Vikan


Vikan - 10.09.1964, Blaðsíða 28

Vikan - 10.09.1964, Blaðsíða 28
„Nei. Hún slaðhæfir enn að hún eigi sök á því. Allt sé sín sök. Að sjálfsögðu legg ég ekki neinn trún- að á það." Hann þagnaði stutta stund. „Hvað haldið þér um sjúkleika hennar?" „Þér verðið að ræða það við sálfræðinginn." „Hann verst allra frétta. Það er einhver sálfræðileg tilraun, sem hann hyggst gera á morgun, og standist hún hana, getur verið að hann reyni við hana þetta lyf, sem fær fólk til að láta allt uppskátt — sodium pentothal — kannski á mánudag. Ég hvatti hann til þess." „Hvetjið þér mig líka til að halda áfram?" „Ég var að vona að þér telduð það sjálfsagðan hlut. Ég vil að þér gerið allt, sem unnt er, til að leysa þessa gátu." „En það getur orðið yður út- látasamt," varð mér að orði, og skýrði honum síðan frá þeirri fyrir- ætlun minni að skreppa flugleiðis til lllinois, ef til vill með viðkomu í Reno í bakaleiðinni. „Ég get alltaf selt bílinn. Ég á hann skuldlausan, og satt bezt að segja hef ég fengið mig fullsaddan á kappakstri og öllu þess háttar." Hann vildi endilega láta mig hafa allt það fé, sem hann hafði á sér, og ég var einmitt að telja það, þegar við heyrðum háreysti mikla ( konu frammi á ganginum. Hún hrópaði og hafði ekkert vald á röddinni fyrir geðshræringu, og fyrst hélt ég að þar mundi um ein- hvern af sjúklingum sálfræðingsins að ræða. En þar reyndist komin Alice Jenkis. Hún stóð rétt fyrir innan útidyrahurðina og starði hvasst á sálfræðinginn gegnum móðuskyggð gleraugun. Godwin mælti af þjósti: „Þér takið Dolly ekki heim til yðar; as>}* 28 — VUSAN 37. ÍbL hún er orðin fullveðja og gift kona, og dvelzt hér af frjálsum vilja." „Það er satt og rétt," greip Alex fram í orðaskak þeirra. „Ég er Alex Kincaid, maður Dollyar. Ég ál(t það þýðingarmikið fyrir hana, að hún sé hér um kyrrt. Ég ber traust til sálfræðingsins og konan mín einnig." „Ég hef samúð með yður. Hon- um tókst líka að slá ryki f augu mér, þangað til ég varð þess vís- ari, sem fram fór í skrifstofu hans." Alex leit spyrjandi á sálfræðing- inn, sem yppti öxlum og sneri síð- an máli sínu enn að Alicu Jenkins. „Ég hefði vænzt þess, að starf sál- fræðingsins ætti meiri skilningi að mæta af hálfu konu, sem hefur jafn- mikla reynslu í opinberu starfi og þér." „Ég er ekki að tala um starf sálfræðingsins, heldur aðrar athafn- ir, sem ekki koma við lærdómi hans. Haldið þér kannski að ég viti ekki hvað ykkur systur minni fór á milli? Haldið þér að ég muni ekki allt til- haldið og pjattið áður en hún fór til yðar á laugardagsmorgnana og að hún vildi umfram allt flytjast hingað til að vera sem næst yður." „Næst mér?" „Svo sagði hún að minnsta kosti. Þér unnuð henni, var ekki svo?" „Ég unni henni eins og sérhver læknir ann sjúklingi sínum, ef hann er á annað borð hæfur og góður læknir. . Andlit sálfræðingsins var náfölt, en augun dökk og myrk. „Þér eruð heimsk kona, frú Jenkis, og ég mælist til þess að þér verðið á brott héðan, tafarlaust." „Ég fer ekki fet fyrr en ég hef náð tali af systurdóttur minni og komizt sjálf að raun um hverskon- ar læknisráð það eru, sem þér beit- ið við hana." Það var eins og hún skammaðist sín hálft í hvoru og þættist hafa sagt of mikið. Og þeg- ar ég tók undir hönd henni, leyfði Framhaldssagan 5. hluti eftir Ross