Vikan


Vikan - 26.11.1964, Side 30

Vikan - 26.11.1964, Side 30
r Fimmta heftiS komið meS öli- um nýjustu textunum. Sendið kr. 25,00 og þið fóið heftið sent um hæ! burðargjaldsfrítt. NÝIR ÐANSLAGATEXTAR Box 1208, Reykjavík. Já? Nei? Hvenær? " Þúsundir kvenna um heim allan nota nú C. D. INDICATOR, svissneskt reikn- ingstæki, sem reiknar nákvæmlega út þá fáu daga í hverjum mánuSi, sem frjóvgun getur átt sér stað. Lækna- vísindi 56 landa ráðleggja C. D. IND- ICATOR fyrir heilbrigt og farsælt hjónaband, jafnt ef barneigna er ósk- að sem við takmarkanir þeirra. C. D . INDICATOR Pósthólf 1238 — Reykjavík. Sendið eftirfarandi afklippu ásamt svarfrímerki tii C. D. INDICATOR, Pósthólf 1238, Rvík, og vér sendum yður allar upplýsingar. Nafn ..... ....•.............. Heimili ÁST VIÐ FYRSTU HEYRN Framhald af bls. 13. Ég stóð þarna og fannst ég vera eins og smástrákur. Ég fór að hugsa um, við hverju hún hafi búizt. Ég var orðinn dauðhrædd- ur. — Komið inn, sagði liún glað- lega. — Það var svo skemmti- lcgt, að þér skylduð stinga upp á því að við hittumst. Ég verð að segja eins og er, að ég bjóst við að þér væruð eldri. Þér eruð fremur ungur af verzlunarstjóra að vera, er það ekki? Eftir rödd- inni að dæma, liélt ég að þér vær- uð töluvert eldri. Mér varð liugsað til, hvernig rödd hennar varð skyndilega alvarleg í símanum, þegar ég sagði henni að ég væri verzlun- arstjórinn. Hún hlýtur að hafa hugsað sein svo: Hann er þá maður á mínum aldri: Já, þá hefur hún fengið áhuga.... Ég varð allt í einu skömmustuleg- ur. Hún tók mig undir arminn og brosti dálítið og sagði glað- lega: — Komið með mér upp. Ég hef litla íbúð hérna. Við getum fengið okkur kaffi og — vitið þér bara? Ég hef bakað kringl- ur yður til heiðurs. Ég gekk með henni upp bratt- an og þröngan stigann. Ég gat ekki komið upp orði. Ég var vandræðalegur, auðmýktur og á- kaflega vonsvikinn. Ég hafði ver- ið asni. Ég hafði búið mér til rómantíska drauma um þessa rödd, og nú voru þeir allir falln- ir í rúst. Ef til vill hafði þetta allt verið meðaumkun frá hennar hálfu, meðaumkun með þessum vesalings Skota, sem var svo einmana, að hann reyndi að stofna til kunningsskapar við viðskiptavin, sem talaði með skozkum hreim. Hún hélt áfram að tala með fallegu röddinni sinni. Hún var að reyna að gera þetta allt auð- veldara fyrir mig. — Ég hafði hugsað mér yður sem háan mann og mjög grann- an, með dökkt liár og augu. Og svo eruð þér Ijóshærður og blá- eygður, ungur og miklu sterk- legri en ég hafði hugsað mér. Segið mér, hvernig höfðuð þér hugsað yður mig? Efst í stiganum sneri lnin sér að mér. Ég hugsaði mig um litla stund. Ég gat ekki sagt henni það. En hún hló og andlit lienn- ar var vingjarnlegt og hrein- skilnislegt. — Jæja, verið nú sannsögull. Þetta er bara skemmtilegt. Hvernig liélduð þér að ég væri. Ég klóraði mér á hökunni og sagði svo ákveðinn: — Nú, jæja, ég hélt að þér væruð milcið yngri, svona á mínum aldri. Rödd yðar er ákaf- lega ungleg, er það ekki? — Hún virtist hrifin af þessu. Ég brosti. Mér fór bara að liða vel. Hún var ágæt, þessi fröken Fraser. Ég ætti að láta þær hitt- ast, mömmu og hana, þegar