Vikan


Vikan - 10.12.1964, Síða 14

Vikan - 10.12.1964, Síða 14
Norskir rithöfundar eiga það enn tii að bregða fyrir sig þjóðsagnastílnum, og þá helzt, þegar þeir taka upp léttara hjal. Þessi saga mundi að minnsta kosti sóma sér vel í hvaða þjóðsagnasafni sem væri, bæði að anda og stíl, enda er þar og um það efni fjallað, sem tíðast er tekið til meðferðar í þjóðsögum... Andrés hét hann, bóndinn i Lóni, ókvænt- ur og kvenmannslaus. Ekki var það af neinni sérvizku eða fyrir- tekt Andrésar, að hann kúrði kvenmanns- laus. Hann vantaði ekki viljann til að verða sér úti um notalega meðhjálp. Það var kjark- urinn, sem brast. Nágrannarnir höfðu það fyrir satt, að hann drægi tjöld fyrir glugga, þegar hann vissi konur eiga leið lijá garði, svo feiminn yæri hann og uppburðarlítill. En vitanlega var hað orðum aukið.... að minnsta kosti þóttust þær sumar hafa séð þess merki, er þær litu um öxl, að hann gerði smárifu ú tjaldið og horfði á eftir þeim. Grannarnir vitnuðu í ritninguna og kváðu það afleitt að karlmaðurinn væri einsamall. Og Andrés kvaðst þeim sammála. Einveran þvingaði hann þvi meir, sem árum hans fjölgaði. Það kom æ oftar fyrir, þegar hann sat og reri í gráðið, myrk og vökulöng vetrarkvöldin, að liann tók allt í einu eftir því að hann var kominn i lirókaræður við sjálfan sig. En livað átti hann til bragðs að taka? Hann gat ekki talizt beinlínis ung- ur íengur og bráðfallegur liafði hann aldrei vcrið, og hann mátti ekki til þess liugsa að málaleitan sinni yrði ekki svarað nema með hæðnishlátri. - Þú ættir að auglýsa, ráðlagði Pétur nagranni hans honum, frelsaður og liarð- kvæntur formaður, sem dró meira en drott- inn gaf og græddi á tá og fingri. smásaga kippir og einn langur, dálítið hlé og svo eins aftur, tveir stuttir kippir og einn langur. Þá fór um Andrés, það var eitthvað dular- fullt við þennan drátt og hann var ekkert gefinn fyrir neitt þessháttar. Forvitinn var hann eigi að síður, það væri nógu fróð- legt að sjá hverskonar fiskur þetta er, hugs- aði hann og dró inn nokkra faðma af fær- inu, en liægt og gætilega. Svo kom hik á hann. Eflaust var þetta einhver bannsett- ur ódrátturinn. Hann hafði svo sem lieyrt sögur af þeim og ekki’ frýnilegum, og hann slakaði aftur á færinu. Fyrst var allt kyrrt, en það stóð ekki lengi. Þá fóru smárykkir um færið, engu likara en að einhver væri að handstyrkja sig upp eftir því og Andrés nötraði allur og skalf á þóftunni af ótta og kvíða. Innan skamms sá hann koma upp úr sjónum slý- græna hnúa, kreppta um færið, þvínæst koll og ásjónu í mannsmynd. Ef manns- mynd skyldi kalla, því að munurinn náði út að eyrum, haka engin; augun kringlótt og viðlíka stór og í rígaþorski og allur um- búnaður þeirra þar eftir, hvorki hvarmar né brúnir. Er ekki að orðlengja það, að andartaki síðar sat marhendill sá á borðstokknum, og liafði Andrés aldrei slikt afstyrmi augum litið. Þarabrúnt hárstrýið hékk niður á ökkla; skrokkurinn allur slýgrænn og slepj- ugur, en allt minnti sköpulagið á mann, eða öllu lieldur fimm ára strákgepil. — Þetta er ekki hafandi í fíflskaparmál- um. sagði Andrés. Fari maður þá leiðina, veit liann aldrei livað hann hreppir. Þetta er eitthvað annað en að komast yfir skektu. Og árin liðu. það hallaðist allt á eina hlið- ina í Lóni, utanhúss og innan. Rimlagirð- ingin kringum Iiúsagarðinn grotnaði niður og í garðinum óx ckki annað en arfi og njóli; ryklagið á gluggasyllunum varð þuml- ungsþykkt og allt snnað var eftir ]jví og þó flest enn verra. Andrés gerðist sinnu- laus um útlit sitt og sjálfan sig; hvorki rak- aði sig né klippti, og brennt fyrir að hann hæri greiðu í hár sitt eða skegg. Hann varð skorpinn og lotinn og fatalepparnir hans báru þvi augljóst vitni, að hann var hætt- 'ir að hafa fyrir ])ví að l)regða sér úr þeim /fir nóttina. Þá gerðist það seint á útmánuðum, að Andrés damlaði út á lognslétta víkina, að fá sér eitthvað í soðið. Ekki hafði hann lengi setið, þegar hann fann að tók á. En undarlega hagaði sá dráttur sér og á ann- an liátt en þeir fiskar áttu vanda til, sem Andrés hafði komizt í kynni við þarna á víkinni. Ekki voru það ólætin eða strunz- ið. Ekki annað lífsmark með honum en það, að hann kippti eilítið í færið með ó- trúlega jöfnu millibili, rétt eins og hann væri að gefa einhver merki. Tveir stuttir — Góðan dag, sagði marbendill og brosti aftur á linakka. Þú munt vera Andrés í Lóni. — Jú-liú, svaraði Andrés. Það voru ekki nema þrjár eða fjórar tennur eftir í hvorum góm, en það bar ekkert á þvi í þetta skipt- ið —- þær glömruðu saman svo ótt, að ekki mátti auga á festa. — Er ekki leiðinlegt að sitja svona ein- samall kvöld eftir kvöld? spurði marbend- ill og krosslagði bífurnar. — Ojú, svaraði Andrés og var nú úr hon- um mesti skjálftinn. Það kemur fyrir að ég teymi hrútinn inn í eldhúsið; það er alltaf skárra en ekki að liafa hann til að rabba við. Þá hló marbendill. — Það leynir sér ekki að einstæðings- skapurinn tekur á þig, sagði hann. Þú ert orðinn lieiðgulur til augnanna og kafloð- inn í eyrum. Þessu lét Andrés ósvarað. Hugsaði sem svo, að hyggilegast væri að fara ekki að munnhöggvast við marbendilinn; það kom fyrir, að liann þurfti á sjóinn, þó að ekki væri nema til að draga í soðið, og það var ómögulegt að vita hvernig þetta undirdjúps- hyski kynni að hefna sín, ef því mislíkaði eitthvað við mann. Og Andrés þagði. — Ég veit að þú ert dugnaðarþjarkur, bæði til sjós og lands, sagði marbendill enn, — VIKAN 50. tbl.

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.