Vikan - 10.09.1964, Blaðsíða 11
wsm
fi f tt il
::i:[
msmmimiaii
:: 'IÍL II:: ■■ !>::•!Itfi ::■•
Öfgamaðurinn Goldwater
frá Arizona, sem milljónir
Bandaríkjamanna vilja
fá fyrir forseta. Hver þjóð
hlýtur þann forustu-
rnann,, sem hún á skilið.
’ ,ji'. l ylh
:
: : : ■:::
:
ZL
:
■;
■
'iiiii::i :ii::
þeir harðánægðir, hver með sína gleymsku.
Fæstir hafa hugmynd um, hversu afdrifa-
rík gleymskan getur verið.
Fæstir hafa áhyggiur af því, að of miklu
sé gleymt; að það sé vegna gleymskunnar
að stríð tekur við af stríði. Það er vafasamt
að nokkurntíma hafi aðrar eins langvarandi
hörmungar dunið yfir nokkra menn eins og
þá sem börðust í skotgröfunum í Verdun og
nágrenni í fyrri heimsstyrjöldinni. Fyrst eftir
styrjöldina höfðu menn þann viðbjóð fersk-
an í huga og þá var fyrri heimstyrjöldin köll-
uð „stríðið til að binda endi á öll stríð".
Það var fljótt að gleymast og Þjóðverjar,
sem guldu gífurlegt afhroð og hefðu átt að
muna það manna lengst, hvað styrjöld kost-
ar, þeir voru eða virtust vera fyrstir til að
gleyma. Þegar Hitler og Göbbels öskruðu á
fjöldafundum og létu múginn æpa Ja og
Nein eftir atvikum, þá voru skotgrafirnar
við Verdun ekki einu sinni grónar.
Sagan endurtekur sig, en það virðist ekki
koma að neinu haldi. Mönnum er afar ósýnt
um það að færa sér fyrri reynslu í nyt. Þetta
á jafnt við um þjóðir og einstaklinga. Sá
sem brennir sig einu sinni, forðast ekki eld-
inn. Ekki fyrr en hann er búinn
að brenna sig nokkrum sinnum
og það illa. Það er talað um
skóla reynslunnar, en í þeim
skóla eru allir tossar og marg-
fallnir. Sumið komast aldrei upp.
Þeir eru alltaf búnir að gleyma
fyrri reynslu, þegar sú næsta
knýr á.
Aðdragandi styrjalda hefur oft
verið með líku móti. Það er eins
og skriða, sem sígur hægt og
þungt af stað og allir eru áhorf-
endur í bili og bíða, unz skriðan
hrífur áhorfendúrna líka með.
Heimskir stjórnmálamenn, sem
ófullkomin stjórnkerfi hafa fleytt
upp á toppinn, þenja sig út með
digurbarka og svo þegar á reyn-
ir er ekki hægt sóma síns vegna
að snúa við og taka ummælin
aftur. Eiginlega finnst mér
þarna, að Kúbumálið hafi verið
undantekning. Ef sagan hefði
endurtekið sig þar eins og oft
áður, þá hefði Krússéf ekki slak-
Fjöldagrafreitur þýzkra hermanna við Verdun í Frakltlandi. Þar var
liáð mannskæðasta orrusta fyrri heimstyrjaldarinnar. Hún stóð í 10
mánuði og samtals 150 þúsund manns létu lífið á litlum hletti.
að til. Þess er vert að minnast.
En oft er það þannig, og til
dæmis bæði fyrir fyrri heims-
styrjöldina og þá síðari, að fyrst
er talað um stríðshættu, svo
magnast þetta og sezt að í blóð-
inu á mönnum og þá fara þeir að
æpa um það að styrjöld sé óum-
flýjanleg.
Mörgum þótti gleymskan í
Þýzkalandi óhugnanleg, þegar
nazistarnir gengu gæsagang eft-
ir strætum tæpum tuttugu árum
frá stríðslokum og augljóst var
að hverju þeir stefndu. Mörgum
þykir hún jafnvel óhugnanleg
enn í dag í því landi. Akveðin
samtök hafa reynt að draga fyr-
ir dómstóla fyrrverandi fjölda-
morðingja úr fangabúðum naz-
ista, sem komnir voru í háar
stöður og þóttu virðulegir borg-
arar. [ Þýzkalandi voru menn
almennt á móti því að vera að
hrófla við þessum mönnum og
Framhald á bls. 31.
VIKAN 37. tbl. —