Vikan - 26.11.1964, Síða 7
MERKJASALA.
Kæri Póstur!
Er ekki hægt að gera eitthvað
við þessu dj .. .eskotans merkja-
sölufargani næstum alla sunnu-
daga ársins? Maður fær ekki
nokkurn stundlegan frið heima
hjá sér, eftir að klukkan er orð-
in 9 á sunnudagsmorgnana, fyr-
ir blessuðum litlu börnunum, sem
eru að hringja hjá manni dyra-
bjöllunni og reyna að selja
merki. M:yður vill kannski
styrkja þessi málefni, sem merk-
in eru seld fyrir, en það er of
mikið að standa í því 5—6 sinn-
um á klukkutíma að hlaupa fram
og segja: Nei, takk, ég er búin
að kaupa merki. Og svo finnst
mér svo vont að láta þessi litlu
grey fara og kaupa ekkert af
þeim, þau verða svo vonsvikin.
Hvernig er þetta með lögreglu-
samþykktina? Á hún ekki að
vera til verndar íbúum borgar-
innar, m.a. heimilisfriðnum? Er
ekki hægt að banna, að gengið sé
í hús með svona drasl, svo mað-
ur fái einhvern frið?
Góði Póstur, gerðu nú eitthvað
í málinu.
Anna Bella.
— — — Sumir hafa gripið til
þess örþrifaráðs, að kaupa merki
strax af fyrsta barninu og festa
svo merkið á hurðina. Það dugir
99%.
MISSKILNINGUR EÐA . . .
Kæra Vika!
Nú vona ég að þú getir hjálp-
að mér, Póstur minn, því ég er
alveg í vandræðum. Ég hef ver-
ið mikið með ungum manni und-
anfarið, og er mjög hrifin af
honum. Hann hefur líka virzt
hrifinn af mér, og ég hef verið að
gera mér í hugarlund þann
möguleika að við gætum orðið
hjón.
Ég er 23 ára gömul og á eina
litla dóttur, 3 ára, sem hefur
verið uppi í sveit hjá foreldrum
mínum. Svo núna fyrir um mán-
uði síðan, sagði ég honum frá
því að ég ætti dóttur, og þá um-
hverfðist hann alveg og kallaði
mig öllum illum nöfnum og sagð-
ist ekkert vilja meira með mig
hafa.
Síðan hef ég hvorki heyrt
hann né séð, og ég sé óskaplega
eftir honum. Ég kem mér ekki
til að hringja til hans eða tala
við hann, en eitthvað þarf ég
að gera til að vita vissu mína
um hvort allt sé búið frá hans
hálfu. Örvilnuð.
— — — Mér sýnist aS það sé
lítið fyrir þig að gera. Maður-
inn hefur sýnt það í verki að
hann vill ekki halda áfram kunn-
ingsskapnum, og við því er
varla nokkuð að gera. Þú veizt
að það þarf tvo til. Kannske
þarna sé samt um einhvern mis-
skilning að ræða hjá honum, og
þá l'innst mér eina ráðið fyrir
þig að skrifa honum bréf og út-
skýra málið eins og þú getur.
Bréf er betra en símtal, því bréf
les hann í rólegheitum, en sím-
tólinu getur hann alltaf skellt
á þig.
GJAFIR OG AFMÆLI.
Kæra Vika!
Það vill svo til, Póstur minn,
að sonur minn lítill á afmæli
um miðjan desember. Enn sem
komið er hefur það ekki skipt
neinu máli, vegna þess hve ung-
ur hann er (5 ára), en nú kemur
að því að hann vill vita hvenær
hann á afmæli, og svo heimtar
hann auðvitað að afmælisdagur-
inn hans sé haldinn hátíðlegur,
að hann fái gjafir, gestir komi
til hans o.s.frv.
En þetta er of nálægt jólunum
til þess að hægt sé að halda upp
á báðar hátíðarnar. Mér finnst
það ekki rétt gagnvart barninu,
— okkur foreldrum hans né
kunningjum og vinum, sem hann
býst við að gefi sér gjaíir bæði
á afmæli og jólum.
Segðu mér nú Póstur minn,
hvernig ég á að bjarga málinu.
Rugluð móðir.
— — — Þetta er í sjálfu sér
ofur einfalt, ef þú ferð að hugsa
um það — og efalaust hægt að
leysa vandræðin svo öllum Iíki.
Sjálfsagt finnst mér að halda upp
á afmælisdag barnsins, hvort
sem jól eru framundan eða ekki.
Það á kröfu til þess eins og önn-
ur börn, að eiga hátíðlega af-
mælisdaga. Hitt er svo annað
mál, að ekki er nauðsynlegt að
hrúga í það gjöfum, heldur venja
það við hófsemi í þeim efnum
á afmælinu. Láta það heldur
skilja að jólin séu ávallt fram-
undan þegar afmælið kemur, og
þá sé frekar von á gjöfum.
Ekta silki-fegrunarmeðul
Hún er stúlkan, sem notar silki naest húðinni. . . svo hún fær töfrandi
lióma . . . Ekta silki andlitspúður . . . Silki dagkrem og silki MINUTE
MAKE UP (hún tekur það auðvitað með sér hvert sem hún fer). Aðeins
silki þekur svo dásamlega.
NÚ f NÝJUM HYLKJUM
Stórkostlegt litaúrval
Skýrar og eðlilegar varalínur
Hinn nýi tízku varalitur frá Helene Rubin-
stein er lengri og grennri en annar vara-
litur, sem þér hafið áður notað. Árangurinn
— þér fáið fullkomnari línur og mjúka
áferð á varir yðar með aðeíns einni
yfirferð! Reynið hina nýju tfzkuliti.
VIKAN 48. tbl. — y