... Lucinda starði á hann eins og hún væri að sjá hann í fyrsta sinni, og allt í einu rann það upp fyrir henni, að hann hafði til að bera alla þá eiginleika, sem hún hafði eignað Guy. — Það gæti ég áreiðanlega, Jimmy, hvíslaði hún. — Á núll komma núll sekúndum! ic SVUNTUR Framhald af bls. 4. kring með skáböndunum. Búið til litla hneppslu í hálsinn og festið tölu gengt henni. Sníðið VIKAN 37. tbl. —

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.