Vikan - 10.12.1964, Side 28
)
ÍSLENDINGARNIR
HAFA
17 ÞOTUR
TIL
ÞJÁLFUNAR
Langsamlega stærsta slökkvistöð landsins er
ó Keflavíkurflugvelli, þar sem umferð flugvéla
fer dagvaxandi, og öryggismól eru lótin sitja
í fyrirrúmi fyrir flestu öðru.
Stöðin hefur 16 stórar bifreiðar og 17 þot-
ur til umróða, auk margra annarra stórvirkra
tækja til björgunar og slökkvistarfs. Þar vinna
um 70 fastir starfsmenn, og helmingur þeirra
Islendingar.
Sveinn R. Eiríksson flugmaður og slökkviliðs-
stjóri segir hér fró ýmsu fróðlegu fró þessum
stað, og ekki sizt hvernig honum hefur tekizt
að lækka brunatjón þar á vellinum úr 300 þús-
und dölum á ári niður í eitt þúsund dali . . .
GREIN: GUÐMUNDUR KARLSSON
LJÓSM: KRISTJÁN MAGNÚSSON
Það var stór og mikil flugvél að undirbúa flugtak á Keflavíkur-
flugvelli. Vélin var með hátt á annað hundrað farþega á leið til
Bandaríkjanna, þeir voru búnir að spenna um sig beltin og biðu
nú eftir því að flugvélin hæfi sig á loft frá þessum eyðilega og kalda
stað langt norður í höfum, og flytti þá örugglega og þægilega til
heitari landa. — Vélin stóð á brautarenda með alla
hreyfla í gangi og flugmennirnir voru að ganga frá
síðustu atriðunum áður en þeir gæfu hreyflunum
fullt afl og renndu vélinni eftir brautinni. Brottfarar-
leyfi var.fengið frá umferðarstjórninni, og flugmað-
urinn leit fram á brautina áður en hann gæfi merki
um að halda af stað.
Hann ætlaði varla að trúa sínum eigin augum, þegar hann sá
eldrauðan slökkviIiðsbíl koma æðandi eftir miðri brautinni og stefna
til vélarinnar með rauð blikkljós og allt útlit til þess að bílstjórinn
væri eitthvað bilaður .... ætlaði hann að aka beint á flugvélina,
eða hvað? Það var ekki annað sýnna.
Flugmaðurinn hreyfði sneril, sem
gaf honum beint samband við flug-
turninn, og hrópaði: „Hver and . . .
er eiginlega á seyði . . . hvað er
þessi brunabíll að þvælast hérna úti
á miðri braut, þegar ég hef fengið
brottfararleyfi. Rekið hann í burtu
undir eins!" — „Slökkviliðsbíll? Ég veit ekkert um það," svaraði flug-
umferðarstjórinn.,, Ég skal athuga málið."
En bíllin hélt áfram á æðislegum hraða og stefndi beint á vélina.
Flugmaðurinn svitnaði af skelfingu þegar hann sá tröllslegan bílinn
æða að vélinni, og hverfa undir hana að framan, og beið í ofvæni
eftir því að finna og heyra skellinn þegar hann lenti á lendingarhjól-
unum, sem hann gat ekki séð úr stjórnklefanum.
En ekkert skeði.
Hann beið í nokkrar sekúndur og hugsaði með sér að þetta væri
sennilega einn af þeim fáránlegu atburðum sem stundum koma fyrir,
en eiga kannske enga skýringu, — eða þá að skýringuna væri að
finna einhversstaðar niðri á jörðinni, — og ekkert varðaði hann í
rauninni um hver ástæðan var. Hættan var liðin hjá og nú gæti hann
lagt af stað — en svo sannarlega ætlaði hann að skýra flugstjórninni
frá þessu og þeir skyldu fá sín maklegu málagjöld, þessir brjáluðu
brunamenn þarna niðri.
Það væri nú samt kannske rétt að athuga hvert bíllinn hefði farið,
svo að hann gæti gefið nákvæmari skýrzlu um þetta. Hann stóð á fæt-
ur, opnaði gluggann við hlið sér og stakk höfðinu út. Vindurinn frá
hreyflunum, sem voru í gangi, þreif af honum einkennishúfuna og
þeytti henni aftur eftir vélinni, þar sem hún lenti beint á eldrauðum
slökkviliðsbílnum, sem stóð kyrr við lendingarhjólin, en allt í kring
Framhald á næstu síðu.
Þegar þeir kveiktu í þot-
unni, þá varð eldurinn svo
mikill og snöggur, að Ijós-
myndarinn áttaði sig ekki á
hlutunum fyrr en slökkviliðs-
bílarnir voru komnir og
slökkvistarfið byrjað. Hér
koma þeir akandi að log-
andi þotunni, en ofan á bíln-
um eru sprautustjórarnir og
beina byssunum sínum að
eldinum. Björgunarbíllinn er
kominn á staðinn, og sést
aðeins á hann lengst til
hægri. t
0
Björgunarmaður tekur lít-
inn stiga úr bílnum og hleyp-
ur með hann beint að stjórn-
klefa þotunnar, og hikar
ekki augnablik þótt ekki sé
búið að slökkva eldinn þar.
Björgunarmaðurinn nálg-
ast stjórnklefann með stig-
ann, en sprautumeistararnir
verja hann með byssum sín-
um gegn eldinum. ý
\
í-:':5
I
■
:: .
v <, \ ■. y
;
\v'$ '<\
''
-
/ ■// •%&&&
■
m M ú s-<v
V VVíVí:;.
| iMSBB
VsV'
í.'í-íí/ííííí-í:,;
ý/’SZ''
.>--j -'T- -vi
-Ví. vý vif 'V-
■'• '’ ■’ ; :< ' ; ■-»'■•••*-" ■*
M 'v> ,,/^Áfd/
msm
<
p