Vikan


Vikan - 10.09.1964, Blaðsíða 36

Vikan - 10.09.1964, Blaðsíða 36
Rúskinnskápur Rúskinnsjakkar Nappaskinnjakkar Nappaskinnkápur við nasvængina, bogið, þykkt, fölt í miðiunni ó rauðleitu andliti hans, það leit út eins og þrýstingur nef- beinsins hefði teygt á skinninu. Oft hugsaði ég um að slá hann á nefið og heyra, hvernig beinið myndi brotna undir hnefanum á mér. En þetta var draumur, vegna þess að ég er lítill og grannur og Rigamonti hefði getað slegið mig niður með einum fingri. Eg veit ekki hvernig á því stóð, að ég fór að hugsa um að drepa hann, það getur hafa átt rætur sín- ar að rekia til kvöldsins, sem við fórum saman til þess að s já ameríska kvikmynd, sem hét Full- kominn glæpur. Til þess að segia eins og er, ætlaði ég í fyrstunni alls ekki að drepa hann, ég ímynd- aði mér bara hvernig ég ætti að fara að því, ef ég ætlaði að gera það. Það veitti mér ánægju að hugsa um það á kvöldin, áður en ég fór .að sofa og á morgnana áður en ég fór á fætur, og — ó, já, reyndar — á daginn líka, þegar það var ekkert að gera á barnum og Rigamonti sat á stól bak við afgreiðsluborðið og las í blaði og vel smurt höfuð hans laut yfir það. Eg var vanur að hugsa: „Núna tek ég stautinn, sem við erum vanir að nota til að brjóta ísinn með, og lem hann í höfuðið með honum, en auðvitað var ég aðeins að gera að gamni mínu. Það er staðreynd, þetta var líkt því að vera ástfang- inn og hugsa allan daginn um stúlk- una, og ímynda sér þá hluti, sem maður myndi gera og segja henni. Það var bara í mínu tilfelli, sem Rigamonti tók sæti unnustunnar, og ánægjuna sem aðrir hafa af því að láta sig dreyma um töfrandi kossa og blíðuatlot, fann ég í því að láta mig dreyma um dauða hans. Ennþá eins og í gamni, og vegna þess að ég hafði svo mikla ánægju af því, gerði ég nákvæma skipu- lagningu um framkvæmd verksins. En þegar ég hafði fullgert hana, varð ég gripinn þeirri freistingu að framkvæma hana, og þessi freist- ing var svo sterk, að ég gafst upp á að berjast við hana og ákvað að koma henni í framkvæmd. Ef til vill tók ég ekki ákvörðun þrátt fyrir það, en fannst ég vera flækt- ur inn í framkvæmdina, þegar ég trúði, að ég væri ennþá að láta undan töfrunum. Sem þýðir það, alveg eins og þegar einhver er ástfanginn, gerði ég allt á eðlileg- an, áreynzlulausan og ósjálfráðan hátt, nærri því án þess að taka eftir því. Þess vegna byrjaði ég að segja honum á milli kaffibollanna sem við drukkum, að ég hefði kynnzt mjög yndislegri stúlku, og að þessu sinni var það engin venjuleg stúlka, sem mér féll vel við og hann napp- aði frá mér, þetta var stúlka, sem hafði fylgst vel með honum, og þráði hann og engan annan. Ég endurtók þetta fyrir hann dag eftir dag í heila viku, og bætti ýmsu smávegis við söguna um þessa heitu ást, og lézt vera afbrýðisamur. [ fyrstu reyndi hann að láta sem svo, að honum væri alveg sama, og sagði: „Ef hún elskar mig, getur hún komið á barinn . . Ég get gefið henni kaffibolla," en fljótlega varð hann spenntari. Við og við, eins og hann væri að gera að gamni sínu, spurði hann: „Jæja, segðu mér — þessi stúlka . . elskar hún mig ennþá?" „Auðvitað gerir hún það," svaraði ég „Hvað heitir hún?" „Hún segir að sér finnist þú mjög aðlaðandi." „Á hvern hátt? Hvað finnst henni aðlaðandi við mig?" „Allt — nefið, hárið, augun, munn- urinn og hvernig þú vinnur við kaffivélina . . . allt, það geturðu verið viss um . . ." Hlutir, sem ég í rauninni hataði — og sem ég reyndar hefði aetað drepið hann fyrir, eingöngu, það voru þeir í leik mínum, sem höfðu vakið athygli stúlkunnar, sem ég hafði búið til. Hann brosti og var fullur af stolti, vegna þess að hann var hlægilega sjálfumglaður og hugsaði í sínum eigin heimi. Þú gazt séð, að heimski heilinn hans var upptekinn af þessu og engu öðru, og að hann lang- aði að hitta stúlkuna, það var að- eins stolt hans, sem hindraði hann í að spyrja mig. Að lokurn sagði hann ergilegur. „Líttu á . . . annað hvort kynnirðu mig fyrir henni, eða þér er bezt að hætta að tala um hana." Þessu hafði ég verið að bíða eftir, og ákvað í snatri stefnu- mót með honum næsta kvöld. Áætlanir mínar voru einfaldar. Við lokuðum klukkan tíu, en eig- andinn varð alltaf eftir á barnum við að gera upp reikninga þar til klukkan hálf ellefu. Ég ætlaði að fara með Rigamonti til staðar fyrir neðan upphleðslurnar af Viterbo járnbrautinni, og segja honum að stúlkan myndi bíða þar eftir okk- ur. Kortér yfir tíu færi lestin framhjá og ég gripi tækifærið, hávaðann, og skyti Rigamonti með „Beretta" sem ég hafði keypt nokkru áður í Piazza Vittorio. Og tuttugu mín- útur yfir tíu myndi ég snúa við til barsins og sækja pakka, sem ég hafði gleymt, til þess að eigandinn gæti séð mig. Klukkan hálf ellefu, í síðasta lagi, skyldi ég vera í rúminu, í dyravarðarherberginu ( blokkinni þar sem dyravörðurinn leigði mér bedda yfir nóttina. Þessa áætlun hafði ég tekið, að nokkru leyti, upp úr kvikmyndinni, sérstak- lega það sem viðkom atriðinu þeg- ar lestin færi framhjá. Það gat vel verið, að mér heppnaðist þetta ekki, og ég yrði uppgötvaður. En ég myndi samt sem áður finna full- nægingu í því að hafa hleypt hatri mínu út. Og fyrir þessa fullnæg- ingu fannst mér ég vera reiðubú- inn að þræla. Næsta dag áttum við mjög ann- ríkt, vegna þess að það var laug- ardagur, það kom sér vel, því að þá talaði hann ekki um stúlkur við mig og ég hafði engan tíma til að hugsa um það, sem fram- undan var. Klukkan tíu, eins og venjulega, fórum við úr léreftsjökk- unum, og þegar við höfðum sagt — VIKAN 37. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.