Vikan


Vikan - 10.12.1964, Síða 37

Vikan - 10.12.1964, Síða 37
útvegar okkur allar gerðir flugvéla til að kveikja í og æfa okkur á að slökkva. Þá set|um við brúðu í flug- mannssætið og spennum hana fasta, hellum yfir vélina nokkrum tunnum af bensíni og olíu og kveikj- um svo í. Síðan er gefið merki og bílarnir koma akandi á staðinn og mennirnir slökkva í vélinni um leið og „flugmanninum" er bjargað." „Til þessa fáið þið svo gamlar og ónýtar flugvélar?" „Það er ekki alltaf svo. í fyrra var skipt um flugvélategund hér á vellinum og nýjar og fullkomn- ari vélar komu hingað, en þær eldri teknar úr notkun, þótt þær væru í fullkomnu standi að öðru leyti en þær þóttu of gamaldags og hæg- fleygar. Svo komu þeir hingað einn dag- inn með 17 þotur í gangi, og spurðu mig hvar þeir ættu að setja þær. Eg benti þeim á staðinn, og flug- mennirnir óku þeim á hreyflunum út fyrir brautina þar sem við höf- um okkar æfingar, — drápu á þrýstiloftshreyflunum, fóru út, skelltu aftur hlífinni yfir flugmanns- sætinu, og óku á brott. Þessar vélar höfum við síðan haft til að kveikja í og æfa okkur á að slökkva að vild. Húsbrunadeildin hefur nokkur lítil hús, sumt af því hálfgerða skúra, bragga o.þ.u.l., sem við höf- um stillt saman þannig að það myndar eina samfellda heild. í æfingum förum við þangað með uppstoppaða brúðu og felum hana einhversstaðar þarna inni, svo hellum við bensíni og olíu yfir og kveikjum í. Verk mannanna, sem koma á bílunum er þá fyrst og fremst að finna „manninn", sem er inni, bjarga honum út, og síðan að slökkva í húsinu. Nú, og svo er þriðja deildin, sem að vlsu hefur fæstum starfsmönn- um á að skipa, en sem ég legg mest upp úr, enda hefur þessi deild náð langsamlega mestum árangri hvað viðkemur öryggismálum hér og minnkandi tjóni vegna bruna. Sú deild nefnist Eldvarnardeild og síðan hún tók til starfa 1956, hef- ur tjón vegna bruna minnkað úr rúmlega 300 þúsund dollurum á ári í tæplega eitt þúsund dollara á síðasta ári." „Eitt þúsund dollara „Já, sem svarar tæplega 50 þúsund krónum. Það er allt og sumt. Og þetta er einungis vegna þess að nú leggjum við mesta áherzluna á ,,að drepa eldinn áður en hann kviknar," þ.e.a.s. að varna því með öllum hugsanlegum ráð- um að eldur verði laus, — og til þess höfum við fulla aðstoð yfir- manna setuliðsins, sem taka mjög hart á því ef okkar reglum og fyrir- mælum er ekki hlýtt. Til merkis um það má benda á, að ef kviknar í húsi vegna kæru- leysis eða gáleysis eins manns, þá verður hann sjálfur að greiða allan skaðann af því. Þetta trygg- ir það að menn gæta sín með eld- inn. Þeir, sem eru í þessari deild, hafa óskaplega mikla vinnu fyrir höndum. Þeir skoða hvert einasta hús a.m.k. einu sinni á ári. Mjög mörg mánaðarlega, mörg vikulega og sum daglega. Allt eftir því hve hættuleg þau eru, hve verðmæt, hve mragt fólk gengur þar um o.s.frv. Oll þau atriði, sem eftir- litsmanninum finnst ekki vera í fullkomnu lagi — þegar ég segi fullkomnu, þá meina ég það í fyllsta skilningi — skrifar hann það niður á eyðublað, sem síðan er sent umsjónarmanni hússins, og hann fær mánaðar frest til að lag- færa það sem aflaga hefur farið. Sé það ekki gert, sem varla kemur fyrir, þá má hann sannarlega biðja fyrir sér, því þá taka yfirvöldin hann í karphúsið. Við höfum ná- kvæma skrá yfir hvert einasta hús, hvenær það er skoðað, hvað að er o.s.frv., og fylgjumst með því í smáatriðum að allt sé' í lagi. I öllum þeim húsum þar sem eld- fimir hlutir eru geymdir, verðmæt- ir eða fjöldi manns kemur saman, er sérstök sjálfvirk kerfi, sem annað hvort gefa til kynna ef hitinn fer upp fyrir ákveðið stig, ef eldur brýzt út, eða ef reykjareimur finnst. Sum kerfin eru þá um leið slökkvi- kerfi og fást sjálf við að slökkva eldinn jafnframt því sem þau gefa okkur merki. Onnur eru ekki slökkvikerfi, en aðeins til aðvörun- ar. Svo eru ýmsar gerðjr af öllum þessum tegundum kerfa, og sum ákaflega viðkvæm og nákvæm. Sumsstaðar má t.d. ekki kveikja á eldspýtu inni í byggingu því þá fer kerfið af stað. Allt þetta þurfa eftirlitsmennirnir að vita, kunna allt um viðhald og viðgerðir, prófa kerfin vikulega og ýmislegt annað. Þeir þurfa að vera vel að sér í öllum reglum og fyrir- mælum og láta hvergi bilbug á sér finna, þótt móti blási." „Æfingarnar hljóta að vera töluvert hættulegar, Sveinn." „Að sumu leyti eru þær það, því lítið sem ekkert má út af bera, svo ekki hljótist slys af. En öll okk- ar störf byggjast fyrst og fremst á öruggu samstarfi, og þeirri vissu, að hverjum einstökum manni megi treysta til hins ítrasta. Mennirnir eru þjálfaðir smátt og smátt frá algengustu og hættuminnstu störf- unum, og hæfni þeirra reynd á alla lund, þar til það kemur greinilega ( Ijós á hvaða sviði þeir eru beztir og til hvers megi treysta þeim. Þannig eru allir mennirnir þjálfað- ir svo að þeir eiga að kunna og geta Jeyst af hendi öll þau verk, sem þarf að vinna, en þar að auki er hver maður í raun og veru sér- fræðingur í sínu sérstaka fagi, ef komið hefur í Ijós að þar sé hann beztur." „Það er þá greinileg verkaskipt- ing milli mannanna í eldi?" „Já, hún er fastmótuð og ákveð- in. Sumir eru beztir í öllu, sem við- kemur flugvélum, þekkja vel hinar ýmsu gerðir og aðstöðu í þeim, eru kannske snöggir og átakamiklir í Njótið öryggis óg friðar um fólin Stofnið ekki hag fjölskyldunnar ■ hættu vegna gleymsku eða hugsunarleysis. Heimilistrygging er nauðsynleg hverri fjölskykSu, sem viii búa víð öryggí. Látið ekki óværtl óhöpp skyggja á jólagleðína. Kaupið heimllls- Iryggingu nu þegar. Komíð eða hringið í síma 17700. ALMENNAR TRYGGINGARf PÓSTHÚSSTRÆTI 9 SlMI 17700 JUpina. DE LUXE Ö F » I N fást hjá úrsmiðum .... ---------____________________/ VIKAN 50. tw. — 37

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.