Vikan - 26.11.1964, Qupperneq 39
STAÐAN Á SKÁKBQRÐI
MYNDLISTARINNAR
Framhald af bls. 28.
ar byggingar og stórvaxinn trjá-
gróður myndar nálega samfellt
laufþak yfir allt svæðið. Það er
einungis seldur aðgangseyrir að
sýningarsvæðinu í heild, en ókeypis
aðgangur að sýningarskálunum.
Að þessu sinni urðu dómnefnd-
ir sammála um að veita aðalverð-
launin bandarískum listmálara,
Robert Rauschenberg og þrem
skúlptorum (Það er ekki hægt að
tala um myndhöggvara í þessu
sambandi, því myndir þeirra voru
vel flestar unnar í málma og ger-
samlega óhöggnar), Kemeny frá
Sviss, Cascella og Pomodore frá
Ítalíu. Málverk Rauschenbergs, ef
hægt er að kalla þau því nafni,
mundu líklega flokkast undir ,,Pop-
art". Þau voru vel flest rúmlega
mannhæðar há, samansett úr stór-
um niðurrifnum plakötum, en mál-
að ofaní og á milli með olíulitum.
Það var bersýnilega mikil færni
í verkum þessa manns, en ég gat
ekki betur séð en að allmargir
áhorfendur hristu höfuðin og fynd-
izt þetta vera hálfgert plat. Ég get
aftur á móti fallizt á það, að vel
megi nota ýmislegt í myndir annað
en liti úr túpum; það er hinn end-
anlegi árangur, sem skiptir máli,
það hvort manni finnst myndin góð
eða vond sem slík. Mér fundust
myndir Rauschenbergs býsna góð-
ar.
Aftur áfmóti fannst mér land-
ar hans margir yrkja án skáld-
skapar, ef svo mætti að orði kom-
ast. Þar var einn salur fullur af
risastórum skiliríum; þau stærstu
voru um 6 metrar á breidd og 3
á hæð. Þau voru gerð á þann hátt,
að einhvers staðar niðri í horn-
unum eða úti við hliðarnar voru
nokkur rauð og gul strik, en annars
var allur þessi léreftsflötur ómálað-
ur. Það var einhver Hollywood-
bragur á þessari bandárísku list,
reynt að vinna það upp með stærð
sem á vantaði með andagiftina.
Þar stóð líka klessukeyrður bíll
á stalli, eða að minnsta kosti fram-
partur af bíl. Listamaðurinn hlýtur
sjálfur að hafa ekið bílnum á vegg
eða eitthvað þvíumlíkt og gert það
allt eftir kúnstarinnar reglum —
eða er þetta bara tilviljun og nýju
fötin keisarans? Svari hver fyrir
sig.
A Spáni ríkir gömul og rótgróin
hefð í myndlist. Spánska sýning-
in var ekki rík af skringilegum
uppátektum, en þar var þeim mun
meira af góðum listaverkum. Mér
fannst hún það langbezta á BIENN-
ALE að þessu sinni. Tilbreytingar-
rík í bezta lagi, hver maður með
mótaðan og mjög svo persónuleg-
an stíl, meiriparturinn óhlutlægt en
samt í beinu framhaldi af gömlu
spönsku meisturunum eins og
Goya og El Greco. Á heimssýning-
unni í New York hafa Spánverjar
vakið athygli fyrir frábæ'ra nú-
tímalist, en þeir hafa jafnvel gert
enn betur á BIENNALE. Áhrifamest-
ur fannst mér Manuel Viola. Það
var sem sæi maður inn í óravídd-
ir í myndum hans, líkt og væru þar
hafdjúp eða himingeimurinn. Það
kemur að vísu illa við þá kenn-
ingu sumra nútímalistamanna um
það, að dýpt sé úrelt fyrirbrigði,
dýpt eigi að útiloka, vegna þess
að hún komi í veg fyrir að fletirn-
ir spili og takist á hver á móti
öðrum. Ég minntist einu sinni á
þetta við Kjarval og hann sagði:
„Stundum er þetta rétt og stund-
um rangt. Það er ekki hægt að
gefa neinar svona reglur um list-
ina." Líklega hefur hann rétt fyrir
sér þar.
Líklega eiga ítalir einhvern stór-
kostlegasta myndlistararf allra
þjóða, en stundum hafa orðið
krepputímar í listinni hjá þeim, til
dæmis á dögum fasistastjórnarinn-
ar, sem reyndi líkt og aðrar ein-
ræðisstjórnir að sveigja listina í
ákveðinn farveg. Nú hafa ítalskir
myndlistarmenn náð sér til fulls.
Kannske er það of mikið sagt að
tala um nýjan Renaisance, en eng-
ir leita eins ákaflega nýrra leiða
og ítalir. Þar er margt kunnáttu-
samlega gert, en stundum skotið
yfir markið eins og gengur og ger-
ist. Það sem ég man eftir er til
dæmis þetta: ,,í minningu Denise
Carol" eftir Savelli; hvitar eða hvít-
málaðar plötur, hver ofan á ann-
arri og hvítir kaðlar á milli. Annar,
sem Scialoja heitir, hafði náð mjög
sérkennilegri útkomu með þvi að
mála gegnum stórgerða blúndu,
svipaða þeirri, sem notuð er í sjöl.
Risastórar hendur af skilti, letur
og málað ofan í, ítalskt afkvæmi
Pop-listar, líka hraun og mosi að
því er virtist, en höfundurinn hét
Meloni. Það minnti talsvert mikið
á málara, sem á þessum slóðum
kallaði sig Giovanni Efrey: Jóhannes
Efri-Ey.
Þeir kunna líka að yrkja á léreft,
ítalir, en óhugnaðurinn er þeim
hugstæður, eða kannske eru það
minningar um ógnir stríðsins. Mér
eru sérlega minnisstæðar nokkrar
myndir eftir Cremonini, mjög fín-
legar í formum og litum, speglar
og kvenfólk líkt og í draumsýn en
einhver óhugnaður í allri fágun-
inni. Sama var að segja um mál-
arann Guerreschi. Þar voru vopn-
aðir Gestapómenn á ferð, birtan
var líkust bjarma af sprengingum
og yfirleitt var andrúmsloftið lævi
blandið í þeim myndum, en þær
voru gerðar af kunnáttu og færni.
Svo er maður ekki fyrr kominn
frá þessum stríðshryllingum, en
fyrir verður portrett af konu, stirð-
lega málað og klætt í kápu, sem
lafir alla leið niður undir gólf, let-
ur og tákn í annarri; málað í rauðu
3x11
33
Þetta er einfalt reiknisdæmi út af fyrir sig, en ákaflega
athyglisvert þegar skyrta á í hlut. Nýja nylonskyrtan
frá okkur, Terella de luxe, sem kemur nú á markaðinn,
fæst í þrem ermalengdum innan hvers númers, sem
eru ellefu alls. Skyrtan er því í rauninni fáanleg í 33
mismunandi stærðum, en það þýðir einfaldlega, að
þetta er skyrta, sem passar á alla.
Terella skyrtan er hvít, úr mjög vönduðu ensku efni.
Og svo ættuð þér bara að sjá hve falleg hún er — ger-
ið það í næstu búðarferð. VÍR
tenella.
VIKAN 48. tbl. — gg