Vikan - 10.12.1964, Side 24
1936 í Berlin
STÖRGLÆSILEGIR
OLYMPÍULEIKAR UNDIR
STJÖRN NAZISTA. HINIR
HREINU ARÍAR GEGN
„ÖÆÐRI14 KYNSTOFNUM.
1946 I London og
1952 f Helsinkl
ENN HEFUR GEYSAÐ HEIMSSTYRJÖLD OG
OFURMENNI EINS OG ZATOPEK HAFA GERT
ÞESSA LEIKA MINNISSTÆÐA.
Á Olympíuleikunum í London 1948, hin-
um fyrstu eftir stríðið, var það greinilegt,
að stórveldin tvö í austri og vestri voru
líka stórveldi ó íþróttasviðinu. Nú höfðu
jafnvel íþróttirnar og afrek íþróttamanna
pólitískan tilgang. Mesta athygli í London
vakti „tékkneska eimreiðin" Emil Zatopek,
sem sigraði í 10 km hlaupi. Tugþrautar-
maðurinn Mathias þótti lika mjög snjall
og ítalinn Consolini vakti athygli fyrir
góð afrek og fróbæran stíl í kringlukasti.
Nú komu Bandaríkjamenn í fyrsta sinn
fram með nýjan stíl í kúluvarpi, sem
markaði tímamót í afrekum, en ( þetta
sinn vann Thompson ó 17,12 m.
Á leikunum í Helsinki var Zatopek ris-
inn, hinn ósigrandi hlaupari, sem vann
þrjár gullmedalíur, í 5000 m, í 10 km og
maraþonhlaupi. Harðastur var bardaginn
í 5 km hlaupinu. Zatopek ruddist fram
úr á síðustu beygjunni og við það féll
Bretinn Chataway, en „skuggi Zatopeks",
Márinn Mimoun fékk ekki við ráðið né
heldur þjóðverjinn Schade. Myndin sýnir
þá f síðustu beygjunni.
Allt fór fram samkvæmt þýzkri
nákvæmni og Hitler fylgdist vel
með öllu úr heiðursstúku sinni
ásamt Göring, Goebbels, Hess
og fleirum þekktum nazistafor-
ingjum, sem settu heiminn í bál
og brand eftir þrjú ár frá þess-
um Olympíuleikum.
I langstökki fór fram spenn-
andi einvígi. Bandaríkjanegrinn
Jesse Ovens hafði þegar unnið
bæði 100 m og 200 m hlaup
til mikillar hrellingar fyrir Hitler
og nú keppti hann við Ijóshærð-
an Þjóðverja og væntanlega
hreinan Aría, Lutz Long, sem
var frábær langstökkvari. Hon-
um tókst að komast fram úr
Owens undir lokin, setti nýtt
Evrópumet og stökk 7,87 m. En
Owens, sem ef til vill er snjall-
asti íþróttamaður, sem nokkru
sinni hefur keppt á Olympíu-
leikum, tók á því sem hann átti
til í síðustu tilraun og sveif
8,06 m. Fullur af viðbjóði yfir-
gaf Hitler leikvanginn.
Gömul kempa heiðruð. Á Olympíu-
leikana í Berlín, árið 1936, bauð
Hitler sem sérstökum heiðursgesti,
Spiridon Louis, Grikkjanum sem
sirgaði í Maraþonhlaupi á hinum
fyrstu endurvöktu Olympíuleikum
1896. Louis hafði aldrei keppt áður,
en hann var geitahiröir og léttur á
sér. Hann gaf sér tíma til þess að
fara inn á krá í miðju hlaupi og fá
sér hressingu, en sigraði samt með
yfirburðum, öllum Grikkjum til
mikils fagnaðarefnis. En þegar átti
að afhenda Spiridcn Louis verð-
launin, þá var hann horfinn norð-
ur í fjöll til að sinna geitunum.
24 — VIKAN 50. tþl,