Vikan - 26.11.1964, Page 31
Hann leit rannsakandi á mig.
— Hún er skozk. Mig grunar
aö hún hafi verið hér nokkrum
sinnum áður, jfyrir nokkruml
vikum síðan — þegar við vorum
að reyna að finna fröken Fraser.
Ég reyndi að selja á mig
verzlunarstjórasvipinn, en tókst
ekki sérlega vel. Ég hlikkaði
Bill Soames og gekk fram í búð-
ina til Fionu.
— Ég ætla að fá hálft kiló
af Cheddar-osti, takk, sagði lnin
glettnislega. — Frænka mín
gleymdi að panta liann.
-— Svo þurftirðu að fara alla
þessa löngu leið! Þú hefðir getað
hringt eða þá að hún liefði gert
það sjálf.
— Ég vildi heldur koma sjálf.
Það var ekki að vita, nema þú
villtist annars á röddunum,
James,
— Þetta er nú meiri vitleysan
i okkur, sagði ég ákveðinn. —
Þú hittir mig og borðar með mér
hádegismat.
Hún kinkaði kolli. Ég skar
stylcki úr ostinum og vó það.
— Tiu grömm fram yfir, sagði
ég-
Þegar hún var farin, litn allir
strákarnir á mig.
— Fröken Fraser? spurði Bill
Soames.
— Fröken Fraser, já, sagði ég.
— En ég vona að lnin verði það
ekki lengi.
Eftir hádegismatinn fórum við
í gönguferð í útjaðri bæjarins.
Ég var í sjöunda himni yfir
heppni minni. En ég hafði dá-
litið samvizkubit vegna frænku
hennar — og ég sagði Fionu
frá því.
— Þú hefur rétt fyrir þér,
sagði Fiona. ■— Frænka var af-
skaplega spennt vegna þessa dul-
arfulla manns, sem vildi hitta
hana. Við héldum að hann væri
á hennar aldri, eins og þú skilur.
Hún sagði okkur ekkert hvar
hann starfaði. Það eina sem hún
sagði, var, að hann hefði
skemmtilega rödd í sima. Við
vorum auðvitað fullar af eftir-
væntingu.
— Það hafa auðvitað orðið
henni mikil vonbrigði að sjá
mig.
— Ó, nei, eiginlega finnst
lienni þetta bara skennntilegt.
— Ég skil ekki hvers vegna
hún er ógift. Svona aðlaðandi
kona.
— Hún missti kærastann sinn
i stríðinu.
Aftur fékk ég vott af samvizku-
biti.
— Hún hlýtur að vera ein-
mana stundum.
— Já, þess vegna heimsæki
ég hana eins oft og ég get kom-
ið því við.
Þannig liitti ég stúlkuna, sem
ég ætlaði að kvænast. Ég ók
með þær heim seint um kvöldið
og tók utan um þær háðar við
gulu útidyrahurðina -— báðar
frökenarnar Fraser.
Ást við fyrstu heyrn.... Jú,
að vísu var það ekki alveg eins
og ég hélt, en allt fór þó vel að
lokum. *
i.iuiflSRIiSURi?
í FULLRI ALVÖRU
Framliald af bls. 2.
þig: Ef þú vildir nú láta það
dragast eitthvað að borga þeim,
eða gætir það ekki af einhverj-
um ástæðum, þá láttu bara kon-
una þína skila því til þeirra,
að þú sért svo afleitur með að
ranka við þér norður á Akur-
eyri, ef þú lendir á kenderíi
og sjáist þá varla næsta hálfa
mánuðinn. Þá verða þeir ein-
tómur skilningur og lialda á-
fram að vinna.
Ef þessi grein er slöpp, ef hún
er hugsanagrautur og framleidd
á lélegri íslenzku, þá er það,
góðir hálsar, vegna þess að ég
er að drekka mig niður eftir
kenderi og hver vill svo lialda
þvi fram, að ég sé ekki löglega
afsakaður.
Ég veit aðeins um eina ein-
ustu undantekningu: Ef maður
ekur bil fullur og veldur slysi,
þá þýðir ekki að afsaka sig og
segja: Fjárans vandræði, þetta
er bara vegna þess að ég liitti
mann niðri i bæ og hann bauð
mér á barinn.
Það er undantekningin, sem
sannar regluna í brennivíns-
móral íslendinga. GS.
FATNAÐUR í 5000 ÁR
Framhald af bls. 11.
Það má segja, að hann hafi vcr-
ið uppliafsmaður að bæði barok-
stilnum og régencestílnum, en
lnin aftur á móti á rokokostíln-
um. Madame de Pompadour var
nefnilega ekki bara léttúðug
rokokodrós, sem liafði vald yfir
Sólkónginum. Hún hafði áliuga
á listum og gerði mikið fyrir
franska listamenn og örvaði
starfsemi postulíns- og gobelins-
framleiðandanna.
Franska orðið Rocaille er upp-
runi orðsins rokoko. Rocaillc
var klettur eða hellir, gerður af
mannahöndum úr skeljum, og
átti að varpa rómantískum ljóma
yfir garða hirðarinnar. Þessi
uppstilling var höfð sem nátt-
úrlcgust og óreglulegust, og var
hugmyndin sjálfsagt fengin frá
Austurlöndum. Verzlunarvið-
skiptin voru mikil og álirifa
samgangnanna gætti eftir því.
Skreyting með skeljum og blóm-
um fór að ryðja sér rúm innan
húss, og þaðan var ekki langt
stökk að fatnaðinum.
Rokokó! Það eru glæsilegir,
herðamjóir lierramenn með stif
og útstandandi frakkalöf, með
hnakkahárið á púðruðum liár-
kollunum tekið saman í hnút
ineð slaufu, sem var svo bundin
fram fyrir hálsinn. Rokokó! Það
er Madame de Pompadour í
GLERÁRGATA 6 • SlMI 1599 • AKUREYRI
RÁÐHÚSTORGI 3 - SlMI 1133.
Við bjóðum yður allan
herrafatnað samkvæmt
nýjustu tízku
HERRAFÖT
VIKAN 48. tbl. — 3J