Vikan

Ataaseq assigiiaat ilaat

Vikan - 26.11.1964, Qupperneq 23

Vikan - 26.11.1964, Qupperneq 23
í næsta tölublaði, sem verður jólablaðið í ár, gefst lesendum kostur á að taka þátt í stór- glæsilegri verðlaunasamkeppni með þrem verðmætum vinningum, samtals að upphæð um 27 þúsund krónur. Vinningum verður úthlutað fyrir jólin, svo að þrjár íslenzkar fjöl- skyldur geti haft ánægju af þeim yfir jólin og ætíð síðan. [jjrTffiiM.ii] Favorit SJÓNVARPSTÆKI Þetta tæki er eitt hið bezta, sem þessi verksmiðja framleiðir, en tæki þaðan eru þekkt fyrir gæði. Myndin á skerminum er eins skýr og frekast verður kosið, enda leggja framleiðendur mikla áherzlu á það. Allar still- ingar myndarinnar eru sjálfvirkar, en tóngæði og ljósmagn eru stillt með þrýstihnapp. Sérstök tóngæði. Verð kr. 18.130,00. 1. verðlaun: Stórt og glæsilegt sjónvarpstæki af gerðinni NordniencSe, sem þegar er mjög vinsælt hér á landi. 2. verölaun: Fallegt og vandað Nordmende úfvarpstæki. 3. verðlaun: Nordmende transistor feröaútvarpstæki. Jafnframt getrauninni, verður notað tækifær- ið til að biðja lesendur um áiit þeirra varð- andi efni blaðsins, til þess að ritstjórnin eigi hægara með að þóknast sem flestum. Þessi skoðanakönnun verður framkvæmd á þann hátt, að á getraunarseðlunum verður jafnframt spurnarlisti og óskað eftir því að þeir sem senda inn lausn á getrauninni, merki jafnframt við þærtegundir lesefnis, sem þeim líkar best. Slík skoðanakönnun er nauðsynleg hverju því blaði, sem vill gera lesendum sínum til hæf- is með efnisval. Vikan vonast því til að sem flestir taki þátt í þessari keppni og skoðanakönnun, og sendi okkur lausnirnar sem fyrst-en þangað til er tækifæri til að skoða hug sinn um efnisvalið. Útlit og áferð tækisins er í nánu samræmi við kröfur nútímans, unnið úr fallegum trjáviði, sem sómir sér vel hvar sem er. Áherzla er lögð á mikil og eðlileg tóngæði. Tækið er 5 lampa með 4 bylgjuskiptum. Hátalari sérlega góður. Verð kr. 6.000,00. er byggt inn í traustan viðarkassa, sem er klæddur fallegu vatnsþéttu leðurlíki, og hægt að fá það í þrem litum: Sæblátt, svart eða hvítt. Tækið er byggt bæði fyrir langbylgjur og millibylgjur (Heykjavík og Keflavíkurflugvöll). Hátalarinn er vandaður og traustur. Tækið gengur fyrir 6 litlum vasaljósarafhlöðum. Verð kr. 2.680,00. VIKAN 48. tbl. 23

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.