Vikan


Vikan - 10.09.1964, Blaðsíða 25

Vikan - 10.09.1964, Blaðsíða 25
Fólkið fagnaöl kaupmönnunum vel, en lögregluveröinum var heilsaö kuldalega. Tíminn leið. Klukkan var farin að nálgast tvö. Sólin blikaöi og skein, hvergi skýskaf á himni. Svitinn bogaöi' af fólkinu á götunni. En allir voru spenntir og teygðu sig sem mest þeir máttu, til þess aö sjá betur. Einhver kallaði hárri röddu, að kóngamóðirin hefði sézt á svölum Hotel de Beauvais, það var merki um að kóngurinn og drottningin væru að koma. Angelique hélt um axlir þeirra Madame Scarron og Athénais de Tonnay-Charente. Allar þrjár hölluðu sér út um glugga á efstu hæð hússins. Hortense, Mortemart og yngri systirin höfðu komið sér fyrir við annan glugga. Þarna kom föruneyti hans hágöfgi Monsigneur Mazarin. Fyrir honum fóru sjötíu og tvö múldýr með gullofnum ábreiðum, og hirðsveinar hans og annað föruneyti gekk umhverfis vagninn hans, sem var meistara- verk i gullsmíði, og glitraði i sólskininu. Hann nam staðar fyrir framan Hotel de Beuvais. Þar hneigði ein- eygða Kata sig fyrir honum, áður en hann fór upp á svalirnar og slóst i félagsskap með kóngamóðurinni og mágkonu hennar, fyrrverandi drottningu Englands, ekkju Charles konungs fyrsta. Hópurinn heilsaði Marzarin af heilum hug. Hann var ekki vinsælli nú, en hann hafði verið áður en hann hafði undirskrifað friðarsamning- ana í Pyrenneafjöllum, og þrátt fyrir allt kunni fólkið að meta það. Næst. kom hónur aðalsmanna og fylgdarlið þeirra. Angelique þekkti mörg þessi andlit. Hún benti stöilum sinum á d’Humiéres markgreifa og de Lauzun hertoga í fararbroddi hundrað aðalsmanna. Lauzun var sjálfum sér líkur, og sendi fingurkossa í allar áttir. Hópurinn, svaraði með hjartanlegum hlátri Nú voru eyðslusemin og hrokinn gleymd, frekjan og hinar blygðunarlausu svallveizlur í kránum. Hópurinn hrópaði nöfn þeirra: Saint-Aignan. klæddur í gull, vinsæl- astur þeirra allra, de Guiche, andlitið rautt eins og rós,, Brienne, með laufskrýddan hatt. Angelique hrökk aftur á bak og beit á vörina, þegar de Vardes mark- greifi fór framhjá. Hann var I fararbroddi fvrir svissneskai varðliðinu. Skrækir trompettónar rufu takt skrúðgöngunnar. Kóngurinn kom i í liós og mannfjöldinn trylltist. Þarna var hann! Fallegur eins og sólin! Hve mikill hann var. konungur Frakklands! Loksins raunverulegur konungur. Hvorki fyrirlitlegur eins og Charles IX eða Hinrik III, ekki of hógvær eins og Hinrik IV, né grimmur eins og Lúðvík XIII. Lúðvík XIV reið fram hjá, án þess að gruna, hvernig konurnar þrjár, sem fyrir hreina tilvil.jun voru saman komnar í glugga fyrir ofan hann, áttu eftir að breyta ævi hans: Athénais de Tonnay-Charente, de Morte- mart, Angelique de Peyrac, de Morens og Francoise Scarron. Angelique fann gullna húð Francoise titra undir hönd sinni. — Ó. hvað hann er fallegur! hvislaði ekkjan. Athénais muldraði, og blá augu hennar stóðu á stilkum af ákafa: — Hann er svo sannarlega fallegur i þessum silfurbúningi. En ég hugsa, að hann sé ekki svo slæmur heldur, þótt hann sé kominn úr honum og jafnvel úr skyrtunni líka. Drottningin hlýtur að vera ham- ingjusöm, að hafa svona mann í rúminu hjá sér. Ángelique sagði ekkert. Þetta er hann. hugsaði hún. Maðurinn. sem heldur örlögum okkar í höndum sér. Guð hjálni okkur. hann er of mikill, hann er of máttugur! Hróp frá mannfjöldanum dró að sér athygli hennar. — Prinsinn! Lengi lifi prinsinn! hrópaði fólkið. Angelique titraði. Hávaxinn, grannur, vel uppréttur, augun herská og arnarnefið. Prins de Condé var kominn aftur til Parisar. Hann var kominn aftur frá Niðurlöndum, en þangað hafði löng mótspvrna hans gegn konunglegu yfirvaldi leitt hann. Hann bar höfuðið hátt, þrátt fyrir hneysuna, og íbúar Parísar fyrirgáfu honum. Svikarinn var gleymdur, sigurvegarinn frá Rocroy og Lens var hylltur. Við hlið hans gekk Petit Monsieur, bróðir kóngsins, í skýi af knippl- ingum og var fremur en nokkru sinni fyrr líkur stúlku í dularklæðum. Og loksins kom hin unga drottning, í rómverskum, silfurskreyttum vagni með sex hestum. Það var eins og eineygða Kata væri að biða eftir einhverjum fyrir neðan stigana. Þegar stöllurnar frá Poitou komu fram á stigapallinn, kallaði hún til þeirra með sinni rámu röddu: — Jæja? Gátuð þið glápt nægju ykkar? Þær jusu yfir hana þakklætinu, kinnar þeirra enn rjóðar af spenn- ingi. — Gott. Farið nú og fáið ykkur eitthvað í svanginn. Hún braut saman stóra blævænginn sinn og klappaði Angelique létt á öxlina með honum. —• Þér, falleg mín, komið aðeins með mér. Undrandi fylgdi Angelique Madame Beauvais gegn um salina, fulla af fólki. Að lokum komu þær inn í lítið, yfirgefið herbergi. — Ah, andvarpaði gamla konan, og blakaði blævængnum sínum. — Það er ekki hlaupið að því að finna næði. Hún virti Angelique vandlega fyrir sér. Hálflokað augnalokið yfir tómri tóttinni var í stíl við leifarnar af rauðum farðanum í hrukkóttum kinnum hennar og tannlaust bros hennar. — Það er einmitt, sagði hún eftir stutta þögn. — Hvað mynduð þér segja, falleg mín, við þvi að fá stóra höll, skammt frá París, með fullu þjónaliði, sex vögnum, hestum og árlegum lífeyri að upphæð hundrað þúsund livres? — Er verið að bjóða mér þetta? spurði Angelique og hló. — Já, einmitt yður. — Og hver býður? — Maður, sem vill yður vel. — Það sýnist mér. En hver? Sú gamla hallaði sér nær henni, eins og hún væri að trúa henni fyrir leyndarmáli. — Ríkur aðalsmaður, sem er að deyja af ást til yðar. — Heyrið mig, madame, sagði Angelique og reyndi að vera alvarleg. — Ég er mjög þakklát þessum aðalsmanni, hver sem hann kann að vera, Framliald á bls. 47. Framhaldssagan eftir Serge og Anne Golon 13. hluti EINKARÉTTURÁÍSLANDI: VIKAN VIKAN 37. tbl. — 25

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.