Vikan - 10.12.1964, Blaðsíða 39
APPELSÍN
SÍTRÖN
L I M E
Svalandi - ómissandi
á hverju heimili
stuttan tíma. Slíkir menn eru oftast
valdir til biörgunarstarfa við flug-
vélabruna. Aðrir eru fróðari um
bíla, slökkvidælur og aðrar vélar,
og veljast þó gjarnan til að stjórna
slökkvitækjunum. Sumir sýna sér-
staka kunnóttu í reglugerðum og
fyrirmælum um eldvarnir, hafa
kurteisa en ókveðna framkomu, en
þannig þurfa eftirlitsmenn eldvarna
að vera. Kostir og gallar koma
fljótt í Ijós við æfingar og ó próf-
um, og eftir þeirri reynslu eru menn
svo valdir til sérstarfa. Þess vegna
er það, að æfingar eru raunar ekki
hættulegar hjó okkur, því hver mað-
ur er þrautþjólfaður í sinu starfi,
veit að hann getur treyst næsta
manni og hefur reynslu að baki
sér til að bregða fyrir sig ef út af
ber.
Auðvitað er alltaf töluverð
spenna í sambandi við æfingar og
próf, en það gerir starfið aðeins
skemmtilegra og eftirsóknarverð-
ara. Strókunum þykir alltaf gaman
að æfingum og setja metnað sinn
í það að vinna sitt verk eins fljótt
og örugglega og frekast er hægt."
„En nú eru tveir brunar sjaldan
eins, er það ekki . . . ?"
„Jú, satt er það. En við reynum
að hafa eins mikla tilbreytingu í
æfingunum og okkur er unnt, svo
að mennirnir æfist við allskonar
mismunandi aðstæður. Auðvitað er
samt aldrei hægt að gera svo vel
að ný aðstaða komi ekki fyrir, en
þar verða varla miklar breytingar
ó. Aðalatriðið er og verður alltaf
hjó okkur að bjarga mannslífum
fyrst og fremst, síðan að slökkva
eldinn. Og í flestum tilfellum tekst
okkur að slökkva eld í flugvél áður
en 20 sekúndur eru liðnar frá því
við komum á staðinn, og oftast
hefur flugmanninum þá verið
bjargað nokkru áður."
,,Það er ótrúlegt. Nú er ég
hræddur um að þú ýkir dálítið."
„Nei, þetta eru engar ýkjur. Ég
skal meira að segja sanna þér þetta
á eftir. Við förum út á æfingar-
svæðið, þar sem flugvélarnar okk-
ar eru og kveikjum í einni þeirra.
Fyrst hellum við yfir hana nokkr-
um tunnum af bensíni og olíu —
þú mátt sjálfur segja til um hvernig
við gerum það, svo þú haldir ekki
að við séum að plata. Síðan kveikj-
um við í vélinni og þú skaltu gefa
okkur merki og taka tímann frá
því við hefjum slökkvistarfið, þang-
að til eldurinn er slökktur. Þá kem-
ur sannleikurinn t Ijós.
En sannleikurinn er lika sá, að
20 sekúntur eru geysilega lengi að
líða, ef þú ert fastur inni ( brenn-
andi flugvél. Það gætu hæglega
orðið þínar síðustu 20 sekúndur.
Allavega þínar lengstu."
„Það er varla neitt vafamál.
Ég hlakka til að sjá æfinguna á
eftir. En segðu mér . . . þú varst að
minnast á próf hjá mönnunum.
Hverskonar próf eru það?"
„Eins og ég sagði þér áðan, þá
eru æfingar hjá okkur á hverjum
degi. Hér er stundatafla fyrir næstu
viku, sem sýnir að æfingatími er
VIKAN 50. tbl.
Heaven Sent
ilmkrem,
baðpúður og
sápa. ú
-ú> Apple Blossom baðpúð'
ur og baðsalt.
Apple Blossom ilmúðun — Handtösku ilmúðari — Handáburður — Bað-' -O
vökvi — Baðpúður með Velour-svampi — Bað- og andlitssápa — Hreinsi-
krem — Næringarvökvl — Silki-andiitspúður — Silki-krempúður og varalitur.
-O- Apple Blossom handáburð-
ur — sápa og baðsalt.
Ú Apple
Blossom
gestasápa og
ilmolía.
AÐ ALLIR VITI
Hinn heimsfrægi fegurðarsérfræðingur Helena Rubinstein sclur hér á landi
hinar dásamlegu snyrtivörur sínar. Helena Rubinstein lætur sér svo annt
um fegurðina að hún hcfir helgað líf sitt rannsóknum á húðinni og notkun
fegurðarlyfja. Gjörið svo vel að kynna yður snyrtivörur Helenu Rubinstein.