Vikan - 10.12.1964, Page 22
14
Olympíuleikar
VETTVANGUR
SIGRA 0 G
VONBRIGÐA
-
S:|ÉÍIÍ
'
t ' ■■
, /' , 'i
mmmm
mmm,
.
'
i’
s s I
, , ,v " „í" ,
í. *•’■'••'* f :jg 'Wfy
jg&Mi
' ,:
I,,, ' i
Nú í haust lauk fjórtándu
Olympíuleikunum síðan þeir
voru endurvaktir fyrir 68 ár-
um í Aþenu. Síðan hafa þeir
oftast verið haldnir á fjögurra
ára fresti, nema á ófriðar-
tímum, að þeir hafa fallið
niður. Olympíuleika hefur
alltaf verið beðið með eftir-
væntingu, ekki sízt af þeim
íþróttamönnum, sem snjall-
astir hafa verið á hverjum
tíma, og litið hafa á það sem
hinn mesta hugsanlega heið-
ur að sigra á Olympíuleikum.
Vikan bregður upp myndum
af minnisstæðum atvikum frá
liðnum Olympíuleikum og
nokkrum svipmyndum frá
síðustu leikum í Tokío.
Grikkirnir lögðu það í
metnað sinn, að kringlu-
kastið yrði „grísk grein"
á Olympíuleikunum í
París árið 1900. Þeir
höfðu reynt eftir því sem
kostur var að kynna sér
aðferðir hinna forn-grísku
kringlukastara og höfðu
að minnsta kosti ákveðna
tækni. En árangurinn var
slakur; sá bezti, Versis,
sem sést á myndinni kasf-
aði aðeins 27,78 m og
tapaði fyrir Bandaríkia-
manni, sem kastaði heil-
um níu metrum lengra.
Olympíuleikarnir voru haldnir í París árið 1900 og stóðu að einhverju
leyti yfir í heila 5 mánuði. Þá var keppt í ótal greinum eins og til dæmis
atrennulausum stökkum. Bezta afrek leikanna var án efa 200 metra
hlaup Bandaríkiamannsins Archie Hahn, sem hljóp á 21,6 sek. Það
Olympíumet stóð óhaggað í 28 ár. Þá voru allir karlmenn, sem kepptu,
með yfirskegg, samtals 1060 manns. Þá vannst 100 m hlaupið á 10,8
sek. og Sioux indíáninn Baxter vann hástökkið, stakk sér á hausinn yfir
1,90 og kom niður á hendurnar. — Maraþonhlaupið varð strax klassisk
grein á Olympíuleikum og sá atburður, sem iafnan var beðið með mestri
eftirvæntingu. í París höfðu þeir sérstakar vatnsbyssur til þess að hressa
hlauparana í hitanum, sprautuðu í andlitið á þeim eins og myndin sýnir.
Aþena 1896 - mikill íþröttaandi en
AFREKIN SLAKARI EN Á ÍSLENZKU HÉRAÐSMÓTI
Takið ykkur stöðu — viðbúnir. . . Hér er sögufrægur riðill í 100 metra hlaupi á hinum fyrstu
endurvöktu Olympíuleikum í Aþenu 1896. Sögufrægur vegna þess, að Bandaríkiamaðurinn Thomas
Burke kraup niður á hendurnar í startinu og voru menn ekki alveg á eitt sáttir, hvort slíkt væri
leyfilegt, en að athuguðu máli töldu dómarar það í lagi, jafnvel þótt einhver vildi leggjast á mag-
ann. Burke náði langbezta viðbragðinu og sigraði á 12 sek. sléttum.
Þrettán þjóðir sendu samtals 285 íþróttamenn á leikana og áhorfendur voru 80 þúsund. Það var
keppt í flestum greinum frjálsra íþrótta, en tækni var mjög ómótuð og árangurinn víðast hvar
svo sem á héraðsmótum á [slandi eða lakari. Til dæmis; 400 m hlaup vannst á 54,2, 800 m á
2,11 mín., 1500 m á 4.33,2, 110 m grind á 17,6 sek., hástökk 1,81 m, langstökk 6,35 m, þrí-
stökk 13,71 m, spjótkast 54,83 m, stangarstökk 3,30 m og kringlukast á 29,15 m.
Farís
1900
FIMM MÁNAÐA
SPORT í
BOLONGNE-
SKÓGINUM
22 — VIKAN 50. tbl.