Vikan - 10.09.1964, Blaðsíða 16
„Mfn vegna þarffu ekki að svelta þig, því að mép g
og hló léttilega. Hún leit f glaðvær augu hans og allt
ucinda smeygði sér í þrönga, svarta kjólinn og strauk hann niður
yfir grannar mjaðmirnar. Síðan flýtti hún sér niður stigann
að stóra speglinum í forstofunni — tiplandi áfram stuttstíg
af því að kjóllinn var þrengri en hún var vön við.
Hún horfði á sjálfa sig með næstum því óttablandinni ánægju
og hugleiddi hvað Guy myndi segja um breytinguna.
Sýnin í speglinum kom sannarlega á óvart, á því var enginn vafi,
en hún var bara ekki Lucinda Gray! Andlit hennar hafði aldrei
verið bleikt og athyglisvert.
Fyrst hafði það verið kringlótt og rósrautt og hláturmilt, svo
grátt og tekið. — Úttaugað, hafði móðir hennar sagt á sinn rudda-
lega hátt. Það var þegar Lucinda var byrjuð að grenna sig, og þeg-
ar hún í fyrstu gleðivímunni yfir að sjá fituna hverfa, hafði bein-
línis svelt sig.
Nú gerði hún það á visindalegan hátt, taldi ofan í sig kalórium-
ar og taldi sér trú um, að uppbótin fyrir nagandi tómleikatilfinn-
inguna í iðrunum yrði tjáningin í dökkum augum Guys, þegar hann
sæi breytinguna, sem orðin var á henni.
Hún gerði sér vonir um að fá að sjá þessa tjáningu í kvöld. Því
nú var Guy kominn til baka frá París. Voru í rauninni ekki nema
sex mánuðir síðan hann fór? spurði hún sjálfa sig.
Henni hafði fundizt sá tími heil eilífð, en það var vegna þess að
Guy var nágranni hennar og hafði aldrei verið nema steinsnar frá
henni.
Hún stóð ennþá og dáðist að sjálfri sér, þegar bankað var á hlið-
ardyrnar, og Jimmy kom þjótandi inn.
— Kristur minn, Lucinda! Brún augu Jimmys ætluðu út úr höfði
hans. — Maður gleymir að draga andann við að sjá þig. Hver
skyldi trúa því að þú hefðir verið eins og hver önnur lítil skvísa
fyrir fáeinum mánuðum?
Lucinda lauk við að búa sig með því að hengja hring neðan í
vinstra eyrað; svo sneri hún sér að honum með gereyðandi brosi.
— Ég var svolítið búttuð, sagði hún og röddin var ísköld.
En hún gladdist í hjarta sínu, því að atvinna Jimmys var, líkt
og Guys tvíburabróður hans, að ljósmynda fallegar stúlkur í
öllum mögulegum stellingum fyrir tízkutímaritin. Svo að hann
vissi áreiðanlega það, sem vert var að vita um fyrirmyndarmálin.
—- Feit! áréttaði hann.
Hann hallaði undir flatt og horfði á hana gagnrýnandi augum
sérfræðingsins. Eins og þjálfari sem mælir veðhlaupahest með aug-
unum, hugsaði hún og hló með sjálfri sér og horfði á leiftrandi
brún augu hans í speglinum.
— Veiztu hvað, Lucinda, þú ættir að byrja sem módel. Með
þetta rauða hár og gráu augun ertu alveg sköpuð fyrir það. Svo
bætti hann við með breiðu brosi: — í smáum stíl, auðvitað.
Lucinda brosti þakklát. Gamli, góði Jimmy. Hve traustur hann
var og öruggur — og laginn að efla sjálfsvirðingu ungrar stúlku!
Hve gott það var að hann skyldi vera svo líkur Guy í útliti, en
gerólíkur honum að öðru leyti, með allt þetta blaður og æðislega
daður!
— Það eina, sem mig langar til, er að giftast og eignast börn,
sagði hún og litaði augabrýrnar með bláa blýantinum, sem hún
hafði fengið lánaðan hjá Olgu í kjóladeildinni.
Níðþröngi, svarti kjóllinn var fenginn á sama stað; móðir Luc-
indu hafði heldur gamaldags hugmyndir varðandi föt, en hún var
sem betur fór á ferðalagi.
Jimmy ýtti henni til hliðar og dáðist að bindinu sínu í spegl-
inum. — Ertu kannski að hugsa um einhvern sérstakan? spurði
hann. — Vissan tízkuljósmyndara nýkominn heim frá París, svo
einhver sér nefndur?
— Gæti verið, svaraði hún varlega, en bara það að heyra nafn
Guys nefnt upphátt, fékk hjarta hennar til að hegða sér næsta
undarlega.
Guy var ljósmyndari eins og bróðir hans, og fyrirtækið, sem
hann vann hjá, hafði sent hann til deildarinnar í París.
Lucinda hafði þá framan af sárþjáðst af afbrýðisemi, er hún
hugsaði til hans í hópi glæsilegra módela af tælandi franskri gerð.
En hún hafði huggað sig við það að hann væri ekki eins og Jimmy.
Jimmy hafði líka átt kost á Parísarferð, en hann kaus heldur
að vera um kyrrt heima. — Stúlkurnar okkar eru nógu góðar
handa mér, sagði hann og augu hans leiftruðu sældarlega, og svo
bauð hann út hverju módelinu á fætur öðru.
