Vikan


Vikan - 26.11.1964, Page 47

Vikan - 26.11.1964, Page 47
nákvæmlega klukkustund, verðið þér fyrir því langversta, sem enn hefur komið fyrir yður. Verið við- búinn, kæri vinur. Það heyrðist lágur smellur, tal- neminn hafði verið lagður á. Boyce leit skelfingu lostinn á klukkuna. Hún var eina mínútu yfir níu. Kvalirnar í maganum jukust um allan helming. Hann gleypt í skyndi eina töflu úr glasinu, sem Red- man læknir hafði látið hann fá, og drakk svo mjólk á eftir. Svo hallaði hann sér aftur á bak í stóln- um. Eftir klukkustund . . . hvað mundi þá gerast? Kvalirnar í mag- anum urðu stöðugt óbærilegri. Hann las á miðann á töfluglasinu. i </Ein til fjórar töflur." Hann gleypti enn eina töflu og saup mjólk á eftir. Reyndi að vera sem rólegast- . Ur- Hver gat það verið, sem ofsótti hann þannig? Ótal nöfn komu íram í huga hans, nöfn á konum, sem hann hafði brugðizt, karlmönn- um, sem hann hafði beitt brögð- um. Það var einhvernveginn auð- veldara að muna þau en nöfnin á þeim sem hann hafði reynzt heið- arlegur. Klukkuna vantaði tíu mínútur í tíu. Það var eins og magi hans væri að rifna. Með skjálfandi höndum kom hann upp í sig tveim töflum til viðbótar. Drakk mjólkina, sem eftir var í glasinu. En á sömu stundu og klukkan sló tíu, var sem kvalaleiftur færu um hann allan, sárari og heiftar- legri en nokkru sinni fyrr. Það var eins og eitthvert afl væri að tæta hann sundur, rífa hann í smásnepla og skelfingin við dauðann heltók hann. Það var með naumindum að honum tókst að ná sambandi við símstöðina. — Ég . . . heiti . . . Boyce Harper • . . stamaði hann, og sagði stúlk- unni síðan heimilisfang sitt. — Út- vegið mér . . . sjúkrabíl . . . tafar- laust. . . Það var um miðnætti. Jean Harp- er sat í biðstofu sjúkrahússins. Dr. Philip Redman kom þangað beina leið úr skurðstofunni. Hafði ekki gefið sér tíma til að fara úr hvíta sloppnum. Hún kveikti í síg- arettu og stakk milli vara honum. — Tókst skurðaðgerðin? spurði hún. — Eins og bezt varð á kosið, svaraði læknirinn og brosti. — Hann er með öðrum orðum dauður, varð frú Harper að orði. Jean Harper varp öndinni Iétt- ara. — Heldurðu að komi til nokk- urra óþægilegra afleiðinga? spurði hún. — Nei, svaraði dr. Redman. — Ég er læknir hans. Ég skrifa dán- arvottorðið. Þú ert málafærslumað- ur hans og sérð um uppgjör dán- arbúsins. Hefurðu komið undan töflunum, sem eftir voru í glasinu? — Já. Ég skolaði þeim niður um snyrtiskálina, svaraði hún. — Ágætt, þá höfum við ekkert að óttast. — Hvernig litist þér á að hafa fataskipti og koma heim með mér. Þá skal ég hita okkur kaffi? sagði hún. — Það lofar góðu, svaraði lækn- irinn. — Þetta var heldur óhugn- anleg skurðaðgerð, svo að ég hef sannarlega þörf fyrir kaffisopa . . . ★ KVEN- OG HERRA- PEYSA Framhald af bls. 4. 27 (28) sm., er fellt af fyrir öxlum eins og á bakstykkinu. Hin hliðin prjónuð eins. ERMAR: Fitjið upp 52 (60) - 64 (70) I. með svörtu garni á prjóna nr. 3 og prjónið stuðlaprjón, 1 I. sl. og 1 I. br., 5—6 sm. Takið prj. nr. 4 og prj. munstur eftir skýring- armyndinni. Byrjið að prjóna 16. munsturumferð. (Prj. með svörtu og hvítu garni). Aukið út 0 (0) — 4 (6) I. með jöfnu millibili ( fyrstu munst- urumferð. Aukið síðan út 1 I. í hvorri hlið með 2 (2VÍ2) — 2 (2V2) sm. millibili, 13 (11) — 14 (12) sinn- um. Þegar öll ermin mælist 31 (33) —35 (37) sm., þá er aukin út 1 I. báðum megin í annarri hverri um- ferð, 21 (22) — 17 (18) sinnum. Þegar 3. munsturbekkur, prjónað- ur, með svörtu og hvítu garni, hef- ur verið prjónaður, er litla odda- munstrið prjónað aftur, sjá mynd. Takið þá prjóna nr. 3'/2, og prjón- ið með svörtu garni. Prjónið áfram þar til öll ermin mælir 53 (55) — 57 59) sm. Fellið af. Prjónið aðra ermi eins. Leggið öll stykkin á þykkt stykki, mælið form þeirra út með títu- prjónum, leggið rakan klút yfir og látið þorna. Saumið saman hægri öxl með þynntum garnþræðinum. Takið upp í hálsmál 104 (108) - 114 (118) I. með svörtu garni á prjóna nr. 3. Takið upp 58 (60) - 68 (70) I. að framan, 46 ((48) — 48 (50) I. að aftan og eru þá taldar með lykkjurnar á þráðunum. Prjónið stuðlaprjón 6—7 sm. Prjónið háls- líningu kvenpeysunnar áfram á prj. nr. 3V2, þar til hún mælist 14 sm. og fellið laust af. Brjótið hana síðan tvöfalda yfir á réttu og tyllið niður. Látið lykkjurnar á hálslín- ingu herrapeysunnar á þráð, brjót- ið hana tvöfalda inn á röngu, og saumið lykkjurnar niður, 1 og 1 í senn, og dragið slðan þráðinn úr. * YAXA er óefað vinsælasta svitameðalið á íslandi og hinum Norðurlöndunum. Reynið YAXA strax og þér munuð sannfærast. * HMi Pétars Péturssonor Suðurgötu 14 — Sími 19062. VIKAN 48. tbl. — 47

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.