Vikan - 10.12.1964, Qupperneq 47
UNGFRU YNDISFRIÐ
býður yður hið landsþekkta
konfekt frá N Ó A.
HVAR E R ÖRKIN H AN S NOAI
baS er slltef saml lelkurlnn f hénnl Tnd>
lsfrfS okkar. Hún hefur falIS ðrklna hana
N6a elnhvers staSar f hlaðtnu og heltlr
CöSnm verðlaunum handa þclm, sem getur
fundlS Brkhuu VerSlaunln eru stór kon-
fektkassl, fullur af hezta konfektl, og
framlelSandlnn er auSvltaS SœlgœtlsgerB-
m N6L
SlSast er dreglS var hlaut verBlaunln:
Auður Júlíusdóttir Vinninganna má vitja í skrifstofu
Bræðraborgarstíg 8 B, Rvík. vikunnar. 50. tbi.
J
vakt frá klukkan sex. Ég verð ein
á skrifstofunni og ég get tekið
Spektorinn.
Augun ( Bond minnkuðu. Hugur
hans geysaði, þegar hann minntist
allra þeirra vandamála, sem leysa
þurfti. Hvar ætti að fela hana?
Hvernig ætti að koma henni út í
fyrstu flugvél, eftir að hvarfið
hefði uppgötvazt? Það mundi
verða áhættusamt. Þeir myndu ekki
hika við neitt til að ná henni og
Spektornum aftur. Myndu loka
götunum að flugvellinum. Setja
sprengju í flugvélina. Hvað sem
væri.
_ Það er gott, Tania. Bond
reyndi að vera rólegur. — Við
skulum fela þig, og svo förum við
með fyrstu vél morguninn eftir.
_ Vertu ekki kjáni. Tatjana hafði
verið vöruð við því, að það gæti
komið að nokkrum erfiðleikum í
starfi hennar. — Við förum með
lestinni. Austurlandahraðlestinni.
Hún fer klukkan níu annað kvöld.
Heldurðu að ég hafi ekki hugsað
þetta? Ég vil ekki vera mínútu leng-
ur í Istanbul en ég má til. Við verð-
um komin yfir landamærin í dögun.
Þú verður að fá miðana og vega-
bréfið- Ég skal ferðast sem konan
þín. Hún leit hamingjusöm á hann.
— Það verður gaman að því. í ein-
um af þessum klefum, sem ég hef
lesið um. Þeir hljóta að vera mjög
þægilegir. Eins og lítil hús á hjól-
um. Á daginn getum við talað sam-
an og lesið, og á nóttinni stendur
þú á ganginum fyrir utan húsið
okkar og gætir þess.
_ Andskotakornið að ég geri
það! sagði Bond. — En, sjáðu nú
til, Tania. Þetta er brjálæði. Þeir
hljóta að ná okkur einhversstaðar.
Það tekur fjóra daga og fimm næt-
ur að komast til London með þess-
ari lest. Við verðum að fara ein-
hvernveginn öðru vísi.
_ Það vil ég ekki, svaraði stúlk-
an. — Ég vil ekki fara öðruvísi en
svona. Ef þú ert nógu sniðugur,
komast þeir aldrei að þv(.
Drottinn minn, hugsaði hún.
Hversvegna höfðu þeir krafizt þess,
að þau færu með lest? En þeir
höfðu verið óhagganlegir. Það var
góður ástastaður, sögðu þeir. Hún
hafði fjóra daga til að koma hon-
um til að elska hana. Svo þegar
þau kæmu til London yrði allt svo
auðvelt. Hann mundi vernda hana.
Annars, ef þau flygju beint til
London, yrði hún send beint í
fangelsi. Þessir fjórir dagar voru
alveg nauðsynlegir. Og þeir höfðu
varað hana við því, að þeir myndu
hafa mann á lestinni til að fylgjast
með því að hún færi ekki af. Svo-
að henni væri vissara að vera var-
kár og fara eftir gefnum skipunum.