Mc. Donald Þýðing Loftur Guðmundsson Teikning Þórdís Tryggvadóttir hún mér mótþróalaust að leiða sig út. Það var svalt úti, eftir allan gróð- urhúshitann inni í hjúkrunarheimil- inu, og þegar frú Jenkis var setzt inn í bílinn, dró hún pappírsþurrku upp úr töskunni og strauk svitann af andliti sér og móðuna af gler- augunum. Það sá í samanbrotið dagblað upp úr töskunni, og ég spurði, hvort hún hefði lesið frétt- ina af byssufundinum. Hún setti á sig gleraugu í svo miklum flýti, að mér datt strax f hug að hún vildi leyna svipbrigð- um sínum. „Auðvitað," svaraði hún. „Og hvernig varð yður við?" „Lýsingin kom heim við byssu, sem ég átti í eina tíð, svo að ég brá mér á lögreglustöðina að at- huga hana. Það er samskonar marg- hleypa og mfn var, en ég hef ekki haft hana í mfnum fórum full tfu ár." „Og þér getið sannað það?" „Vitanlega. Henni var stolið af mér skömmu áður en systir mfn var myrt. Crane lögreglufulltrúi var helzt þeirrar skoðunar, að það væri skotvopnið, sem McGee myrti syst- ur mína með. Er það raunar enn. Það var hægur nærri fyrir McGee að stela henni; hann vissi að hann gat gengið að henni á náttborðinu f svefnherbergi mínu." „Hvað heldur Crane lögreglufull- trúi um þetta morð? Að McGee hafi sjálfur framið það, og vilji koma sökinni á dóttur sfna?" „Ég mundi trúa honum til þess. Maður, sem hagaði sér eins og hann gerði, gagnvart konu sinni. . ." Hún lækkaði svo röddina, að ég heyrði ekki alla setninguna. „Er þetta satt, sem þér sögðuð um samband sálfræðingsins við systur yðar?" „Það býst ég við, þó að ég hafi aldrei fengið óyggjandi sönnun fyr- ir því. Ég vissi að hún átti sér elsk- huga í borginni — og Godwin sál- fræðingur var eini maðurinn, sem hún fann þar að máli . . ." Hún ræsti bílhreyfilinn og ók af stað. Ég ók út á flugvöllinn og keypti mér farmiða með vél til lllinois — fyrir peninga þá, sem Alex hafði fengið mér. Ég tók mér far með næturþot- unni og var kominn til Bridgeton klukkan níu að morgni. Dyrabjallan heima hjá Hoffman lögregluþjóni reyndist óvirk, svo að ég notaði gamla lagið og knúði hurðar. Inni fyrir var svarað rámri röddu: „Komdu inn . . . ég held mig f greninu!" En þegar ég var kominn inn fyr- ir þröskuldinn, leit gamli berserk- urinn tortryggnislega til mín gegn- um reykjarsvæluna, þar sem hann lá endilangur uppi á legubekknum. Augu hans sýndust á floti og þef- urinn gaf til kynna f hverju þau flutu. Hann hélt á tfmaritshefti f skærgulri kápu, sem var næstum f lit við gul náttfötin. Hann var eins og aflraunamaður að vaxtarlagi, og veggurinn fyrir ofan legubekkinn, var skreyttur rifflum, haglabyssum og marghleypum. „Ekki ert þú tengdasonur minn," urraði hann. „Hver fjandinn er orð- inn af Bert. Ég sendi hann eftir meira áfengi, og það lítur helzt út fyrir að eitthvað hafi komið fyrir hann." Það leyndi sér ekki að Hoffman var illa drukkinn og hafði verið það um hríð; ég þóttist fara nærri um orsökina. Hann tók að for- mæla tengdasyni sínum fyrrverandi; kvað hann ræfilstusku, sem ekkert hefði að gera í hendur á kvenmanni og væri ekki einu sinni trúandi fyrir að kaupa áfengi. „Ég þekkti dóttur yðar," hóf ég máls. „Archer heiti ég, og kom hingað flugleiðis frá Kaliforníu." Hann gerbreyttist f framkomu. „Er

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.