Vikan - 10.12.1964, Page 15
:v,
:
gægðist inn, sá hann hvar kona nokk-
ur og hún hreint ekki af smærri gerfS-
inni, stóð við kabyssuna. Hann lét
alit vera hvafS hún var ófrifS; kannski
var liún helzt til kjálkamikil og höku-
löng — en hvenær var kvenmaður
skapaður svo, að ekkert mætti að
finna? Nei, hað voru ekki neinir af-
leitir smíðagallar á henni, ekki sjáan-
legir svona í fljótu bragði, nema hvað
liún hafði einhvern hnút eða stóra
vörtu á enni, rétt ofan við augnabrún-
irnar. Og fönguleg var hún, konan,
og leit út fyrir að geta tekið til hend-
inni, bæði til sjós og lands. Sannkall-
aður stólpagripur. . . .
— Sæl vertu, sagði Andrés. — Og
velkomin i Lónið.
—- Sæll sjálfur, sagði konan, og
þakka þér fyrir. En það ætla ég strax
að taka fram, að við skulum ekki láta
það dragast að koma okkur til prests-
ins, þvi að ég er af grandvöru fólki,
og faðir minn mundi drekkja sér af
hryggð og smán, ef hann frétti að ég
byggi ein með karlmanni i trássi við
boðorðin.
— Já, auðvitað, svaraði Andrés og
helzt fyrir það, að hann hafði ekki
hugmynd um hverju öðru liann ætti
að svara. Já, það er skiljanlegt, sagði
hann.
í sömu svifum kom Pétur, nágrann-
inn, inn úr dyrunum. Hann hafði séð
það heiman af hlaðinu, þegar Andrés
gekk sjö sinnum kringum húsið og
hljóp síðasta hringinn, og vissi ná-
grrnninn enga skýringu sennilegri
á slíku athæfi en að Andrés gamli
hlyti að hafa skollið harkalega, ann-
aðhvort á hnakkann eða ennið.
— Lokaðu dyrunum; liann er nógu
afleitur súgurinn hérna, þó að þær
séu ekki glenntar upp á gátt, mælti
kvenmaðurinn og byrsti sig.
Andrés gekk út á hlaðið með ná-
grrnna sínum og lokaði dyrunum vel
og vandlega á eftir sér.
— Þctta er kærastan min, sagði
hann.
— Iíærastan þín?
— Já, hún. . . . það konni vöflur á
Andrés, því að auðvitað hafði hann
ekki hugmynd um hvað hún hét, ef
hún hét þá nokkuð. Hún....... Sæunn
litla. Við æthun að skella okkur í það
heilaga á sunnudaginn.
Næsta sunnudag pússaði presturinn
þau, Sæunni og Andrés, saman að
lokinni messu. Hann var orðinn gamall
og luilkaður, klerktuskan, og gerði ekki
minnstu athugasemd við það, að brúð-
urin hafði ekki skírnarvottorð hand-
bært; hafði og aldrei smámunasamur
verið.
Nú var Andrés sumsé ekki einmana
lengur. Það vantaði ekki heldur, að
það lægi vel á honum. Hann gekk
raulandi um lnis og hlað og skæl-
brosti framan í tilveruna og var upp
með sér, nýkvæntur maðurinn. En
jiví miður kom það von bráðara á dag-
inn að hjónabandið var dálítið ann-
að en liann hafði gert sér i hugar-
lund.
Þau höfðu ekki verið lengi i hnapp-
heldunni, þegar eiginkonan gerðist
bæði húsmóðir og húsbóndi í Lóni.
Það hefði þó kannski verið fyrir sig
hve ráðrik hún var, ef hún hefði ekki
Framhald á bls. 31.
“ 15
og þessvegna vil ég gjarna verða þér að
liði. Þig langar til að komast yfir kvenmann,
er ekki svo?
— Og jamm ojæja, svaraði Andrés.
— Það er lóðið, sagði marbendill. Líttu
nú á, lagsmaður!
Að svo mæltu brá marbendill krumlunni
að kverk sér og kom með smáfleyg bláan
út úr kjálkastrýinu. Hann setti fleyginn á
þóftuna hjá Andrési.
— Nú skaltu róa í land, lagsmaður, sagði
marbendill, kveikja upp i kabyssunni og
kynda hana allt hvað af tekur, snaka þér
í sparifötin, setja fleyginn þann arna á eld-
húsborðið og skrúfa af honum stúthettuna;
fara síðan út og ganga sjö sinnum hring-
inn í kringum kumbaldann og farir þú að
öllu eins og ég hef sagt þér, þá skal það ekki
brcgðast, að það verður kominn kvenmaður
á heimilið, þegar þú kemur inn aftur. . . .
Er marbendill hafði þetta mælt, renndi
hann sér út af borðstokknum og var horf-
inn til sins heima á hafsbotni.
Andrés damlaði í land og var í þungum
þönkum. Næsu dagana liafðist liann ekki
að; sagði við sjálfan sig, að þetta væri jú
sama tóbakið og auglýsingin, ef nokkuð
væri þá að marka marbendil — ekkert að
vita livernig kvensnift þetta yrði. En þegar
frá leið, varð honum æ oftar hugsað um
bláa fleyginn, sem stóð i gluggakistunni.
Hann tók fleyginn og hristi hann, en ekki
gutlaði vitundarögn á honum og þegar hann
bar hann við birtuna, gat hann ekki betur
séð en að glerið væri galtómt.
Loks rann upp sá dagur, að Andrés tók
ákvörðun. Færi svo ólíklega, að mark
reyndist takandi á marbendli, þá yrði þarna
þó ekki um neitt lögmætt hjónaband að
ræða, hugsaði Andrés. Ekki ósennilegt að
hann gæti þá haft kvenmanninn lijá sér um
hríð til reynslu; sem einskonar ráðskonu.
Andrés tókst allur á loft við tilhugsun-
ina, og þó að hann væri yfirleitt i seinna
lagi að ákvarða sig, var hann ekki að tví-
nóna við hlutina, þegar út í það var komið.
Hann snaraðist út eftir eldiviði, kynti
kabyssuna svo rækilega að liún varð rauð-
glóandi á meðan hann var að snaka sér í
sparifötin, tók síðan bláa fleyginn og setti
liann á eldhúsborðið.
Þetta var hátíðleg stund, þótti Andrési.
Það fór um hann eftirvæntingarlirollur eins
og brúðguma; liann ræskti sig og komst
við, þegar hann svipaðist um í subbulegu
eldhúsinu. Svo skrúfaði liann hettuna af
stútnum á bláa fleygnum, hélt út og tók að
þramma hringinn í kringum íbúðarliúsið.
Þegar hann hafði þrammað jiannig fimni
Iiringi, nam hann staðar og var það skapi
næst að hætta við allt saman, en veitti þvi
þá athygli, hvað gluggatjölddn voru orðin
grútskítug og tuskuleg, tók enn á rás og
greikkaði sporið. Hljóp meira að segja við
fót sjöunda og síðasta hringinn.
Þegar Andrés opnaði eldhúsdyrnar og
VIKAN 50. tbl.