Vikan


Vikan - 10.12.1964, Page 12

Vikan - 10.12.1964, Page 12
Árið 1831. Nú var hrifning Napóleonstímans yfir klassísk- um klæðaburði horfin. Kvenfólkið reyrði sig sam- an í mittið, en belgdi sig út bæði ofan þess og neð- an og líktist mest stundaglasi í laginu. Lífstykkin komu aftur til sögunnar — einnig hjá karlmönn- unum — og fjöldi undirkjólanna jókst. Karlmenn gengu nú í síðum buxum og héldu þeim uppi með línborðum strekktum milli fóta. Jakkinn var að- skorinn og hár hattur á höfði. JAFNVEL Á ÍSLANDi Jafnvel á íslandi hefur eitthvert fyrirbrigði af tízku ávallt verið til, frá því Iand byggðist. Þessi mynd sýnir klæðnað hér á Islandi fyrir aldamótin 1800. Fyrir þann tíma „báru fyrirmenn kjóla og bændur höfðu messuföt„“ segir Jón Espólín „en konur flestar hempur yfir klæðum og falda, en þær er mikillátar voru, skjöldu og knappa og belti og annan silfurbúnað á skartklæðum sínum.“ En eftir aldamótin breyttist tízkan vegna er- lendra áhrifa og konur tóku að klæða sig að dönskum sið. 12 — VIKAN 50. tbl. FRÁ NAPÓLEON TIL NÚTÍMANS Eftir frönsku stjórnarbyltinguna breyttist klæðaburður mikið ekki sízt hjá kvenfólki sem kúventi öllum venjum og jafnvel fyrri siðalögmálum. Þungi og íburðarmikli klæðnaðurinn hvarf, en í þess stað tók kvenþjóðin upp eldgamla gríska klæðatízku, og reyndi að líkja sem mest eftir listaverkum, frá þeim tíma. Þessi Iétti og bersögli klæðnaður kvennanna átti að gera þær gyðjum líkar. Myndin sýnir lítið en „huggulegt" samkvæmi frá þessum tíma, og af henni má ráða að klæðnaðurinn — eða klæðaleysið — hafi átt sinn þátt í vaxandi léttlyndi þessa tímabils. hinni fögru keisaradrottningu hans, Eugénie, að aftur hefst hlómaskeið franskrar tízku. Keisaradrottningin er forkunn- arfögur með tizianrautt hár og fullkominn vöxt. Vegna hinnar háu stöðu sinnar og fegurðar verður hún sjálfkjörin drottn- ing Evróputízkunnar. Hún verð- ur aðalviðskiptavinur tízkufröm- uðsins Worth, en vegna áhrifa hans fer skilkiiðnaðurinn í Lyon að dafna á nýjan leik, eftir að hafa verið í sorglegri niður- níðslu í mörg ár. Worth bjó til mörg ný mynztur og endurbætti þau gömlu og lét bæta gæði efn- isins. Hann var djarfur og fram- sýnn og kom mörgu nýju á framfæri, meðal annars tízku- sýningum með sýningarstúlkum. Ilann er faðir iiugtaksins „haute couture" klæðskeralist á hæsta stigi, og hann var stofnandi fyrsta stóra tizkuhússins i París. Nú fór krinolinið að verða allsráðandi, en það hafði aftur mikil álirif á aukningu silkiiðn- arins. Silkivefarárnir jukust úr 57 upp í 120000, og ein verk- smiðja framleiddi t. d. liálfa milljón af krinólinum á einni viku. Krinólinið var óþægilegt og tók allt of mikið rúm í stof- unum. Þó var það sök sér, þvi að í rauninni var þetta lífs-

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.