Vikan - 10.09.1964, Blaðsíða 50
í FULLRI ALVÖRU
Hrein
frísk
heilbrigð
húð
Það skiptir ekki máli, hvernig húð þér hafið!
Það er engin húð eins.
Fn Nivea hæfir sérhverri húð. Því Nivea-creme
eða hin nýia Nivea-milk gefur húðinni allt sem hún
þarfnast: Fitu, raka og hið húðskylda Euzerit.
Og þess vegna getur húð yðar
notið þeirra efna úr Nivea sem hún þarfnast helzt.
Hún getur sjálf ákveðið það magn, sem hún
þarfnast af fitu og raka.
Þetfa er allur leyndardómurinn við ferska, heilbrigða og
Nivea-snyrta húð.
Framhald af bls. 2.
laust fram að þessu, því bílfreyj-
an, sem sérstaklega var ráðin
til að sjá um velferð farþeganna,
haföi hvað eftir annað lofað
að láta piltinn vita, þegar kom-
ið yrði i hans áfangastað. Við
spurningu konunnar tók piltur-
inn viðbragð og játaði, og fékk
þá að- vita, að síðasti viðkomu-
staður hefði verið Bifröst. Hann
snaraðist til og bað bilstjórann
að stöðva bílinn, hvað hann
gerði þegar í stað, en þá var
komið nokkuð niður i hraun.
Og þar mátti pilturinn fara af
bilnum, með farangur sinn, sem
var töluvert mikill, og ösla til
baka gegnum svaðið á veginum.
Nú dró ekki til tíðinda, fyrr
en komið var niður í Mosfells-
sveit. Við Hlíðartún þurftu hjón
og barn að fara úr. Á Tungu-
melum báðu þau bílfreyjuna að
láta bílinn stanza á réttum stað,
og spurðu hana, hvort hún vissi,
hvar afleggjarinn væri. Hún játti
því. Svo fór hún fram í aftur
og sat sem fastast, og er ekki að
orðlengja það, að hjónin þurftu
sjálf að kalla í ökumanninn, þeg-
ar hann ók sem snarast framhjá
afleggjaranum, enda hafði bíl-
freyjan ekki minnzt á það einu
orði, að hann ætti að stansa þar.
Og þar máttu þau þrjú ösla for-
ugan veginn vænan spotta til
baka, vegna sofandaháttar bíl-
freyjunnar. Eitthvað minntust
þau á það við hana, að hún hefði
lofað að láta bílinn stansa á
réttum stað, og eina svarið, sem
þau fengu var þetta: „Ég bið
afsökunar."
Og það var nú svo sem gott,
svo langt sem það náði.
Ég leyfi mér að efast um, að
forráðamenn Norðurleiðar h.f.
hafi nokkurn tíma haft hugmynd
um sofancfiahátt þessarar bíl-
freyju. Ég trúi þvi ekki, að þeir
hafi vitandi vits svona tróð-
brúður í sinni þjónustu. Og þá
eru bílstjórarnir ekki alveg sak-
lausir, því varla fer svona lag-
að alveg fram hjá þeim.
Það er ekki nóg, að bílfreyjan
líti vel út og hugsi vel um við-
hald útlitsins, hún verður líka
að geta hugsað örlítið, munað
stundinni lengur einföldustu at-
riði, og helzt að vita eitthvað
sjálf. Um þessa bilfreyju er það
að segja, að liún vissi ekki nafn
á einum einasta stað leiðarinnar,
sem liún var um spurð. Þegar
farið var fram hjá Staðarskála
í Hrútafirði, var hún spurð, hvað
þessi staður héti. Hún leit tóm-
um augum út um gluggann og
svaraði: — Ég veit það þvi mið-
ur ekki!
Það eru vinsamleg tilmæli til
forráðamanna Norðurleiðar h.f.,
að þeir vandi betur til bílfreyja
sinna en þetta. Annars er hætt
við, að gott álit fyrirtækisins
rýrni fljótlega. Sig. Hreiffar.
50
VIKAN 37. tbl.