Lucinda leit í spegilinn einu sinni enn til að fullvissa sig um
að hún væri ekki síður tælandi en nokkurt módel. í kvöld ætlaði
hún svo sannarlega ekki að draga af sér við að leggja Guy und-
ir sig.
Þegar hún stóð upp, stóð Jimmy og hallaði sér upp að dyrunum
og horfði á hana hálfluktum augum.
Sem snöggvast var hann svo líkur Guy að hjarta hennar sló öll
hraðamet í slætti. Hann tók fram vindling og kveikti í honum með
letilegum hreyfingum. Svo sagði hann stríðnislega:
— Gulldrengurinn sendi mig til að segja að hann kæmi að fá-
einum mínútum liðnum. Þangað til verður þú að gera þér minn
lítilfjörlega félagsskap að góðu.
— Jimmy, láttu nú ekki eins og asni. Þú veizt að þú ert alltaf
velkominn, sagði hún utan við sig og lét sinn dropann af „Oriental
Fascination“ drjúpa á bak við hvort eyra.
Hún þefaði af glasinu og íhugaði, hvort þessi tegund ætti eigin-
lega við hana, en ekki gat hún notað venjulegt ilmvatn við níð-
þröngan kjól og bláa augnskugga, svo að um annað var ekki að velja.
Þá var dyrabjöllunni allt í einu hringt. — Ég skal opna, sagði
Jimmy. Svo bætti hann við og flírði: — Hver heldur hann eigin-
lega að hann sé? Kemur aðalbrautina!
Lucinda brá slánni yfir herðar sér — og beið svo eftir rétta
augnablikinu til að koma sem þjálfuð leikkona fram fyrir brún
augu Guys og sjá undrunina í þeim.
En þegar hún sá hann standa þarna, þeldökkan og laglegan, lang-
aði hana mest til að þjóta til hans, leggja, hendurnar um hálsinn
á honum og kyssa hann svo að hann gleymdi því aldrei. Það hefði
hún líka gert, ef Jimmy hefði ekki verið viðstaddur og augu Guys
ekki svona galopin af undrun.
Lucinda gekk hægt á móti honum. — Guy! En gaman að sjá þig,
sagði hún og gaf honum gotu á svipaðan hátt og hún hafði oft
séð Olgu gera.
Guy hélt áfram að stara á hana eins og honum væri varnað
alls annars. Það heppnaðist, hugsaði hún fagnandi og sendi honum
tillit, sem hún var búin að æfa sig á svo vikum skipti í einrúmi.
Bara að Jimmy vildi nú gufa upp; skildi hann ekki að hann var
að eyðileggja augnablikið mikla?
— Er ekki kominn tími til að þú náir í Elspeth? spurði hún
hálfgröm og sneri sér að Jimmy. En í sama bili brá henni illa. Þeg-
ar nafn Elspethar var nefnt, var sem Guy vaknaði af dvalanum.
— Áttu við Elspeth Carpenter? Hamingjuhrólfurinn þinn! Ekki
varstu að segja mér að þú þekktir hana, sagði hann, og Lucinda
heyrði hvernig djúp rödd hans skalf af einskærum áhuga.
Hún sá hann laga bindið, eins og hann ósjálfrátt byggi sig undir
að verða kynntur fyrir meiriháttar manneskju — manneskju sem
hann vildi ganga í augun á — og svo sagði hann:
—- Ættum við ekki að halda saman í kvöld — við fjögur? Við
getum borðað á Montagne og dansað á eftir. Það verður að halda
upp á heimkomuna, finnst mér.
Tveimur mínútum síðar sat Lucinda í leigubíl, klemmd milli
bræðranna tveggja, og hlustaði á þá bera saman bækur sínar um
Elspethu, allt frá Ijósu hári hennar niður í fallega fæturna.
Það getur ekki verið að nein sé svona dásamleg, hugsaði Luc-
inda og var í uppreisnarskapi. En tíu mínútum síðar varð hún að
skipta um skoðun, því Elspeth hafði allt, sem bræðurnir eignuðu
henni — og töluvert í viðbót.
Hvað Lucindu snerti var kvöldið eyðilagt. Jafnvel þegar Guy
brosti í augu hennar og sagði: — Eigum við að dansa, hjartað? og
hún sveif út á gólfið í örmum hans, var eitthvað sem á vantaði.
— Ég heiti Lucinda, sagði hún og reyndi að leyna skjálftan-
um í röddinni, því að eitt hræðilegt augnablik hafði hún það á
tilfinningunni að hann væri búinn að gleyma nafni hennar og
bjargaði sér því með „hjartanu“.
Guy brosti. — f mínum augum verður þú alltaf sama litla skvísan
— jafnvel þótt þú sért nú orðin glæsileg ungfrú.
Þá lauk dansinum. Guy leiddi hana aftur að borðinu, og tveimur
mínútum síðar horfði Lucinda á hann dansa við Elspethu og hlæja
í augu henni, meðan mjaðmir Elspethar iðuðu á þennan tælandi,
kattarlega máta, sem Lucinda hafði svo mjög reynt að líkja eftir.
— Viltu dansa? heyrði hún Jimmy spyrja.
Hún hristi höfuðið þegjandi og þau sátu um stund án þess að
segja orð, en Guy og Elspeth bárust enn um gólfið eftir hljóðfall-
jnu án þess að taka eftir nokkru öðru en sjálfum sér.
- VIKAN 37. tW.