Vikan


Vikan - 10.12.1964, Side 16

Vikan - 10.12.1964, Side 16
REIKAD UM TORG RÖMAR t-i SÍOARI HLUTB EFY15S QfSL.a SBGíURÐSSON - 1 - Róm er eins og hafið, — því lengra sem maður gengur út, því dýpra. Þetta sagði stórskáldið Goethe,- hann var einn þeirra fjöl- mörgu andans manna, sem teygað hafa í sig áhrifin af sögu og minj- um. Eg get alveg fallizt á það, að Róm sé eins og hafið. En maður veit ekki gerla hvar það haf er dýpst og Róm er að því leyti ólík flestum borgum, að þar er naum- ast nokkur miðpunktur. Rómar- torgið gamla er það ekki lengur, það heyrir til sögunni og Feneyja- torgið er það varla heldur, enda þótt Mússólini reyndi að stuðla að því með því að halda þar fjölda- fundi á glansdögum sínum. Þá flutti hann ræður sínar af svölum Feneyjahallarinnar og gargaði sig hásan eftir fyrirmypdum noirðan um Alpafjöll. Að áratug liðnum var hann hengdur upp á löppunum á torgi í Mílanó. Svona endurtekur sagan sig ævinlega,- einræðisherr- arnir falla með braki og brestum úr þeim valdastóli, sem treystur er með vopnavaldi og byitingar halda áfram að éta börnin sín. Miðbik og þýðingarmesti part- ur Rómar er á stóru svæði út frá járnbraútarstöðinni, sem Músso- linni lét byggja á sínum tíma, því hann dreymdi stóra drauma um uppbyggingu og sinn svip á borg- inni eins og Nero og Agústus. A þessu svæði eru breiðgötur með stórverzlunum og flugfélagaskrif- stofum, það er öllu fremur hin nýja Róm með götur eins og Via Nazi- onale og Via Bissolati. Þar er um- ferðin eins og tröllaukið fljót í flúðum, þessir litlu, ítölsku bílar eru að minnsta kosti sex á götunni, hver við hliðina á öðrum og þeim er ekið eins og þeir draga. Samt sá ég aldrei árekstur í kösinni. Ekki svo að skilja, að ekki komi þar fyrir umferðarslys eins og annarsstaðar. Þau eru vandamál þar og krefjast stærri og stærri mannfórna á hverju ári. En þegar maður sér umferð á borð við þessa, þá er mjög erfitt að skilja að umferðarslys skuli þurfa að eiga sér stað á götum Reykjavík- ur, þar sem einföld bílaröðin sis- ast áfram á 20 km hraða. - 2 - „Sva er sagt at Roma se 111 mílur á lengd enn 11 á breidd. — VIKAN 50. tbl. Pantheon og Rotunda-forgiS. Þar eru V biskupsstólar........... Vestr fra borginni er Páls kirkja,- þar er munklífi og borg um utan er gengr or Roma. Þar stendr staðr sá er hsitr catacumbas (Katakomb- urnar) Þetta er alt fyrir utan Tifr, hon fellr í gegnum borgin Roma, hon hét fordum Albana." Svo segir Nikulás á Munkaþverá í sinni lýsingu. Tíber fellur í bugð- um á milli hæðanna, straumlygn og nánast Ijósgul á litinn. Eftir fólkorrustur, aftökur og önnur blóðböð, sem voru nærri dagleg- ur viðburður á torgum Rómar, þá var líkunum varpað í Tíber oq hún bar þau til sjávar. Stundum sá ekki í vatnið fvrir líkum. Sumar brýrnar hafa séð hana renna í tuttugu aldir, en samt standa þær enn. A flatri spildu sem verður meðfram Tíber norðanvert við Capítólhæð, er svo gamalt og þétt hverfi að undrum sætir. Þar getur fólkið heilsazt með handabandi milli glugganna sín hvorum megin við götuna. Maður gengur inní þetta hverfi eins og völundarhús, lætur berast eftir slitnum, steinlögðum götum, sem muna keisarana, lýð- inn og samkvæmin til forna. Þá voru haldin svo villt partý í Róma- borg. að munaðarseggir nútímans eru í samanburði hreint eins og byrjendur eða fátækt afdalafólk. í frásögn af rómvezkri veizlu, sem ég hef einhversstaðar fundið, er getið um helztu matföng og til- reiðslu þeirra. - 3 - Gestgjafinn er maður örlátur. Hann býður gestum sínum til drykkju á undan matnum með svo- felldum formála: ,,Ef yður feljur ekki við vínið, skal ég breyta til. Ég þarf ekki að kaupa það, lof sé