Vikan


Vikan - 10.09.1964, Blaðsíða 51

Vikan - 10.09.1964, Blaðsíða 51
•» H. F. RAFTÆKJAVERKSMIÐJAN HafnarfirÖi - Sirnar: 50022, tiÖO&i o<j 50X22. - Rcykjavxk - Sívii 10X22 - Vcsturvcr ætlar hann að sjá um að það fari sæmilega um yður. Hvers fleira getið Þér krafizt? —- Ég krefst eiginmanns míns! hrópaði Angelique, heit af reiði. Lögfræðingurinn leit á hana. — Þér eruð undarleg kona. — Og þér, þér eruð heybrók! Þér skjálfið af ótta eins og allir hinir. — Það er satt, að líf fátæks lögfræðings skiptir ekki miklu máli í aug- um hinna háttsettu. — Eigið þá sjálfur yðar litla sex soits lif! Notið það í þágu kaup- mannsins, sem aðstoðarmaðurinn hnuplar frá, og fyrir erfingjann sem hefur orðið fyrir vonbrigðum. Þeir þurfa á yður að halda. Lögfræðingurinn stóð upp án þess að svara,. en gaf sér góðan tíma til þess að slétta úr krumpuðum pappírsseðli. — Hér er listinn yfir útgjöld mín. Þér munið sjá á honum að ég hef ekki dregið sjálfum mér neitt. —• Hvort þér eruð heiðarlegur maður eða þjófur, skiptir engu máli fyrir mig. —• Svo ætla ég að gefa yður eitt ráð. —• Ég þarfnast ekki ráðlegginga yðar. Ég ætla að snúa mér að mági mínum með Það, sem ég þarf að vita. —• Mágur yðar er ekkert hrifinn af því að þurfa taka afstöðu í þessu máli. Hann hefur leyft yður að vera á heimili sínu og mælti með mér við yður vegna þess, að ef allt færi á bezta veg, myndi það bæta við hróður hans. Ef ekki, ætlar hann, að þvo hendur sínar af þessu öllu, vegna tryggðar sinnar við konunginn. Þess vegna ætla ég að gefa yður ráðið, hvort sem þér viljið eða ekki: Reynið að hitta konunginn. Hann hneigði sig djúpt, setti á sig filthattinn og sneri sér svo aftur að henni. — Ef þér þarfnist mín, getið þér sent eftir mér til Les Trois Maillets, þar sem ég er á hverju kvöldi. Þegar Desgrez var farinn, langaði Angelique mest til að gráta og láta tárin renna hömlulaust. Nú var hún alein. Henni fannst himinninn hvolfast yfir sig úr öllum áttum: framagirni de Frontenacks, ótti Fou- quetts og de Condés og síðast en ekki sízt, vökul augu mágs hennar og systur, sem voru reiðubúinn til þess að kasta henni á dyr, þegar minnstu óþægindi gerðu vart við sig. 1 anddyrinu rakst hún á Hortense með hvíta svuntu. Húsið angaði af jarðarberjum og appelsinum. 1 september voru góðar húsmæður vanar að sjóða niður ávextina. Hortense var með sykurtopp i fanginu. Það lá við að hún dytti um Florimond litla, sem kom þjótandi út úr eldhúsinu, veifandi silfurhringl- unni sinni. Meira þurfti ekki til að raska sálarró Hortense. — Það er ekki nóg með það að hér séu fleiri en komast fyrir í húsinu, byrjaði hún. —• Heldur get ég þar að auki ekki stundað störf mín fyrir þessum déskotans hávaða í krakkanum. Ég er að farast í höfuðverk. Og meðan ég þræla og púla tekur Mdame á móti lögfræðingi sínum, eða leitar sér ævintýra á götunni, undir því yfirskyni að hún sé að reyna að frelsa þennan hræðilega eiginmann sinn og auðæfin, sem hún saknar svo mikið. — Æptu ekki svona hátt, sagði Angelique. — ég vil ekkert frekar en hjálpa þér að búa til sultur. Ég kann nokkrar Ijómandi góðar, suðrænar uppskriftir. Hortense rétti úr sér — Aldrei, sagði hún herská, — skal ég leyfa þér að snerta matinn, sem ég bý til handa eiginmanni minum og börnum! Ég hef ekki gleymt þvi, að eiginmaður þinn er handbendi djöfulsins, galdramaður og eitur- byrlari. Hvað veit ég nema hann hafi einnig fyrirgert sálu þinni! Gaston hefur einnig breytzt, síðan þú komst hingað. — Eiginmaður þinn? Ég hef ekki einu sinni litið á hann. — En hann glápir stöðugt á þig. Meira en góðu hófi gegnir. Þú ættir að skilja, að þú hel’ur misnotað þér gestrisni okkar. 1 upphafi talaðir þú aðeins um eina nótt.. . . — Ég get fullvissð þig um, að ég er að reyna að koma öllum mínum málum í horf. — Og það eina, sem þú hefur upp úr þvi, er að vekja athygli á þér, svo þú verðir handtekin líka. — Sem stendur er ég að velta því fyrir mér, hvort það væri ekki líka betra fyrir mig að vera í fangelsi. Þá væri að minnsta kosti ekki verið að röfla um fæði og húsnæði. — Þú veizt ekki hvað þú ert að segja, stúlka mín, urraði Hortense. —• Þú verður að borga tíu sols á dag og þeir myndu áreiðanlega koma hingað til mín, eina ættingjans í grenndinni, til þess að innheimta þessa peninga. — Það er ekki svo mikið. Þetta er minna en ég borga þér. Og það fyrir utan fötin og gimsteinana sem ég gaf þér. — Með tvö börn yrði upphæðin 30 sols á dag.. .. Angelique andvarpaði þreytulega: — Ó, jæja. Komdu Florimond, sagði hún við barnið. •—• Sérðu ekki, að þú ferð í taugarnar á Hortense frænku? Gufurnar af sultunni hennar hafa stigið henni til höfuðs og gera hana ruglaða. Barnið flýtti sér til mömmu sinnar og veifaði hringlunni. Það rak endahnútinn á ólgandi reiði Hortense: — Það er eins með þessa hringlu. Aldrei höfðu börn mín neitt svipað henni. Þú ert alltaf að kvarta yfir því, að peningarnir þínir séu búnir, svo ferðu og kaupir syni þínum svona iburðamikið leikfang! — Hann langaði svo mikið i það. Þar að auki var það ekki svo dýrt. Sonur koparsmiðsins úti á horninu á eina, sem er alveg eins. — Allir vita, að alþýðufólk kann ekki að fara með peninga. Það dekrar við börnin sín og veitir þeim enga menntun. Áður en þú heldur áfram að kaupa svona drasl, skaltu minnast þess, að þú ert gjaldþrota, og ég ætla mér ekki að borga neitt fyrir þig. Ekki einu sinni að hafa þig hér fyrir ekki neitt. —■ Ég er ekki að biðja þig um það, sagði Angelique. — Um leið og d’Andijos kemur til baka, fer ég og sezt að í einhverri kránni. Hortense yppti öxlum og hló vorkunsamlega. — Þú ert svo sannarlega heimskari en ég hélt. Þú hefur ekki hugmynd um hvernig lögin og dómsvaldið vinna. Hann kemur ekki með neitt handa þér, þessi markgreifi þinn. Framli. í nœsta blaSi. öll réttindi áskilin ■— Opera Mundi, Paris. Gerð 4403-4 faanlegar með 3 eða 4 hcllum, glópípum eða steyptum (heilum), klukku og ljósi, glóðarrist og hita- skúffu. VIKAN 37. tbl. — PJJ

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.