Vikan


Vikan - 10.12.1964, Blaðsíða 25

Vikan - 10.12.1964, Blaðsíða 25
:: wv'i-s: , ■ ; :viSS&- 1956 f Melborne SILFRIÐ f ÞRÍSTÖKKI TIL ÍSLANDS, OG RÖMANTÍK SÍN HVORUM MEGIN VIÐ JÁRNTJALDIÐ Öllum eru takmörk sett. Zatopek varð að kyng|a því í Melbourne, að hann var ekki harðastur lengur. Hann varð s|öundi í Maraþonhlaupinu og loksins tókst Mimoun að sigra hann. Vilhjólmur tók silfrið [ þrístökkinu mjög óvænt, O'Brian endurheimti titilinn í kúluvarpi fró Helsinki, Kuts frá Rússlandi hljóp frá- bært 10 km hlaup og vann reyndar 5 km líka. En mesta athygli vakti, að sigurvegararnir í kringlu- kasti kvenna, Fiktova frá Tókkóslóvakíu og sleggju- kasti, Harold Connolly USA, felldu hugi saman, en járntjaldið meinaði þeim samvistir. En með diplómatisk- um aðgerðum og skilningi á báða bóga, þá laukst járntjaldið upp í þetta skipti og Fiktova fékk að flytjast til Bandaríkjanna. Þau kepptu bæði á leikun- um í Róm og eins nú í sumar í Tókíó, en gekk ekki vel. Sjá næstu síðu. 1960 i Róm OLYMPÍULEIKARNIR í BORGINNI EILfFU, SPRETTHLAUPARARNIR WILMA OG HARY VÖKTU MESTA ATHYGLI Nú hefði Hitler átt að sjá, hvað hreinir Aríar geta. Hary var öruggur sigurvegari í 100 m hlaupi á 10,2 sek, Italinn Berutti tók ekki ofan sólgleraugun, en sigraði samt 200 m hlaupið á 20,5 sek. En drottning leikanna var „svarta gazellan", Wilma Rudolph frá Bandaríkjunum. Hún er 1,80 á hæð, spengileg og hefur fallegan hlaupastíl. Hún sigraði 100 m hlaup, 200 m hlaup og tryggði bandarísku boðhlaupssveitinni sigur i 4x100 m. Frá Abbeseníu mætti ber- fættur maður úr lífverði keisarans til að hlaupa Maraþonhlaup — og sigraði glæsilega. Hann heitir Bikila og sigraði aftur í Tokio. " 25 VIKAN 5tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.