Drottinn minn! Drottinn minn!
Samt langaði hana núna að fá
þessa fjóra daga með honum, í
litla húsinu á hjólunum. Það var
skrýtið. Það hafði verið skylda
hennar að koma honum til þess.
Nú var það hennar æðsta þrá.
Hún horfði á hugsandi andlit
Bonds. Hana langaði að rétta
honum höndina og fullvissa hann
um að þetta yrði allt í lagi; þetta
væri skaðlaus Konspiratsia, til að
koma henni til Englands,- að hvor-
ugu þeirra yrði gert mein, vegna
þess að það væri ekki tilgangur-
inn með Konspiratsíunni.
— Mér finnst þetta nú samt óráð,
sagði Bond og velti því fyrir sér,
hvernig M mundi bregðast við
þessu. — En kannske að það gæti
gengið. Ég er með vegabréfin. Við
þurfum að fá júgóslafneska áletr-
un. Hann leit ákveðinn á hana.
— Láttu þér ekki detta í hug, að
ég fari í þann hluta lestarinnar,
sem fer í gegnum Búlgaríu. Ef þú
myndir krefjast þess, héldi ég að
þú ætlaðir að stela mér.
— Ég ætla að gera það, sagði
Tatiana og flissaði. — Það er ná-
kvæmlega það, sem mig langar að
gera.
— Þegiðu, Tania. Við verðum að
skipuleggja þetta. Ég verð að ná í
miðana og einn manna okkar verð-
ur að koma með. Aðeins til ör-
yggis. Hann er góður maður. Þér
kemur til með að geðjast vel að
honum. Þú heitir Caroline Somm-
erset, gleymdu því ekki. Hvernig
ætlar þú að komast til lestarinnar?
— Karolin Simmerset. Stúlkan
velti nafninu fyrir sér. — Þetta er
fallegt nafn. Og þú ert Mr. Simm-
erset. Hún hló glaðlega. — Þetta er
gaman. Hafðu ekki áhyggjur af
mér. Ég skal vera komin í lestina
áður en hún fer. Það er á Sirkeci
stöðinni. Ég veit hvar hún er. Það
er allt og sumt. Svo þurfum við
ekki að hafa meiri áhyggjur. Já?
— Hvað nú, ef þig brysti kjark?
Hvað nú, ef þeir ná þér?
— Þeir ná mér ekki.
Allt í einu gazt Bond ekki að því,
hve stúlkan var ákveðin og viss.
Hvernig gat hún verið svona viss?
Kaldur lækur tortryggninnar
rann niður eftir hryggnum á hon-
um.
— Áður en ég sá þig, var ég
hrædd. Nú er ég það ekki lengur.
Tatiana reyndi að segja sjálfri sér,
að þetta væri sannleikurinn. Og
það lá við, að það væri rétt. —
Nú missi ég ekki kjarkinn, eins og
þú kallar það. Og þeir geta ekki
náð mér. Ég skil allt mitt eftir á
hótelinu og fer aðeins með veskið
mitt á skrifstofuna. Ég get ekki
skilið pelsinn minn eftir, mér þykir
of vænt um hann. En það er fyrir-
gefanlegt að koma í pels til skrif-
stofunnar á sunnudegi. Klukkan
hálfníu fer ég út og tek leigubíl
til stöðvarinnar. Og hættu nú að
vera með þennan áhyggjusvip.
Hún teygði höndina í áttina til
hans. _ Segðu, að þú sért ánægð-
ur.
Bond færði sig aftur upp á rúm-
bríkina. Hann tók um hönd hennar
og horfði í auga hennar. Drottinn
minn hugsaði hann. Ég vona að
þetta sé allt í lagi. Ég vona að
þessi brjálæðislega áætlun stand-
ist. Er þessi dásamlega stúlka
gildra? Er hún sönn? Er hún raun-
veruleg? Augu hennar sögðu hon-
um ekkert annað en að hún væri
hamingjusöm, að hún vildi að hann
elskaði hana, og hún væri undrandi
yfir því, sem væri að gerast. Hún
lyfti hinni hendinni og lagði hana
um háls hans og dró hann niður
að sér. í fyrstu skulfu varir hennar
undan hans, en svo greip ástríðan
hana og varir hennar sameinuð-
ust hans í endalausum kossi.
