Vikan - 26.11.1964, Side 48
MEÐ ÁSTARKVEÐJU
FRÁ RÚSSLANDI
Framhald af bls. 15.
henni alla tilfinningasemi. Roman-
offblóðið gat vel hafa æst í henni
þró til annarra karlmanna en þeirra
rússnesku liðsforingja, sem hún um-
gekkst, strangra, kaldra, sjálfvirkra,
móðursjúkra og — vegna flokks-
uppeldis síns — óþolandi leiðin-
legra.
Það gat verið satt. Ekkert í útliti
hennar afsannaði sögu hennar.
Bond óskaði þess, að það væri
satt.
Síminn hringdi. Það var Kerim.
— Nokkuð nýtt?
— Nei.
— Þá sæki ég þig klukkan átta.
— Eg skal vera tilbúinn.
Bond lagði á og klæddi sig.
Kerim hafði verið ákveðinn þetta
kvöld. Bond hafði langað til að
vera kyrr í hótelherberginu og bíða
eftir því að stúlkan nálgaðist hann
— kannske fengi hann bréf, sím-
inn myndi hringja, eða hvað sem
væri. En Kerim hafði neitað. Stúlk-
an hafði verið ákveðin í því, að
hún myndi velja sinn tíma og stað.
Það væri rangt af Bond að gera
henni of auðvelt fyrir. — Það er
slæm sálfræði, vinur minn, sagði
Kerim. — Engin stúlka vill að
draumaprinsinn hennar hlaupi,
þegar hún blístrar. Hún myndi fyr-
irlíta þig, ef þú létist of auðkeypt-
ur. Eftir andlitsmynd þinni að
dæma og skýrslunum, sem hún hef-
ur lesið, býst hún við að þú hagir
þér kæruleysislega — jafnvel með
fyrirlitningu. Hún vill, að þú hagir
þér þannig. Hún vill ganga á eftir
þér, kaupa kossa þína . . . Kerim
drap tittlinga . . . Kossa af þessum
hranalega munni. Hún hefur orðið
ástfangin af hugmynd. Hagaðu þér
samkvæmt því. Þú verður að ieika
þitt hlutverk. Bond hdfði yppt' öxl-
um.
— Allt í lagi, Darko. Sennilega
hefurðu rétt fyrir þér. Hverju sting-
urðu þá upp á í kvöld?
— Hagaðu þér eins og þú mynd-
ir gera undir venjulegum kringum-
stæðum. Farðu núna heim, farðu í
bað og fáðu þér að drekka. Vodkað
hér er svo sem ágætt, ef þú skolar
því niður með Tonlc. Ef ekkert gér-
ist, sæki ég þig klukkan átta. Við
fáum okkur að borða hjá vihi mín-
um, sem ér sígauni. Hann heitir
Vavra. Hánn er ættarhöfðingi. Eg
verð hvort sem er að hitta hann í
kvöld. Hann er einn af beztu heim-
ildarmönnum mínum. Hann er að
reyna að komast áð þúí, hvér ætl-
aði sér að sprengjá uþp skrifstof-
una mína. Nokkrar af stúlkunum
hans muna dansö fyrir okkut. Ég
vil ekki stinga upp á, að þær
skemmti þér í einrúmi. Þú' verður
að halda sverðinu béittú.
Bond var ennþá að brosa að orð-
um Kerims, þegar síminn hringdi
aftur. Hann tók upp tólið. Það var
aðeins bíllinn. Þegar hann fór nið-
ur stigana og út að bílnum, varð
hann að viðurkenna fyrir sjálfum
sér, að hann hafði orðið fyrir von-
brigðum.
Þeir voru að aka upp hæðina,
gegnum fátæklegu hverfin uppi yfir
Gullna horninu, þegar bílstjórinn
sneri sér við og sagði eitthvað með
hlutlausri röddu.
Kerim anzaði með einsatkvæðis-
orði. — Hann segir, að það sé
Lambretta á eftir okkur. Það er
einn andlitslaus. Það skiptir engu
máli. Þegar ég óska þess, ferðast
ég án þess að þeir viti um. Oft
hafa þeir elt þennan bíl svo míl- 1
um skiptir og það hefur aðeins
verið gúmmíbrúða í aftursætinu.
Grunsamlegur bíll gerir sitt gagn. ,
Þeir vita, að þessi sígauni er vin-
ur minn, en ég held, að þeir viti
ekki hvers vegna. Það gerir okkur
ekkert illt, þótt þeir viti að við ætl-
um að slappa af ( kvöld. Það er
laugardagskvöld, og þegar vinur
minn frá Englandi er í heimsókn,
væri allt annað óvenjulegt.
Bond leit út um bakgluggann
og horfði út á fjölfarið strætið. Bak
við sporvagn sást eitt andartak í
skellinöðru, sem þegar í stað hvarf
á bak við leigubíl. Bond sneri sér
fram aftur, sem snöggvast minntist
hann þess, hvernig Rússar reka
njósnamiðstöðvar sínar — með eins
mikla peninga og tæki og hægt
er, þar sem brezka leyniþjónustan
tefldi hins vegar gegn þeim nokkr-
um ævintýramönnum eins og þess-
um hér, með gamlan Rolls Royce
og börnin ein til aðstoðar. Og þó
gat Kerim gert það sem honum
þóknaðist í Tyrklandi. Þegar allt
kom til alls, var rétti maðurinn
kannske betri en rétta kerfið.
Klukkan um hálf níu stnönzuðu
þeir í miðri langri brekku, í út-
hverfi Istanbul, við hrörlegan úti-
veitingastað með fáeinum veitinga-
borðum á gangstéttinni. Á bak við
sást í trjátoppa yfir háan steinvegg.
Þeir stigu út og bíllinn ók í burtu.
Þeir biðu eftir Lambrettunni, en suð-
ið í henni var hætt, því hún hafði
■þegar í stað snúið við og var kom-
in áleiðis' niður brekkuna. Þeir sáu
aðeins lágvaxinn, feitlaginn mann
,með rykgleraugu.
Kerim gekk á undan milli borð-
anna og inn í kaffihúsið. Það virtist
tómt, en maður nokkur stóð snöggt
upp bak við peningakassann. Hann
hélt annarri hendinni undir borð-
rönd skenksins. Þegar hann sá *
komumenn, brosti hann tauga-
óstyrkur. Eitthvað skall í gólfið.
Hann gekk fram fyrir borðið og
Vísaði þeim veginn út bakdyra-
megin og yf ir malargangstíg að
dyrum í háum veggnum, bankaði
einu sinni, opnaði dyrnar og benti
þeim að fara inn.
Þeir komu inn í ávaxtagarð,
þar sem plankaborð stóðu á víð
og dreif undir trjánum. í miðjunni
var hringlaga terrasódansgólf. j
kringum það hengu skrautljós í
— VIKAN 48. tbl.