guðunum. Allt sem hér er og kemur vatninu fram í munninn á ykkur hefur verið framleitt á búi mínu sem ég hef aldrei séð; en mér er sagt að það sé einhversstaðar nálægt Terracínu eða Tarentum", Ojá, enginn skyldi halda að höfðinginn væri að ragast í því, hvar þetta góðbú hans væri. Aðal- atriðið er, að það skilaði sínum afurðum og veizlan ber vott um það. Um hana segir svo „Þarna var kringlótt trog og um- hverfis var raðað merkjum dýra- hringsins, en á hvert merki hafði hinn mikli aðdráttamaður sett þann rétt sem því hæfði bezt: Hrútafléttur á hrútsmerkið, bauta á nautsmerkið ... innýfli ungrar gyltu á meyjarmerkið á vog- armerkið tertu í aðra skálina, en köku í hina ... Fjórir dansmenn komu inn stígandi eftir hljómfalli tónlistar, og tóku brott efri hluta trogsins. Undir voru geldhanar og gyltusíður, en hérasteik í miðju. í hornunum stóðu fjórar Marsyas- arstyttur og sprændu kryddsósu yfir smáfiska sem syntu í legin- um . . . . Næst var inn borinn villi- göltur í trogi; á vígtönnum hans héngu körfur fullar með döðlum, en umhverfis voru ofurlitlir sæta- brauðsgrísir . . . Þegar skurðmeist- arinn stakk hnífi sínum í síðu galt- arins flugu þar út þrestir, einn handa hverjum gesti . . . Þrír hvít- ir geltir eru leiddir í salinn og gest- irnir benda á þann, sem þeim lízt bszt á til soðningar. Þeir halda áfram að raða í sig meðan gölt- urinn er steiktur. Síðan er komið með hann inn og þegar sprett er á kvið hans, ve'ta þar út bjúgu og kjötsnúðar . . . Hringur stígur niður frá loftinu og færir hverj- um boðsmanni alabasturskrús með ilmsmyrslum, en þrælar fylla glös- in með fornum vínum jafnótt og þau tæmast." Svo ber þess að geta, að Róm- verjar voru mótfallnir öllum óþarfa meinlætum og þótti það óþarfa áreynsla að sitja uppréttir við mat- borð. Til máltíða höfðu þeir lág Gömu! vatnsleiðsla og nýjar blokkir. Sigurbogi Titusar. hægindi; þar lágu þeir útaf og hvíldust í hrúgum af púðum eða öðrum viðlíka hægindum, meðan fagrar ambáttir í fötum úr „ofnu lofti" réttu þeim gómsætið. Nú þykjast þeir kunna skil á rómverskum orgíum enn þann dag í dag og gefa hugmynd um það með allmiklu stolti, að spillingin sé bara þó nokkur. Til þess að sanna það réðist kvikmyndastjór- inn Fellini í það að framleiða kvik- mynd, sem átti að sýna sanna róm- verska spillingu og munaðarlíf á vorum dögum: La dolce vita. Að minnsta kosti varð þessi kvikmynd talsvert umtöluð og var sögð gefa „Rjómatertan" minnismerkið um Victor Emanuel. ágætar svipmyndir af lífi þess fólks, sem löngu er leitt á venjulegu skemmtanalífi, á nóga peninga og hefur lífsleiðann fyrir stöðugan förunaut. — 4 - Það er spurning, hvort það er nokk- ursstaðar „fínna" að eiga heima en í Róm. Þess vegna hefur hrúgazt þangað fólk, sem lifir á eignum sínum eða á einhvern hátt, sem ekki útheimtir neina vinnu. En þess- konar líf hefur orð á sér fyrir að vera leiðigjarnt, hvort heldur það er í Róm eða annarsstaðar. Kost- urinn við Róm fyrir þesskonar af- ætur er hins vegar sá, að þar er alþjóðlegt samfélag og hver og einn er viðurkenndur og meðtek- inn, ef hann er dálítið frægur og vel ríkur. I London til dæmis, þá dugar það ekki til. Hinir innfæddu Englendingar halda öllum forrétt- indum fyrir sig og það er jafnvel ekki nóg að vera innfæddur, ef maður er ekki Englendingur langt fram ! aldir. Þeir kölluðu Profumo útlending í fyrra, þegar hann olli hneykslinu, vegna þess að fjöl- skylda hans hafði flutt þangað frá Italíu einhverntíma á seytjándu öld. Þar er vonlaust að verða innsti koppur í búri með útlenzkulegt nafn eða forfeður, sem ekki áttu heima á réttum stað.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.