mamma kæmi til að lieimsækja mig, einhvern tíma í sumar. Jú, hún var lagleg og skemmtileg kona. Ég gæti kannski boðið henni öðru hverju út með mér. Það var hugsanlegt að hún væri einmana. Ég varð allt í einu mjög glaður yfir að hafa komið. — En hvernig liélduð þér að ég liti út? spurði hún og beið með að opna dyrnar. — Ég liélt að þér væruð grannar, með dökkt, liðað liár og stór grá-blá augu — og með þessa fallegu rödd, auðvitað. — Það er einkennilegt! sagði frökcn Fraser. Ég sá nú, að ég liafði lýst lienni sjálfri nákvæmlega, nema hvað hún var farin að grána í vöng- um. Ég bætti því hratt við og reyndi að brosa um leið: — Og ég sá yður alltaf fyrir mér i gulu pilsi með fellingum. Ekki hlæja að mér! Þetta er mjög alvarlegt. — Það var einkennilegt sagði liún aftur. Svo sneri liún hurðarhúninum og við gengum inn i bjarta, litla stofu þar sem blóm stóðu um allt. Stúlka stóð úti við glugg- ann. Hún sneri sér að okkur, þegar við gengum inn. Þetta var grönn stúlka, með dökkt hár og stór, dreymandi grá-blá augu. Hún var i gulu pilsi, sem flaksaðist til og frá, þegar hún gekk á móti okkur. — Þetta er herra James Fergu- son, Fiona, sagði fröken Fraser. — Þetta er bróðurdóttir mín, F'iona Fraser. Hún er nýkomin liingað frá Edinborg og verður liér í viku. Nú ætla ég að fara og liita kaffið.... Við heyrðum ekki livað hún sagði fleira, Fiona og ég. Við stóðum bara og störðum hvort á annað. Loks sagði hún: — Ég hef séð yður áður. Leyf- ið mér að hugsa mig um.... — Ég hef sé yður, sagði ég. — 1 búðinni — Bensons nýlendu- vöruverzluninni. Þér voruð i þessu sama gula pilsi. Andlit hennar ljómaði. — Og þér voruð i hvítum slopp. —• En hvernig stendur á að þér munið eftir mér? — Það lief ég ekki hugmynd um! sagði fröken Fraser með glaðlegri rödd, sem minnti svo mikið á frænku hennar. — Og livers vegna munið þér eftir mér? Við hlógum bæði. Við vorum enn hlæjandi, þegar frænka hennar kom inn. Okkur fannst við hafa þekkzt árum saman. Næsta morgun horfði ég djarf- lcga framan í vinnufélagana. — Hvernig var fröken Fraser? spurði Bill Soames. Hafði ég á réttu að standa? Eða var hún kannski draumastúlkan þin? — Já, sagði ég. Þeir gátu haldið það sem þeir vildu. Brátt inundu þeir komast að hinu sanna. Ég liafði ekki í hyggju, að láta Fionu Fraser sleppa frá mér. En ég ætlaði ekki að minn- ast á liana, fyrr en ég væri al- veg viss. Skömmu eftir að búðin var opnuð, kom Bill Soames inn á skrifstofuna. Það er ung stúlka frammi, og spyr eftir verzlunarstjóranum. UKfGFRÚ YNDISFRÍÐ býtfar yður hií Iandsþekkta kenfekt frá. N Ö A. HVAR ER ORKIN HANS PtV er alltat siml íelknrlnn 1 hínnl Ynd- Utrttí olúur. Hfin hefnr falis Srklna hana Hfia elnhvets itatrár f hlafilnu oe helttr géíum verSUunum hanfia helm, sem getur fundlí .firklna. YerBIaunln eru ítfir kon- fektkaait, fuUnr U hezta konfekU, o( framlelSándinn er anjmtaS BœigœtlagerO- in N6h NOA1 Náfn Helmllt örtdn er i hla. fitíaat er ðreglS var hlaut verBIaunlns GUÐFINNA GUÐFINNSDÓTTIR, vinningaana má vitja £ skrifstofu Bröttugötu 13, Vestmannaeyjum. vikunnar. 48. tbi. 30 — VIKAN 48- tbl-

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.