Bond sveiflaði fótunum upp í
rúmið. Hann hélt áfram að kyssa
hana, tók um vinstra brjóst hennar
og hélt því fast meðan hann fann
geirvörtuna harðna af þrá í lófa
sínum. Svo strauk hann niður eftir
kvið hennar. Hún stundi lágt og
sneri höfðinu til hliðar. Brár henn-
ar titruðu eins og vængir kanarí-
fugls. Framhald í næsta blaði.
ANGELIQUE
Framhald af bls. 19.
Hún rak upp stuttan, kurrandi hlátur:
— Binmitt. Ert þú kunnugur hefðarkonum, Maitre Vindur?
— Stundum.
Hann kitlaði hana i nefið með blómi og útskýrði:
— Þegar maginn á mér dregst of mikið saman, geng ég á mála hjá
Maitre Georges, í baðhúsinu hjá Saint-Nicholas. Þangað fara hefðar-
konur til að fá svolitið krydd á tilbreytingarlaust ástarlífið. Og satt er
það, ég er ekki fallegur ruddi, eins og Fallegi Strákur, og þjónusta van-
nærðs líkama míns er ekki eins vel borguð og þjónusta þessarra þrek-
vöxnu og kafloðnu náunga, sem ilma af lauk og svörtu víni. En ég hef
aðra stregi á mínum boga. Já, vina mín. Enginn í allri Parísarborg á
eins gott safn af örvandi sögum og ég. Það er mjög heppilegt til að koma
þeim í rétt skap. Ég læt þessar fegurðardísir hlægja. Það er það, sem
konur þurfa framar öllu öðru, góður, hjartanlegur hlátur. Viltu, að ég
segi þér söguna af hamrinum og meitlinum?
— Ó nei, sagði Angelique fljósmælt. — Gerðu það ekki.
Hann virtist snortinn.
— Litla vina. Skrýtna, litla vina. Er þetta ekki skrýtið? Ég hef hitt
miklar hefðarkonur, sem voru hreint eins og vændiskonur. En ég hef
aldrei hitt vændiskonu, sem er eins og mikil hefðarkona. Þú ert sú
fyrsta . . . Þú er svo falleg. Rétt eins og draumur. Hlustaðu. Heyrirðu
kirkjuklukkurnar á Pont-Neuf? Það er næstum komið hádegi. Myndi
þig langa til að fara upp á Pont-Neuf og ná í nokkur epli handa okkur
í hádegismat? Og myndirðu kæra þig af vönd af blómum, sem þú gætir
hulið fallega, litla andlitið i? Við myndum hlusta á Stóra-Matthiou
syngja sönginn sinn og lírukassamanninn snúa sveifinni sinni. Og við
myndum gefa lögreglumönninum, sem eru að svipast um eftir mér, til
að hengja mig, langt nef . . .
— Af hverju ætla þeir að hengja þig?
— Vegna þess að . . . Veiztu ekki, að þeir vilja ekkert fremur en
hengja mig? svaraði hann undrandi.
Hann er dálítið kyndugur, en hann er skemmtilegur, sagði hún með
sjálfri sér.
Hún teygði úr sér. Hún vildi, að hann héldi áfram að gæla við hana,
en hann virtist vera farinn að hugsa annað.
— Nú man ég það, sagði hann allt í einu. — Ég hef séð þig áður, á
Pont-Neuf. Þú ert ein úr hópi Calembredaine, er það ekki?
— Jú, það er rétt. Ég er úr hópi Calembredaine.
Hann hörfaði undan eins og hann hefði brennt sig.
VIKAN 50. tbl. —